Ósamkomulag um sölu bankanna milli stjórnarflokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2016 21:09 Fjármálaráðherra segir farsælast að einkaaðilar eigi íslensku bankana en ríkið haldi þó minnihluta í einum banka. Þá sé æskilegt að erlendir aðilar koma að rekstri bankanna. Formaður Samfylkingarinnar óttast að aðrir hagsmunir en almennings ráði för við sölu ríkisins á hlutum í Landsbanka og Íslandsbanka. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að menn þyrftu að spyrja sig nú hvort yfirleitt hastaði að selja bankana þegar gjaldeyrishöft væru enn við lýði og enginn innlendur aðili gæti fyrir eigin rammleik keypt bankana. „Ég get sagt fyrir mig að það væri eðlilegt að sjá fyrir sér hlutdeild ríkisins í Landsbankanum til langframa. Hún þarf ekki endilega að vera meirihlutaeign en þarf að vera þannig að ríkið hafi lykilstöðu þar. Andspænis dreifðu eignarhaldi. Það er líka mikilvægt að tryggja fjölbreytt eignarhald annarra banka á Íslandi. Helst þannig að lífeyrissjóðir komi að einum banka og erlent eignarhald verði á þeim þriðja,“ sagði Árni Páll. Þá þyrfti að ræða frekari breytingar á bankakerfinu. En um allan heim væri talað um hvernig bankakerfið þjónaði í vaxandi mæli fyrst og fremst sjálfu sér. „Sjúgi verðmæti af verðmætaskapandi atvinnulífi og heimilum. Búi til sífellt flóknari og flóknari afurðir til að tryggja stjórnendum og þeim sem starfa innan geirans gríðarlegar tekjur, bónusa og ávinning en almenningur sitji uppi með herkostnaðinn,“ sagði Árni Páll.Fjármálaráðherra vil banka í einkaeigu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í öllum meginatriðum vera sammála uppleggi formanns Samfylkingarinnar. „Um að fjármálakerfið eigi ekki að uppistöðu að vera í höndum ríkisins. Það getur verið ákjósanlegt fyrir okkur að eiga umtalsverðan hlut en þó minnihluta í einum banka til lengri tíma. En að öðru leyti eigi bankarnir að og fjármálakerfið að vera í höndum einkaaðila. Og ég er líka sammála háttvirtum þingmanni þegar hann segir að það væri ágætt að fá erlent eignarhald að a.m.k. einum bankanna,“ sagði Bjarni. Það hafi verið reynt við fyrri einkavæðingu en ekki tekist. Bankasýslan hefur nú þegar heimild Alþingis til að selja tæplega 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Andstaða er hins vegar við þá sölu innan Framsóknarflokksins. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir offramboð á hlutabréfum í bönkum um þessar mundir, kaupendur séu ekki í sjónmáli og ekki líkur á að gott verð fengist fyrir bréfin. „Ríkið hefur uppskorið mikinn arð af eign sinni í Landsbankanum. Samtals um 200 milljarða. Til viðbótar mun vera hægt að greiða 63 milljarða úr bankanum á þessu ári í ríkissjóð. Þótt gert sé ráð fyrir hóflegri arði í framtíðinni mun hann samt áfram verða hærri en kostnaður ríkisins við það að eiga hlutinn áfram. Með þvi að eiga eignarhlutinn áfram munu allir landsmenn njóta góðs af þeim ávinningi sem rennur í ríkissjóð,“ segir Frosti Sigurjónsson. Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir farsælast að einkaaðilar eigi íslensku bankana en ríkið haldi þó minnihluta í einum banka. Þá sé æskilegt að erlendir aðilar koma að rekstri bankanna. Formaður Samfylkingarinnar óttast að aðrir hagsmunir en almennings ráði för við sölu ríkisins á hlutum í Landsbanka og Íslandsbanka. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að menn þyrftu að spyrja sig nú hvort yfirleitt hastaði að selja bankana þegar gjaldeyrishöft væru enn við lýði og enginn innlendur aðili gæti fyrir eigin rammleik keypt bankana. „Ég get sagt fyrir mig að það væri eðlilegt að sjá fyrir sér hlutdeild ríkisins í Landsbankanum til langframa. Hún þarf ekki endilega að vera meirihlutaeign en þarf að vera þannig að ríkið hafi lykilstöðu þar. Andspænis dreifðu eignarhaldi. Það er líka mikilvægt að tryggja fjölbreytt eignarhald annarra banka á Íslandi. Helst þannig að lífeyrissjóðir komi að einum banka og erlent eignarhald verði á þeim þriðja,“ sagði Árni Páll. Þá þyrfti að ræða frekari breytingar á bankakerfinu. En um allan heim væri talað um hvernig bankakerfið þjónaði í vaxandi mæli fyrst og fremst sjálfu sér. „Sjúgi verðmæti af verðmætaskapandi atvinnulífi og heimilum. Búi til sífellt flóknari og flóknari afurðir til að tryggja stjórnendum og þeim sem starfa innan geirans gríðarlegar tekjur, bónusa og ávinning en almenningur sitji uppi með herkostnaðinn,“ sagði Árni Páll.Fjármálaráðherra vil banka í einkaeigu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í öllum meginatriðum vera sammála uppleggi formanns Samfylkingarinnar. „Um að fjármálakerfið eigi ekki að uppistöðu að vera í höndum ríkisins. Það getur verið ákjósanlegt fyrir okkur að eiga umtalsverðan hlut en þó minnihluta í einum banka til lengri tíma. En að öðru leyti eigi bankarnir að og fjármálakerfið að vera í höndum einkaaðila. Og ég er líka sammála háttvirtum þingmanni þegar hann segir að það væri ágætt að fá erlent eignarhald að a.m.k. einum bankanna,“ sagði Bjarni. Það hafi verið reynt við fyrri einkavæðingu en ekki tekist. Bankasýslan hefur nú þegar heimild Alþingis til að selja tæplega 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Andstaða er hins vegar við þá sölu innan Framsóknarflokksins. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir offramboð á hlutabréfum í bönkum um þessar mundir, kaupendur séu ekki í sjónmáli og ekki líkur á að gott verð fengist fyrir bréfin. „Ríkið hefur uppskorið mikinn arð af eign sinni í Landsbankanum. Samtals um 200 milljarða. Til viðbótar mun vera hægt að greiða 63 milljarða úr bankanum á þessu ári í ríkissjóð. Þótt gert sé ráð fyrir hóflegri arði í framtíðinni mun hann samt áfram verða hærri en kostnaður ríkisins við það að eiga hlutinn áfram. Með þvi að eiga eignarhlutinn áfram munu allir landsmenn njóta góðs af þeim ávinningi sem rennur í ríkissjóð,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent