Þráttað um árangurinn Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra á atkvæðaveiðum. Nordicphotos/AFP Fyrst eftir að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tilkynnti í lok maí að efnt yrði til kosninga núna 18. júní virtist allt stefna í að hægri flokkarnir, undir forystu Lars Løkke Rasmussen, myndu fella stjórnina. Þetta nokkurra prósenta forskot bláu blokkarinnar svonefndu er nú horfið. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast kjósendur nánast hnífjafnt á milli fylkinganna. Stóru flokkarnir tveir skiptast á um að kynna ný loforð til að laða að kjósendur, þar sem áherslurnar hafa meðal annars verið á atvinnumál, umhverfismál, skatta og flóttamannastrauminn til Danmerkur. Á fimmtudagskvöldið mættust svo leiðtogar þeirra, þau Thorning-Schmidt og Løkke, í sjónvarpseinvígi, því þriðja sem efnt er til í þessari kosningabaráttu. Þar þrættu þau um það hvoru þeirra kjósendur gætu þakkað hagvöxt síðustu ára. „Við höfum séð til þess að Danmörk er komin út úr kreppunni, og nei, Lars Løkke, það er ekki þú sem hefur séð til þess. Það er mín pólitík sem hefur séð til þess,“ sagði forsætisráðherrann. „Nú þykir mér, ærlega talað, að þú sért að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði Løkke. „Það ert þú sem ert að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði þá Thorning-Schmidt. Sitt sýndist hverjum um það hvort þeirra hafði betur í einvíginu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jótlandspóstinum í gær, segjast nærri 70 prósent Dana ekki hafa það á tilfinningunni að danskir stjórnmálamenn taki skoðanir og áhyggjur kjósenda alvarlega. Almennt hefur tiltrú Dana á stjórnmálamönnum dalað mjög á síðustu árum. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Fyrst eftir að Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tilkynnti í lok maí að efnt yrði til kosninga núna 18. júní virtist allt stefna í að hægri flokkarnir, undir forystu Lars Løkke Rasmussen, myndu fella stjórnina. Þetta nokkurra prósenta forskot bláu blokkarinnar svonefndu er nú horfið. Samkvæmt skoðanakönnunum skiptast kjósendur nánast hnífjafnt á milli fylkinganna. Stóru flokkarnir tveir skiptast á um að kynna ný loforð til að laða að kjósendur, þar sem áherslurnar hafa meðal annars verið á atvinnumál, umhverfismál, skatta og flóttamannastrauminn til Danmerkur. Á fimmtudagskvöldið mættust svo leiðtogar þeirra, þau Thorning-Schmidt og Løkke, í sjónvarpseinvígi, því þriðja sem efnt er til í þessari kosningabaráttu. Þar þrættu þau um það hvoru þeirra kjósendur gætu þakkað hagvöxt síðustu ára. „Við höfum séð til þess að Danmörk er komin út úr kreppunni, og nei, Lars Løkke, það er ekki þú sem hefur séð til þess. Það er mín pólitík sem hefur séð til þess,“ sagði forsætisráðherrann. „Nú þykir mér, ærlega talað, að þú sért að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði Løkke. „Það ert þú sem ert að skreyta þig með lánsfjöðrum,“ svaraði þá Thorning-Schmidt. Sitt sýndist hverjum um það hvort þeirra hafði betur í einvíginu. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jótlandspóstinum í gær, segjast nærri 70 prósent Dana ekki hafa það á tilfinningunni að danskir stjórnmálamenn taki skoðanir og áhyggjur kjósenda alvarlega. Almennt hefur tiltrú Dana á stjórnmálamönnum dalað mjög á síðustu árum.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira