Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 8. september 2025 09:01 Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð. Fyrir þessa 337 milljarða hefði verið hægt að byggja 15 til 20 ný Hvalfjarðargöng víðs vegar um land. Það er ekki sjálfsagt fyrir ríki að geta tekist á við svona kostnaðarsöm óvænt áföll og undirstrikar hversu mikilvæg áhersla Sjálfstæðisflokksins á niðurgreiðslu skulda var árin áður. Í umræðu um fjármál ríkisins hef ég ítrekað bent á mikinn kostnað vegna téðra atburða. Það kemur engum á óvart að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst dýrastur, þar sem bein útgjöld nema rúmlega 194 milljörðum. Hægt er að lesa nánar um útgjöldin í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni frá því í vor. Bein útgjöld eru bara önnur hlið peningsins Það er mikilvægt að skilja að þær tölur sem hér eru kynntar ná aðeins yfir bein útgjöld ríkissjóðs. Bein útgjöld eru fjárveitingar sem ríkið greiðir beint, eins og neyðaraðgerðir, stuðning við einstaklinga og fyrirtæki, eða fjármögnun stofnana sem sinna viðbrögðum. Hins vegar er raunverulegur kostnaður og áhrif áfalla miklu meiri. Tölurnar taka ekki til óbeinna áhrifa á ríkisfjármál og samfélagið allt, svo sem tekjumissis, samdráttar í efnahagsstarfsemi eða kostnaðar sem fellur á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Þegar efnahagslífið dregst saman þá minnka skatttekjur ríkisins, til dæmis vegna þess að fólk kaupir minna og fyrirtæki selja minna. Þessi tekjumissir er ekki hluti af þeim tölum sem hér er rætt um heldur bætist hann ofan á en er alveg jafn raunverulegur og dýr fyrir samfélagið og bein útgjöld. Óbeinu áhrifin, sem nánast ógerlegt er að reikna, eru sennilega ekki minni heldur líklega mun umfangsmeiri og nema hundruðum milljarða. Hröð og markviss viðbrögð Á þessu tímabili stóðu stjórnvöld frammi fyrir ýmsum áskorunum sem kröfðust hraðra og markvissra viðbragða. Þau miklu útgjöld sem ráðist var í sem viðbrögð við heimsfaraldri voru nauðsynleg til að tryggja afkomu einstaklinga og fyrirtækja auk þess að vernda heilsu almennings eftir bestu upplýsingum sem í boði voru á þeim tíma. Næststærsta áfallið hafa verið jarðhræringar í Grindavík frá 2023, sem hafa leitt til rúmlega 82 milljarða útgjalda ríkissjóðs, þar sem uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík vega þyngst. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru viðbrögð og varnir gegn náttúruhamförum eins og fárviðrum, snjóflóðum og skriðuföllum og innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sem birtist í viðbótarframlögum til utanríkismála, mannúðaraðstoðar og innlendra aðgerða. Að ógleymdu gjaldþroti flugfélagsins WOW air árið 2019 sem hafði í för með sér aukinn kostnað vegna greiðslu atvinnuleysisbóta og framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa. Á þeim tíma lögðu stjórnvöld fram nýja fjármálaáætlun sem samþykkt var til að bregðast við áætluðum áhrifum á efnahagslífið. Búumst við hinu óvænta Svar ráðherra sýnir að það er erfitt að skilgreina nákvæmlega og meta heildarkostnað áfalla. Reynslan sýnir að ríkið þarf að vera undirbúið fyrir óvæntar aðstæður sem geta raskað skatttekjum og aukið útgjöld hratt. Því er mikilvægt að ríkisfjármál séu alltaf sveigjanleg og hafi nægilegan styrk til að mæta slíkum áskorunum og að búið sé vel í haginn fyrir mögru árin sem koma þegar við eigum síst von á. Við munum áfram leggja áherslu á það, nú næst í komandi umræðu um fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug, þó fyrst og fremst árin 2019 til 2025, hafa bein útgjöld ríkissjóðs vegna ýmissa efnahagsáfalla og náttúruhamfara verið rúmlega 337 milljarðar króna. Þetta setur allt tal núverandi stjórnarliða um óráðsíu og hallarekstur í nýtt samhengi, því óbeinu áhrifin eru hér ekki reiknuð. Fyrir þessa 337 milljarða hefði verið hægt að byggja 15 til 20 ný Hvalfjarðargöng víðs vegar um land. Það er ekki sjálfsagt fyrir ríki að geta tekist á við svona kostnaðarsöm óvænt áföll og undirstrikar hversu mikilvæg áhersla Sjálfstæðisflokksins á niðurgreiðslu skulda var árin áður. Í umræðu um fjármál ríkisins hef ég ítrekað bent á mikinn kostnað vegna téðra atburða. Það kemur engum á óvart að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst dýrastur, þar sem bein útgjöld nema rúmlega 194 milljörðum. Hægt er að lesa nánar um útgjöldin í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni frá því í vor. Bein útgjöld eru bara önnur hlið peningsins Það er mikilvægt að skilja að þær tölur sem hér eru kynntar ná aðeins yfir bein útgjöld ríkissjóðs. Bein útgjöld eru fjárveitingar sem ríkið greiðir beint, eins og neyðaraðgerðir, stuðning við einstaklinga og fyrirtæki, eða fjármögnun stofnana sem sinna viðbrögðum. Hins vegar er raunverulegur kostnaður og áhrif áfalla miklu meiri. Tölurnar taka ekki til óbeinna áhrifa á ríkisfjármál og samfélagið allt, svo sem tekjumissis, samdráttar í efnahagsstarfsemi eða kostnaðar sem fellur á sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Þegar efnahagslífið dregst saman þá minnka skatttekjur ríkisins, til dæmis vegna þess að fólk kaupir minna og fyrirtæki selja minna. Þessi tekjumissir er ekki hluti af þeim tölum sem hér er rætt um heldur bætist hann ofan á en er alveg jafn raunverulegur og dýr fyrir samfélagið og bein útgjöld. Óbeinu áhrifin, sem nánast ógerlegt er að reikna, eru sennilega ekki minni heldur líklega mun umfangsmeiri og nema hundruðum milljarða. Hröð og markviss viðbrögð Á þessu tímabili stóðu stjórnvöld frammi fyrir ýmsum áskorunum sem kröfðust hraðra og markvissra viðbragða. Þau miklu útgjöld sem ráðist var í sem viðbrögð við heimsfaraldri voru nauðsynleg til að tryggja afkomu einstaklinga og fyrirtækja auk þess að vernda heilsu almennings eftir bestu upplýsingum sem í boði voru á þeim tíma. Næststærsta áfallið hafa verið jarðhræringar í Grindavík frá 2023, sem hafa leitt til rúmlega 82 milljarða útgjalda ríkissjóðs, þar sem uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík vega þyngst. Aðrir stórir kostnaðarliðir voru viðbrögð og varnir gegn náttúruhamförum eins og fárviðrum, snjóflóðum og skriðuföllum og innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 sem birtist í viðbótarframlögum til utanríkismála, mannúðaraðstoðar og innlendra aðgerða. Að ógleymdu gjaldþroti flugfélagsins WOW air árið 2019 sem hafði í för með sér aukinn kostnað vegna greiðslu atvinnuleysisbóta og framlaga til Ábyrgðarsjóðs launa. Á þeim tíma lögðu stjórnvöld fram nýja fjármálaáætlun sem samþykkt var til að bregðast við áætluðum áhrifum á efnahagslífið. Búumst við hinu óvænta Svar ráðherra sýnir að það er erfitt að skilgreina nákvæmlega og meta heildarkostnað áfalla. Reynslan sýnir að ríkið þarf að vera undirbúið fyrir óvæntar aðstæður sem geta raskað skatttekjum og aukið útgjöld hratt. Því er mikilvægt að ríkisfjármál séu alltaf sveigjanleg og hafi nægilegan styrk til að mæta slíkum áskorunum og að búið sé vel í haginn fyrir mögru árin sem koma þegar við eigum síst von á. Við munum áfram leggja áherslu á það, nú næst í komandi umræðu um fyrstu fjárlög nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun