Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar 5. september 2025 13:02 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Frístund barna Reykjavík Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hefur aukist eftir að við hækkuðum frístundastyrkinn í Reykjavík um helming, úr 50 þúsund í 75 þúsund fyrir hvert barn í upphafi þessa kjörtímabils. Þverpólitísk samstaða var um þá tillögu þáverandi meirihluta sem Samfylkingin og fleiri flokkar höfðu verið með í sínum kosningastefnuskrám fyrir síðustu kosningar. Fyrir hækkun nýttu um 74% barna í Reykjavík frístundastyrkinn en það hlutfall hefur hækkað í 82% eftir hækkun styrksins. Nokkur munur er þó á nýtingu eftir hverfum og er hún minni í tveimur hverfum Breiðholti og Kjalarnesi, þó þátttakan þar hafi aukist talsvert undanfarin tvö ár. Verkefni okkar er að grípa til aðgerða til að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum, listnámi og öðru skipulögðu frístundastarfi, með sérstaka áherslu á þessu hverfi. Tillögur um aukið frístundaframboð á Kjalarnesi Við höfum þegar samþykkt tillögur um fjölgun frístundatilboða á Kjalarnesi þar sem áberandi er að þátttaka stúlkna er marktækt minni. Þar viljum við auka framboð á frístundatilboði í dansi, kórastarfi og fleiri greinum sem höfða sérstaklega til stúlkna. Þá leggjum við til að sérstök áhersla verði lögð á að kynna björgunarsveitastarf fyrir unglingum á Kjalarnesi í samvinnu við Björgunarsveitina Kjöl og Landsbjörg. Ég þekki það úr minni fjölskyldu að starf í unglingadeildum björgunarsveitanna er frábær reynsla fyrir ungt fólk sem sameinar göfugt starf við að bjarga samborgurum sínum úr háska, fjölbreytta útivist og upplifun sem eflir seiglu, úthald og snerpu auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir unglinga. Ég er sannfærður um að námskeið og frístundatilboð sem tengjast björgunarsveitunum er mál sem á erindi í öðrum hverfum borgarinnar. Nýtt þróunarverkefni í Breiðholti Íþróttabandalag Reykjavíkur og Suðurmiðstöð sem þjónar íbúum í Breiðholti hafa undirbúið nýtt þróunarverkefni til þriggja ára sem miðar að aukinni inngildingu barna og unglinga, með sérstaka áherslu á börn af erlendum uppruna. Menningar – og íþróttaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum 27. júní sl. að taka þátt í verkefninu og leggja fram 4 milljóna króna fjárveitingu til þess. Verkefninu verður ýtt úr vör á morgun 6. september með veglegri íþróttahátíð í Breiðholti þar sem börn og fjölskyldur þeirra fá innsýn í þau fjölmörgu tilboð sem eru í boði varðandi íþróttaiðkun í hverfinu. Kynningar fara fram á ÍR svæðinu, Leiknis svæðinu og í íþróttahúsinu Austurbergi milli 12 og 14.30, vegleg skemmtidagskrá verður með lifandi tónlist og dagskránni lýkur með leik Leiknis og Selfossi í Lengjudeildinni kl. 16. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. Í næstu viku verður svo haldin málstofa í Leiknisheimilinu þar sem boðið verður upp á kynningu og samtal við foreldra og fulltrúa íþróttafélaganna um hvernig megi styrkja samstarf allra aðila í Breiðholtinu með það að markiði að þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og öðru frístundastarfi, þ.m.t. listnámi aukist. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir heilsu og hreysti ungu kynslóðarinnar en líka í forvarnarskyni og til að efla félagsþroska. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun