Haltu kjafti, heyrnarlaus Magnús Guðmundsson skrifar 22. júní 2015 07:00 Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það er freistandi tilhugsun að setja kvóta á málbein íslenskra stjórnmálamanna. Í þessu gæti falist ákveðin hvíld fyrir lúna og langþreytta Íslendinga sem furða sig oft og tíðum á innihaldslitlu gaspri og óviðeigandi orðbragði íslenskra ráðamanna. Ágætis dæmi um þetta má finna í ummælum Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem sagðist: „Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“ Tilefnið mótmæli á Austurvelli að morgni þjóðhátíðardagsins þann 17. júní. Sitt sýnist hverjum um mótmæli gegn starfandi ríkisstjórn á þessum degi á þessari stund. En flestir geta þó vonandi verið sammála um að Guðfinnu Jóhönnu er lítill sómi að orðfærinu en það dugði henni þó til þess að ná eyrum landsmanna. Í þessu tilviki hefði því mögulega einhvers konar málbeins- eða tjáningarkvóti getað komið borgarfulltrúanum til bjargar. En svo var ekki og auðvitað er það hið besta mál. Réttur okkar til tjáningar er einn helsti hornsteinn lýðræðisríkis og grundvöllur almennra mannréttinda. Hugmyndin um málbeinskvóta er því afleit hvernig sem á er litið. Engu að síður þarf hluti íslensku þjóðarinnar þó að búa við slíkan málbeinskvóta. Sætta sig við það að ársfjórðungslega sé ekki í boði að tjá sig við þann þorra þjóðarinnar sem hefur íslenskuna sem fyrsta mál. Þessi hópur má búa við það að þurfa að halda kjafti um menn og málefni, geta ekki farið í atvinnuviðtöl eða tekið þátt í opinberri umræðu. Þurfa að þegja þunnu hljóði í útskriftarveislum og brúðkaupum þegar sum okkar finna hjá sér þörf til þess að segja úr ræðustól eitthvað fallegt við þá sem okkur þykir vænt um og svo mætti lengi telja. Þessi hópur er heyrnarlausir Íslendingar. Fyrsta tungumál heyrnarlausra Íslendinga er táknmál en hins vegar eru afar fáir Íslendingar sem læra það tungumál enda er það ekki hluti af námsskrá skólakerfisins. Þar er þó kennd bæði enska og danska og reyndar fleiri tungumál sem er allt eins fallegt svo við getum reynt að gera okkur skiljanleg við túristaflauminn. How do you like Iceland? Ársfjórðungslega gerist það að túlkasjóður heyrnarlausra klárast og heyrnarlausir fá skilaboð um að nú þurfi þeir að halda kjafti fram að næstu úthlutun. Þeim er þó vonandi ekki sagt það með þessum fruntalegu orðum enda enginn sómi að slíku orðfæri – en það hentar hugsanlega til þess að ná eyrum ráðamanna. Í nágrannalöndum okkar eru engar takmarkanir á sambærilegum sjóðum. Kannski vegna þess að heyrnarlausir eru heyrnarlausir allt árið – líka á Íslandi, eða einfaldlega vegna þess að þar er litið á réttinn til tjáningar sem grundvallarmannréttindi. Nágrannaþjóðir okkar hafa líka staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, eitthvað sem er löngu tímabært að Alþingi Íslendinga komi í verk, en það mundi jafngilda lögum um þessi sjálfsögðu réttindi. Og tíminn til úrlausnar á þessum smánarbletti á íslensku samfélagi er núna. Þögn þeirra sem fara með málaflokkinn er margfalt verri en gaspur misviturra pólitíkusa um allt og ekkert, þjóðinni til mæðu á tyllidögum sem aðra daga.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun