Skáldsagan Vonarstræti 12 eftir Ármann Jakobsson Halldór Þorsteinsson skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er álitamál hvort ekki mætti alveg eins kalla þetta verk leikrit sökum þess hversu stútfullt það er af samtölum. Höfundi þess tekst svo ljómandi vel að ljá hinu látna og þjóðþekkta fólki bráðlifandi rödd. Mér er því spurn hvers vegna engum listamanni eða réttara sagt leikskáldi skuli ekki hafa dottið í hug að leikgera þetta stórbrotna verk. Það lægi alveg beint við að nota samtölin í skáldsögunni svo að segja alveg óbreytt í leikriti. Skáldsagan gerist á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Persónurnar í sögunni eru fjölmargar og gæddar slíkri lífsorku að maður hefur það á tilfinningunni að þær séu eiginlega enn sprelllifandi. Ekki tel ég ástæðu til að nefna þær allar með nafni, enda yrði það alltof langur listi, en þó sakar ekki að nefna örfáar þeirra eins og Skúla Thoroddsen og Theodóru, Hannes Hafstein, Bjarna frá Vogi, Björn Jónsson, ritstjóra Ísafoldar, föður Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, Benedikt Sveinsson, bókavarðar á Landsbókasafninu, föður Bjarna, forsætisráðherra og fleiri og fleiri merka menn og konur. Förum nú út í allt aðra sálma. Skúli Thoroddsen, fyrrv. sýslumaður Ísfirðinga, ritstjóri Þjóðviljans, eigandi Bessastaða og sömuleiðis eigandi prentsmiðju á Ísafirði, Bessastöðum og í Reykjavík. Hann fékkst enn fremur við verslunarstörf. Þessi mikli hugsjónamaður lét reisa Vonarstræti 12 árið 1908 og réði engan annan en Runólf Ólafsson til að hanna húsið, en hann var eins og kunnugt er einn af fremstu arkitektum þjóðarinnar. Mér til mikillar furðu vissu fáir þetta, þar meðtaldir nokkrir núlifandi kollegar hans, sem ég þekki. En nú kemur rúsínan í pylsuendann og er hún ekki par fögur, þó ekki sé meira sagt, því Alþingi ákvað að flytja húsið frá Tjörninni, þar sem það naut sín fullkomlega og átti í rauninni hvergi annars staðar að vera, yfir í Kirkjustræti og heitir nú Skúlahús. Ekki er hægt að segja að mikill fagurkerabragur hafi einkennt þá vanhugsuðu framkvæmd. Það er ekki með nokkru móti hægt að ljúga upp á okkar blessuðu alþingismenn. Ég hef auk þess hermt að arkitektinn Hjörleifur Stefánsson hafi lagt blessun sína yfir þennan dæmalausa flutning. Að lokum er rétt að geta þess að ég bjó í Vonarstræti 12 í hér um bil fjögur ár og það meira að segja í sjálfu kvistherberginu, en þaðan getur maður notið útsýnis yfir Tjörnina, sem er eitt helsta djásn höfuðborgarinnar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar