Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar 5. september 2025 13:02 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Frístund barna Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun