Hrefnu á grunnslóð fækkar mikið Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. ágúst 2015 07:00 Á Hvalasafninu í Reykjavík er að finna eftirmyndir í raunstærð af hvölum þeim sem er að finna í hafinu við Ísland. vísir/vilhelm Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“ Fréttir af flugi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Ný hvalatalning Hafrannsóknastofnunar (Hafró) leiðir í ljós að talsverðar breytingar hafi orðið í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tuttugu ár. Fram kemur á vef Hafró í gær að 10. ágúst hafi lokið víðtækum hvalatalningum, sem fram fóru í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Skipulagning talninganna er á vettvangi Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins, NAMMCO. „Talningum Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga er nú lokið, en grænlenska hluta talninganna lýkur ekki fyrr en í september,“ segir þar, en talningarsvæðið nær í heild yfir svæðið frá Vestur-Grænlandi í vestri, um Ísland og til Noregs í austri. Talningin nái þannig yfir meginhluta sumarútbreiðslusvæðis helstu stórhvalastofna í Mið- og Norðaustur-Atlantshafi.Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson töldu hvali í sumar.vísir/gva„Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007,“ segir í umfjöllun Hafró. Meðal breytinga á fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðustu tvo áratugi er að langreyði hefur fjölgað talsvert, sérstaklega vestur af landinu. „Á grunnslóð hefur hrefnu hins vegar fækkað mikið síðan 2001, en mikil fjölgun hefur orðið í stofni hnúfubaks við landið undanfarna áratugi.“ Auk þess að vera megingrundvöllur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar um ástand, veiðiþol og verndun hvalastofna við landið, eru talningarnar sagðar mikilvægur hluti vöktunar á vistkerfi hafsins. Alls tóku þátt í talningunni fjögur skip og þrjár flugvélar, þar af tvö skip og ein flugvél af Íslands hálfu. Fram kemur að veður hafi að hluta til verið óhagstætt við talninguna, sér í lagi við flugtalningu sem fram fór frá 20. júní til 19. júlí. Þá segir Hafró að fyrir dyrum standi umfangsmikil úrvinnsla gagna úr leiðangri þátttökuþjóðanna. „Munu endanlegar niðurstöður talninganna liggja fyrir í vetur, en þær verða lagðar fyrir vísindanefndir Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) og Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðsins (NAMMCO).“
Fréttir af flugi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira