Gjaldeyrishöftin hert í bili Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 08:15 Frá þingfundi í gær. Vísir/Stefán Alþingi var kallað saman klukkan 22 í gærkvöldi til að samþykkja í flýti frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um gjaldeyrishöft áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðugleikaskatt verður að lögum. Þau verða kynnt í dag. Því var nauðsynlegt að samþykkja lögin fyrir opnun markaða í dag. Seðlabanki Íslands kom að máli við stjórnvöld og óskaði eftir því að lögunum yrði breytt ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabankans í dag. Mikilvægasta ákvæðið í lögunum kveður á um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, eða eins og segir í lögunum: „Nauðsynlegt þykir eigi að síður að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, getur félag sniðgengið almennt bann við gjaldeyrisviðskiptum.“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í gær eftir fund nefndarinnar að með frumvarpinu væri verið að varðveita þann stöðugleika sem hefði náðst. „Markmiðið er að sporna við mögulegri sniðgöngu á höftum. Þrátt fyrir það höfum við ekki áhyggjur af sniðgöngu.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Alþingi var kallað saman klukkan 22 í gærkvöldi til að samþykkja í flýti frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar um breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Frumvarpið er fyrirbyggjandi aðgerð og er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að koma fjármunum úr landi á svig við lög um gjaldeyrishöft áður en frumvarp fjármálaráðherra um 40 prósenta stöðugleikaskatt verður að lögum. Þau verða kynnt í dag. Því var nauðsynlegt að samþykkja lögin fyrir opnun markaða í dag. Seðlabanki Íslands kom að máli við stjórnvöld og óskaði eftir því að lögunum yrði breytt ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabankans í dag. Mikilvægasta ákvæðið í lögunum kveður á um breytingar á heimildum vegna samstæðulána og ábyrgða innan samstæðu, eða eins og segir í lögunum: „Nauðsynlegt þykir eigi að síður að sporna við þeim möguleika að aðilar innan samstæðna geti komist yfir erlendan gjaldeyri með lántökum og lánveitingum sín á milli til skamms tíma. Með því að taka lán í erlendum gjaldeyri frá öðru félagi innan sömu samstæðu, og selja innlendu fjármálafyrirtæki innlendan gjaldeyri fyrir erlendan til endurgreiðslu lánsins, getur félag sniðgengið almennt bann við gjaldeyrisviðskiptum.“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í gær eftir fund nefndarinnar að með frumvarpinu væri verið að varðveita þann stöðugleika sem hefði náðst. „Markmiðið er að sporna við mögulegri sniðgöngu á höftum. Þrátt fyrir það höfum við ekki áhyggjur af sniðgöngu.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12