Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar 5. september 2025 20:30 „Frjáls, ég verð þó víst seint frjáls af sjálfum mér, hugsaði ég, frelsi er nokkuð sem ég öðlast aldrei, því allt er í sjálfs böndum, sömuleiðis ég. Ég hef líka frjálst val um fáa hluti; velji ég einn verð ég kannski aldrei framar frjáls af honum. Frelsi er kannski einkum fólgið í því að geta verið einn.“ Þessi orð angurværs heiðadraugs í skáldsögu Þorsteins frá Hamri, Möttull konungur eða Caterpillar (1974, bls. 60, Ritsafn bls 243) hafa sótt nokkuð á mig í umræðu undanfarið, um akademískt frelsi. Ófrjórri umræðu en upplýsandi. Eins og allar aðrar lífverur lifum við í umheimi, Umwelt,eins og eistneski líffræðingurinn Jakob von Uexküll kallaði það á fyrri hluta síðustu aldar. Hann benti á að allt í umheimi lífvera hafi merkingu fyrir þeim, þær þurfi stöðugt að ráða í þá merkingu til að komast af. Við mannfólkið erum þar ekki undanskilin en þó hefur lengi verið hneigð á Vesturlöndum til að líta svo á að við séum óháð þessum umheimi sem við getum þó ráðskast með að vild. Það er einfaldlega rangt en í þessari drottnunarhugmynd felst að hin nauðsynlega og stöðuga leit að merkingu sé að nokkru leyti aftengd. Mér sýnist að í rökum þeirra sem telja meinlaus en brýn mótmæli á fyrirlestri ísraelsks prófessors vera brot á akademísku frelsi, sé sú hugsun innbyggð að akademískt frelsi eigi sér engan umheim. Að það felist í því að fá að vera einn og út af fyrir sig með sín prinsipp, eins og heiðardraugurinn skilgreinir frelsið. Akademískt frelsi hefur eiginlega aldrei verið til öðruvísi en sem draumsýn, jafnvel frá dögum Sókratesar. Um það hafa verið skrifaðar lærðar bækur og snotrasta hugmyndin er sú að það sé einhvers konar griðastaður þar sem frelsi ríki til að rannsaka, leita sannleika og tjá þá leit og niðurstöður hennar. Þetta sé meginregla og þeim pakka fylgi málfrelsi. Það er gott og blessað, ágætis hugsjón svo langt sem hún nær. En hún nær skammt. Ef ekki er tekið mið af umheiminum verður hún að þægilegu skjóli fyrir þeim sama umheimi. Eins og hefur sýnt sig í fjaðrafokinu undanfarið sem nær allt frá siðareglnaflöggun (afbrigði dyggðaskreytingar) og rökfimleikum til illviljaðra krafna um refsingar og brottrekstur. Allt annað er boðað en að horfast í augu við þann grimma veruleika sem verið var að bregðast við með mótmælum. Mér hefur þó sýnst að mikilvægari skilgreiningn sé sú að akademíska frelsið felist fyrst og fremst í því að fá að stunda akademíska iðju í friði fyrir hverskyns valdhöfum, yfirmönnum stofnana og pólitískum pótintátum, og náttúrlega styrktaraðilum, sem menn horfa þó helst framhjá, hver slær á hendina sem fóðrar mann? Í þessu ljósi er ókurteis eða ósvífinn hávaði á fyrirlestri smáatriði sem óþarfi er að æsa sig yfir, nema fólk þurfi tilfinningalega á því að halda að hafa eitthvað til að æsa sig yfir. Kannski snertir þessi hávaði leyndar taugar einhverra, kannski snert af samvisku? Í öðru ljósi er hann stærri, og meira um það síðar. Nærtækustu dæmin um bjagandi kúgun valdhafa eru annars vegar leyndar og ljósar tilraunir ísraelskra stjórnvalda og þeirra sem bergmála þau áratugum saman til að stimpla það sem gyðingahatur ef framferði þeirra gagnvart Palestínufólki er gagnrýnt. Nú gengur það einmitt ljósum logum í Bandaríkjunum ásamt djöfulgangi gegn því sem kallað hefur verið vekni (woke), sem í grunninn er ekki annað en sjálfsagðar hugmyndir um mannúð og umburðarlyndi þó að þær fari stundum fulllangt framúr sjálfum sér. Draumurinn um akademíu sem kima hins sanna frelsis er að sönnu fallegur og taka má undir það viðhorf að þar leynist hin eina og sanna akademía – en hún er torfundin. Hitt er auðfundnara, að akademískt frelsi er óhjákvæmilega skilyrt og hefur verið það í gegnum alla söguna. Það er raunhæfara viðhorf og baráttumál að verja þær stofnanalegu, samfélagslegu, menningarlegu, fjárhagslegu og jafnvel pólitísku skorður sem akademísku frelsi eru settar. Bandaríski heimspekingurinn Judith Butler hefur rætt þetta einmitt í samhengi við kröfur um sniðgöngu ísraelskra háskóla, sem hafði verið deiluefni í áratugi áður en núverandi hörmungar hófust. Þeirrar sniðgöngu hefur verið krafist vegna langvarandi kúgunaraðgerða gegn palestínskum háskólum og háskólakennurum, löngu fyrir núverandi innrás og yfirgengilegt þjóðarmorð. Þjóðarmorðið er margslungið, meðal annars óhugnanlega markvisst menntamorð eins og Kristján Þór Sigurðsson hefur lýst í tveim sérlega upplýsandi greinum hér á Vísi. Ingólfur Gíslason og fleiri hafa í mörgum opnum Facebook póstum bent á óhugnanlega náin tengsl vesalings prófessorsins ísraelska og háskóla hans við notkun gervigreindar í því morðæði sem ríkir. Vörslumenn hins heilaga akademíska frelsis hafa einkum djöflast í Ingólfi en hann heldur ótrauður áfram góðu heilli. Menntamorð er ein alvarlegasta atlaga að akademísku frelsi sem hugsast getur, því menntun er vitaskuld forsenda þess. Akademíska ókurteisin, ósvífnin er dæmi um borgaralega óhlýðni, sem löngum hefur notið viðurkenningar. Borgaraleg óhlýðni felur í sér viðbrögð við ástandi, einmitt svar við umheiminum, ekki síst þegar krosstré bregðast. Og við hverju er verið að bregðast? Þjóðarmorði er stutta svarið, lengra svarið er viðbragðaleysi stjórnvalda af öllu tagi við gjörsamlega óbærilegu ástandi: Menntamorði og öllum hugsanlegum tegundum morða; barnamorðum, limlestingum, óendanlegum þjáningum. Ég gef orðið vinkonu minni á Gaza, menntakonu sem lá í tjaldi sínu í fyrrinótt og gat ekki sofið en sendi slitrótt skeyti í gegnum símann sinn: „Hvað er að gerast kæri vinur? Þetta er hryllingur úr víti.... Dagleg dauðarútína sem breytist ekki. Allskyns flugtæki stöðugt yfir höfðum okkar. Sprengjuárásir frá flugvélum, skriðdrekum, herskipum og drónum.... Guð minn góður, við erum óbreyttir borgarar troðið í tjaldbúðakös á ströndinni sem ekki væri boðleg dýrum. Vatn skortir, drykkjarvatn er mengað, himinhátt matarverð, engin menntun, engin heilbrigðisþjónusta, engir innviðir, tjöld úr segldúk, sólin brennir okkur, og það er sjóðheitt.... Heilbrigðiskerfi spítalanna hrunið, engar lausnir, ekki einu sinni verkjalyf. Faraldrar og sjúkdómar geisa í mannþröng tjaldbúðanna. Hlustaðu á þetta [hljóðupptaka af sprengjuflugvél].... Hvað get ég sagt þér vinur minn, sem hefur linað eitthvað af þjáningum mínum og barna minna? Ég get þetta ekki lengur. Tvö ár manndrápa, fjöldamorða og eyðingar. Líf okkar áður var öruggt, við áttum falleg heimili og vorum hamingjusöm. En nú erum við heimilislaus í tjöldum og skortir allt. Hver er sök okkar? Hvað gerðum við? Við erum í risastóru fangelsi á Gaza, fáum ekki að sofa í friði, fáum ekki nærandi mat, eða þokkalega íverustaði, ekkert. Við vöknum og sofnum til þess eins að horfa á kerfisbundin manndráp og fjöldamorð næst okkur, í kringum okkur og allsstaðar. Ég þoli það ekki. Ekkert rafmagn. Allur heimurinn í kringum okkur hefur rafmagn, vatn og allt. Nema hér á Gaza, við eru tvær milljónir, drepin hverja sekúndu.“ Önnur skrifaði í morgun í sársaukafullri örvæntingu: „Er þetta lífið sem við viljum? Hve lengi verður þetta svona? Get ég þolað einsemdina? Höfnunina? Flóttann og flutningana? Sársauka? Sprengjur? Hungur? Sjúkdóma? Skelfinguna? Vissirðu að ég græt í draumum mínum? Vissirðu að í draumum mínum um nætur bið ég um flugskeyti? Við reynum að rjúfa einsemdina. Ég finn fyrir eldinum, sprengingunum, þrýstingnum, óttanum. Jafnvel svefninn er á móti mér. Hvað er næst?“ Orð kvennanna spretta fram ósjálfrátt og lýsa kvölinni á Gaza. Við erum mörg sem tökum við slíkum neyðarópum daglega og oft á dag. Þetta er ástand á ábyrgð ísraelskra stjórnvalda, með fulltingi ísraelskra háskóla, ekki síst stofnunar gestsins virðulega sem ekki fékk að njóta hins akademíska frelsis í Háskóla Íslands. Það er þetta sem brugðist er við með fjölbreyttum mótmælum og borgaralegri óhlýðni, þetta er umheimurinn, grimmur veruleiki ósegjanlegs kvalalosta, sem gerir hjal um akademískt frelsi og tilvitnanir í siðareglur og meginreglur aumar og ámátlegar. Í því samhengi á frelsi heiðadraugsins við, þörf hins akademíska frelsis virðist fyrst og fremst vera að fá að vera eitt og út af fyrir sig í geldum formreglum og fullkomnu tómi eigin ágætis, tómarúmi sem afneitar umheiminum og stöðugri leit að merkingu en einnig samkennd með þeim sem þjást. Draumurinn um akademískt frelsi þarf að lifa en hann getur ekki orðið skjól, jafnvel skálkaskjól gagnvart umheimi sem stöðugt sækir á. Þá verður hann merkingarlaus. Nú er óhjákvæmilegt að horfast í augu við nístandi kvalalostann í Ísrael og einnig þau fasísku öfl sem vaða uppi um víða veröld, þvílík ósköp að hugsandi fólk stendur ráðþrota. Fái þau öfl að leika lausum hala mikið lengur verður þrengt mun meira að hverskyns frelsi en gert var með borgaralegri óhlýðni til að trufla fyrirlestur. Vera má að allar tilvistarforsendur þess samfélags og þeirrar menningar sem við þekkjum bresti, að Vesturlönd bíði siðferðlegt og hugmyndalegt skipbrot. Þá kemur fyrir lítið að hampa reglum um akademískt frelsi. Með því að ráða í merkingu umheimsins tökum við þátt og svörum honum. Í því felst siðferðileg ábyrgð sem er önnur en sú að skáka í skjóli rökleikni eða siðareglna. Fjölmargt fólk bregst við með beinum stuðningi við þjakað fólk á Gaza, til dæmis með stuðningi við hjálparsamtökin Vonarbrú, og vonandi enn fleiri með mótmælum um land allt á morgun, laugardaginn 6. september: Þjóð gegn þjóðarmorði. Hátt á annað hundrað félaga og samtaka taka þátt. Ég vænti þess að Félag háskólakennara sé þar á meðal og hvet auk þess öll sem vettlingi geta valdið til að mæta, til að þrýsta á íslensk stjórnvöld til aðgerða. (Stuðst hefur verið lauslega við bókina Who‘s Afraid of Academic Freedom? Ritstj. Akeel Bilgrami & Jonathan R. Cole,New York: Columbia University Press 2015, einkum greinar eftir Geoffrey R. Stone, Stanley Fish og Judith Butler) Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
„Frjáls, ég verð þó víst seint frjáls af sjálfum mér, hugsaði ég, frelsi er nokkuð sem ég öðlast aldrei, því allt er í sjálfs böndum, sömuleiðis ég. Ég hef líka frjálst val um fáa hluti; velji ég einn verð ég kannski aldrei framar frjáls af honum. Frelsi er kannski einkum fólgið í því að geta verið einn.“ Þessi orð angurværs heiðadraugs í skáldsögu Þorsteins frá Hamri, Möttull konungur eða Caterpillar (1974, bls. 60, Ritsafn bls 243) hafa sótt nokkuð á mig í umræðu undanfarið, um akademískt frelsi. Ófrjórri umræðu en upplýsandi. Eins og allar aðrar lífverur lifum við í umheimi, Umwelt,eins og eistneski líffræðingurinn Jakob von Uexküll kallaði það á fyrri hluta síðustu aldar. Hann benti á að allt í umheimi lífvera hafi merkingu fyrir þeim, þær þurfi stöðugt að ráða í þá merkingu til að komast af. Við mannfólkið erum þar ekki undanskilin en þó hefur lengi verið hneigð á Vesturlöndum til að líta svo á að við séum óháð þessum umheimi sem við getum þó ráðskast með að vild. Það er einfaldlega rangt en í þessari drottnunarhugmynd felst að hin nauðsynlega og stöðuga leit að merkingu sé að nokkru leyti aftengd. Mér sýnist að í rökum þeirra sem telja meinlaus en brýn mótmæli á fyrirlestri ísraelsks prófessors vera brot á akademísku frelsi, sé sú hugsun innbyggð að akademískt frelsi eigi sér engan umheim. Að það felist í því að fá að vera einn og út af fyrir sig með sín prinsipp, eins og heiðardraugurinn skilgreinir frelsið. Akademískt frelsi hefur eiginlega aldrei verið til öðruvísi en sem draumsýn, jafnvel frá dögum Sókratesar. Um það hafa verið skrifaðar lærðar bækur og snotrasta hugmyndin er sú að það sé einhvers konar griðastaður þar sem frelsi ríki til að rannsaka, leita sannleika og tjá þá leit og niðurstöður hennar. Þetta sé meginregla og þeim pakka fylgi málfrelsi. Það er gott og blessað, ágætis hugsjón svo langt sem hún nær. En hún nær skammt. Ef ekki er tekið mið af umheiminum verður hún að þægilegu skjóli fyrir þeim sama umheimi. Eins og hefur sýnt sig í fjaðrafokinu undanfarið sem nær allt frá siðareglnaflöggun (afbrigði dyggðaskreytingar) og rökfimleikum til illviljaðra krafna um refsingar og brottrekstur. Allt annað er boðað en að horfast í augu við þann grimma veruleika sem verið var að bregðast við með mótmælum. Mér hefur þó sýnst að mikilvægari skilgreiningn sé sú að akademíska frelsið felist fyrst og fremst í því að fá að stunda akademíska iðju í friði fyrir hverskyns valdhöfum, yfirmönnum stofnana og pólitískum pótintátum, og náttúrlega styrktaraðilum, sem menn horfa þó helst framhjá, hver slær á hendina sem fóðrar mann? Í þessu ljósi er ókurteis eða ósvífinn hávaði á fyrirlestri smáatriði sem óþarfi er að æsa sig yfir, nema fólk þurfi tilfinningalega á því að halda að hafa eitthvað til að æsa sig yfir. Kannski snertir þessi hávaði leyndar taugar einhverra, kannski snert af samvisku? Í öðru ljósi er hann stærri, og meira um það síðar. Nærtækustu dæmin um bjagandi kúgun valdhafa eru annars vegar leyndar og ljósar tilraunir ísraelskra stjórnvalda og þeirra sem bergmála þau áratugum saman til að stimpla það sem gyðingahatur ef framferði þeirra gagnvart Palestínufólki er gagnrýnt. Nú gengur það einmitt ljósum logum í Bandaríkjunum ásamt djöfulgangi gegn því sem kallað hefur verið vekni (woke), sem í grunninn er ekki annað en sjálfsagðar hugmyndir um mannúð og umburðarlyndi þó að þær fari stundum fulllangt framúr sjálfum sér. Draumurinn um akademíu sem kima hins sanna frelsis er að sönnu fallegur og taka má undir það viðhorf að þar leynist hin eina og sanna akademía – en hún er torfundin. Hitt er auðfundnara, að akademískt frelsi er óhjákvæmilega skilyrt og hefur verið það í gegnum alla söguna. Það er raunhæfara viðhorf og baráttumál að verja þær stofnanalegu, samfélagslegu, menningarlegu, fjárhagslegu og jafnvel pólitísku skorður sem akademísku frelsi eru settar. Bandaríski heimspekingurinn Judith Butler hefur rætt þetta einmitt í samhengi við kröfur um sniðgöngu ísraelskra háskóla, sem hafði verið deiluefni í áratugi áður en núverandi hörmungar hófust. Þeirrar sniðgöngu hefur verið krafist vegna langvarandi kúgunaraðgerða gegn palestínskum háskólum og háskólakennurum, löngu fyrir núverandi innrás og yfirgengilegt þjóðarmorð. Þjóðarmorðið er margslungið, meðal annars óhugnanlega markvisst menntamorð eins og Kristján Þór Sigurðsson hefur lýst í tveim sérlega upplýsandi greinum hér á Vísi. Ingólfur Gíslason og fleiri hafa í mörgum opnum Facebook póstum bent á óhugnanlega náin tengsl vesalings prófessorsins ísraelska og háskóla hans við notkun gervigreindar í því morðæði sem ríkir. Vörslumenn hins heilaga akademíska frelsis hafa einkum djöflast í Ingólfi en hann heldur ótrauður áfram góðu heilli. Menntamorð er ein alvarlegasta atlaga að akademísku frelsi sem hugsast getur, því menntun er vitaskuld forsenda þess. Akademíska ókurteisin, ósvífnin er dæmi um borgaralega óhlýðni, sem löngum hefur notið viðurkenningar. Borgaraleg óhlýðni felur í sér viðbrögð við ástandi, einmitt svar við umheiminum, ekki síst þegar krosstré bregðast. Og við hverju er verið að bregðast? Þjóðarmorði er stutta svarið, lengra svarið er viðbragðaleysi stjórnvalda af öllu tagi við gjörsamlega óbærilegu ástandi: Menntamorði og öllum hugsanlegum tegundum morða; barnamorðum, limlestingum, óendanlegum þjáningum. Ég gef orðið vinkonu minni á Gaza, menntakonu sem lá í tjaldi sínu í fyrrinótt og gat ekki sofið en sendi slitrótt skeyti í gegnum símann sinn: „Hvað er að gerast kæri vinur? Þetta er hryllingur úr víti.... Dagleg dauðarútína sem breytist ekki. Allskyns flugtæki stöðugt yfir höfðum okkar. Sprengjuárásir frá flugvélum, skriðdrekum, herskipum og drónum.... Guð minn góður, við erum óbreyttir borgarar troðið í tjaldbúðakös á ströndinni sem ekki væri boðleg dýrum. Vatn skortir, drykkjarvatn er mengað, himinhátt matarverð, engin menntun, engin heilbrigðisþjónusta, engir innviðir, tjöld úr segldúk, sólin brennir okkur, og það er sjóðheitt.... Heilbrigðiskerfi spítalanna hrunið, engar lausnir, ekki einu sinni verkjalyf. Faraldrar og sjúkdómar geisa í mannþröng tjaldbúðanna. Hlustaðu á þetta [hljóðupptaka af sprengjuflugvél].... Hvað get ég sagt þér vinur minn, sem hefur linað eitthvað af þjáningum mínum og barna minna? Ég get þetta ekki lengur. Tvö ár manndrápa, fjöldamorða og eyðingar. Líf okkar áður var öruggt, við áttum falleg heimili og vorum hamingjusöm. En nú erum við heimilislaus í tjöldum og skortir allt. Hver er sök okkar? Hvað gerðum við? Við erum í risastóru fangelsi á Gaza, fáum ekki að sofa í friði, fáum ekki nærandi mat, eða þokkalega íverustaði, ekkert. Við vöknum og sofnum til þess eins að horfa á kerfisbundin manndráp og fjöldamorð næst okkur, í kringum okkur og allsstaðar. Ég þoli það ekki. Ekkert rafmagn. Allur heimurinn í kringum okkur hefur rafmagn, vatn og allt. Nema hér á Gaza, við eru tvær milljónir, drepin hverja sekúndu.“ Önnur skrifaði í morgun í sársaukafullri örvæntingu: „Er þetta lífið sem við viljum? Hve lengi verður þetta svona? Get ég þolað einsemdina? Höfnunina? Flóttann og flutningana? Sársauka? Sprengjur? Hungur? Sjúkdóma? Skelfinguna? Vissirðu að ég græt í draumum mínum? Vissirðu að í draumum mínum um nætur bið ég um flugskeyti? Við reynum að rjúfa einsemdina. Ég finn fyrir eldinum, sprengingunum, þrýstingnum, óttanum. Jafnvel svefninn er á móti mér. Hvað er næst?“ Orð kvennanna spretta fram ósjálfrátt og lýsa kvölinni á Gaza. Við erum mörg sem tökum við slíkum neyðarópum daglega og oft á dag. Þetta er ástand á ábyrgð ísraelskra stjórnvalda, með fulltingi ísraelskra háskóla, ekki síst stofnunar gestsins virðulega sem ekki fékk að njóta hins akademíska frelsis í Háskóla Íslands. Það er þetta sem brugðist er við með fjölbreyttum mótmælum og borgaralegri óhlýðni, þetta er umheimurinn, grimmur veruleiki ósegjanlegs kvalalosta, sem gerir hjal um akademískt frelsi og tilvitnanir í siðareglur og meginreglur aumar og ámátlegar. Í því samhengi á frelsi heiðadraugsins við, þörf hins akademíska frelsis virðist fyrst og fremst vera að fá að vera eitt og út af fyrir sig í geldum formreglum og fullkomnu tómi eigin ágætis, tómarúmi sem afneitar umheiminum og stöðugri leit að merkingu en einnig samkennd með þeim sem þjást. Draumurinn um akademískt frelsi þarf að lifa en hann getur ekki orðið skjól, jafnvel skálkaskjól gagnvart umheimi sem stöðugt sækir á. Þá verður hann merkingarlaus. Nú er óhjákvæmilegt að horfast í augu við nístandi kvalalostann í Ísrael og einnig þau fasísku öfl sem vaða uppi um víða veröld, þvílík ósköp að hugsandi fólk stendur ráðþrota. Fái þau öfl að leika lausum hala mikið lengur verður þrengt mun meira að hverskyns frelsi en gert var með borgaralegri óhlýðni til að trufla fyrirlestur. Vera má að allar tilvistarforsendur þess samfélags og þeirrar menningar sem við þekkjum bresti, að Vesturlönd bíði siðferðlegt og hugmyndalegt skipbrot. Þá kemur fyrir lítið að hampa reglum um akademískt frelsi. Með því að ráða í merkingu umheimsins tökum við þátt og svörum honum. Í því felst siðferðileg ábyrgð sem er önnur en sú að skáka í skjóli rökleikni eða siðareglna. Fjölmargt fólk bregst við með beinum stuðningi við þjakað fólk á Gaza, til dæmis með stuðningi við hjálparsamtökin Vonarbrú, og vonandi enn fleiri með mótmælum um land allt á morgun, laugardaginn 6. september: Þjóð gegn þjóðarmorði. Hátt á annað hundrað félaga og samtaka taka þátt. Ég vænti þess að Félag háskólakennara sé þar á meðal og hvet auk þess öll sem vettlingi geta valdið til að mæta, til að þrýsta á íslensk stjórnvöld til aðgerða. (Stuðst hefur verið lauslega við bókina Who‘s Afraid of Academic Freedom? Ritstj. Akeel Bilgrami & Jonathan R. Cole,New York: Columbia University Press 2015, einkum greinar eftir Geoffrey R. Stone, Stanley Fish og Judith Butler) Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar