Óskalandið sviðin Jörð Gísli Sigurðsson skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar