Takk fyrir styttu og sjóð Siv Friðleifsdóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Um bæinn má víða finna styttur í fullri stærð af nafngreindum mikilvægum aðilum. Engin þeirra er af konu þrátt fyrir allt sem þær hafa afrekað í gegnum tíðina bæði á opinberum vettvangi og heimavið. Þann 19. júní sl. var brotið blað, en þá var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á Alþingi, afhjúpuð framan við Skálann, nýbyggingu Alþingis, í tilefni hátíðarhalda vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi og og barðist ötullega fyrir konur og börn, ekki síst þau sem höllum fæti stóðu. Nokkrum aðilum ber sérstaklega að þakka þennan tímamótaviðburð. Takk, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir að hafa haft forgöngu um að styttan fékk að standa á verðugum stað við Alþingi um aldur og ævi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Takk, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna, fyrir að hafa staðið fyrir fjársöfnun meðal fyrirtækja til styttugerðar án þess að gefast upp, bæði í meðvindi, en ekki síst í mótvindi. Takk, Arion banki, Landsbankinn, Íslandbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir að heiðra kosningaréttarafmælið með því að fjármagna styttuna. Takk, Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari, fyrir að skapa höggmynd af þingkonu sem gustaði og geislaði af, í anda þeirra kvenna sem dregið hafa vagninn í jafnréttisbaráttunni. Sjóður til að komast lengra Þótt Ísland mælist í fararbroddi þjóða í jafnréttismálum er enn mikið verk óunnið. Nefna má launamun kynjanna, kynskiptan vinnumarkað, ofbeldi gegn konum og færri konur í forystu stjórnmálanna sem og stjórnun fyrirtækja. Til að taka á þessum málum hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt öllum öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þeim Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur, forystu þann 19. júní sl. um að stofna Jafnréttissjóð Íslands, sem verja mun 100 milljónum króna í 5 ár, samtals 500 milljónum króna, til að auka jafnrétti kynjanna. Takk, öll, fyrir frumkvæði og góða samstöðu sem nýtast mun á næstu árum til mikilvægra jafnréttismálefna. Brýnt er að fagna og þakka þegar vel er gert. Í ofangreindum málum er það mjög við hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um bæinn má víða finna styttur í fullri stærð af nafngreindum mikilvægum aðilum. Engin þeirra er af konu þrátt fyrir allt sem þær hafa afrekað í gegnum tíðina bæði á opinberum vettvangi og heimavið. Þann 19. júní sl. var brotið blað, en þá var stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var á Alþingi, afhjúpuð framan við Skálann, nýbyggingu Alþingis, í tilefni hátíðarhalda vegna 100 ára kosningaréttar kvenna á Íslandi. Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi og og barðist ötullega fyrir konur og börn, ekki síst þau sem höllum fæti stóðu. Nokkrum aðilum ber sérstaklega að þakka þennan tímamótaviðburð. Takk, Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fyrir að hafa haft forgöngu um að styttan fékk að standa á verðugum stað við Alþingi um aldur og ævi. Slíkt var ekki sjálfgefið. Takk, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarnefndar 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna, fyrir að hafa staðið fyrir fjársöfnun meðal fyrirtækja til styttugerðar án þess að gefast upp, bæði í meðvindi, en ekki síst í mótvindi. Takk, Arion banki, Landsbankinn, Íslandbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eimskip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir að heiðra kosningaréttarafmælið með því að fjármagna styttuna. Takk, Ragnheiður Stefánsdóttir, myndhöggvari, fyrir að skapa höggmynd af þingkonu sem gustaði og geislaði af, í anda þeirra kvenna sem dregið hafa vagninn í jafnréttisbaráttunni. Sjóður til að komast lengra Þótt Ísland mælist í fararbroddi þjóða í jafnréttismálum er enn mikið verk óunnið. Nefna má launamun kynjanna, kynskiptan vinnumarkað, ofbeldi gegn konum og færri konur í forystu stjórnmálanna sem og stjórnun fyrirtækja. Til að taka á þessum málum hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ásamt öllum öðrum forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þeim Bjarna Benediktssyni, Árna Páli Árnasyni, Katrínu Jakobsdóttur, Guðmundi Steingrímssyni og Birgittu Jónsdóttur, forystu þann 19. júní sl. um að stofna Jafnréttissjóð Íslands, sem verja mun 100 milljónum króna í 5 ár, samtals 500 milljónum króna, til að auka jafnrétti kynjanna. Takk, öll, fyrir frumkvæði og góða samstöðu sem nýtast mun á næstu árum til mikilvægra jafnréttismálefna. Brýnt er að fagna og þakka þegar vel er gert. Í ofangreindum málum er það mjög við hæfi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun