Meiri álögur, hærra vöruverð Eldar Ástþórsson og Brynhildur Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2015 00:00 Björt framtíð freistaði þess á dögunum að koma í veg fyrir að Alþingi lögfesti þá leið að tollkvótar á landbúnaðarvörum yrðu boðnir út. Sú aðferð leiðir til aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs því kostnaðurinn við kaup á tollkvóta lendir á endanum á neytendum. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda hafa öll bent á að útboðsleiðin vinni gegn almannahagsmunum, hækki vöruverð og hamli samkeppni. Sú aðferð brýtur jafnframt í bága við sjálft markmið þessara tollkvóta, sem er að ýta undir verslun með landbúnaðarvörur milli landa og auka þannig samkeppni. Engu að síður ákvað meirihluti atvinnuveganefndar, skipaður fulltrúum fjögurra flokka, að leggja til að útboðsleiðin yrði lögfest. Það þýðir að ef það er umframeftirspurn eftir tollkvóta er hann boðinn út og seldur hæstbjóðanda. Fulltrúi Bjartrar framtíðar í atvinnuveganefnd lagði til hið gagnstæða, að ráðherra yrði skylt að úthluta tollkvóta án endurgjalds og yrði hlutkesti varpað ef ásókn væri umfram kvóta, eins og Samkeppniseftirlitið beinlínis mælist til í nýlegri skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði. Breytingartillaga í þá veru var lögð fyrir þingið. Það olli okkur vonbrigðum að ekki væri meiri stuðningur við viðskiptafrelsi og aukna samkeppni í verslun á meðal þingmanna. Aðeins tólf þingmenn greiddu atkvæði með breytingartillögunni sem var því felld og varð því leið aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs ofan á. Það getur vissulega verið vandasamt að útdeila tollkvótum á réttlátan hátt enda um takmörkuð gæði að ræða. Það er þó skoðun Bjartrar framtíðar að hér hafi versta leiðin verið farin. Við teljum að auka þurfi frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og að sú verndarstefna sem nú er við lýði sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Þau lög sem voru samþykkt um útboð á tollkvótum og þær álögur á neytendur sem sú leið hefur í för með sér eru svo sannarlega ekki skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð freistaði þess á dögunum að koma í veg fyrir að Alþingi lögfesti þá leið að tollkvótar á landbúnaðarvörum yrðu boðnir út. Sú aðferð leiðir til aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs því kostnaðurinn við kaup á tollkvóta lendir á endanum á neytendum. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda hafa öll bent á að útboðsleiðin vinni gegn almannahagsmunum, hækki vöruverð og hamli samkeppni. Sú aðferð brýtur jafnframt í bága við sjálft markmið þessara tollkvóta, sem er að ýta undir verslun með landbúnaðarvörur milli landa og auka þannig samkeppni. Engu að síður ákvað meirihluti atvinnuveganefndar, skipaður fulltrúum fjögurra flokka, að leggja til að útboðsleiðin yrði lögfest. Það þýðir að ef það er umframeftirspurn eftir tollkvóta er hann boðinn út og seldur hæstbjóðanda. Fulltrúi Bjartrar framtíðar í atvinnuveganefnd lagði til hið gagnstæða, að ráðherra yrði skylt að úthluta tollkvóta án endurgjalds og yrði hlutkesti varpað ef ásókn væri umfram kvóta, eins og Samkeppniseftirlitið beinlínis mælist til í nýlegri skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði. Breytingartillaga í þá veru var lögð fyrir þingið. Það olli okkur vonbrigðum að ekki væri meiri stuðningur við viðskiptafrelsi og aukna samkeppni í verslun á meðal þingmanna. Aðeins tólf þingmenn greiddu atkvæði með breytingartillögunni sem var því felld og varð því leið aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs ofan á. Það getur vissulega verið vandasamt að útdeila tollkvótum á réttlátan hátt enda um takmörkuð gæði að ræða. Það er þó skoðun Bjartrar framtíðar að hér hafi versta leiðin verið farin. Við teljum að auka þurfi frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og að sú verndarstefna sem nú er við lýði sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Þau lög sem voru samþykkt um útboð á tollkvótum og þær álögur á neytendur sem sú leið hefur í för með sér eru svo sannarlega ekki skref í rétta átt.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun