Að slátra kommum Þorvaldur Gylfason skrifar 21. maí 2015 07:00 Nú, þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að bankarnir, sem hrundu, höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum, er kannski tímabært að athuga, hvort þeir tíu þingmenn, sem tóku lánin, hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni, sem leið, sællar minningar. Er eitthvað athugavert við þessa málsgrein? – annað en lengdin. Já, kommusetningin. Hún fylgir Birni Guðfinnssyni (1905-1950), málfræðingi, höfundi þeirrar greinarmerkjasetningar, sem kennd var í skólum landsins um langt árabil, og hún fylgir honum eins og þessi málsgrein út í yztu æsar. Þó kunna að rísa áhöld um næstsíðustu kommuna: á öldinni, sem leið. Dyggir fylgjendur Björns myndu hafa hana á sínum stað. Aðrir myndu sleppa henni án þess, strangt tekið, að gera villu. Ýmsum fyndist málsgreinin þó e.t.v. auðlesnari svona: Nú þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir sem hrundu höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum er kannski tímabært að athuga hvort þeir tíu þingmenn sem tóku lánin hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni sem leið, sællar minningar. Hér er því hægt að komast af með eina kommu í stað tíu. Síðasta komman þarf helzt að fá að halda sér þar eð án hennar væri það öldin sem leið sællar minningar, ekki veizlan. Hér hefði Björn Guðfinnsson sett kommur á undan þar eð og sem.Til hvers eru kommur? Málfræði Björns Guðfinnssonar er byggingarfræði. Hún kveður á um greinarmerki til að afmarka texta að þýzkri fyrirmynd án tillits til hljómfallsins í textanum. Gott dæmi er reglan um að setja ævinlega kommu á undan tilvísunarsetningum með því að skrifa t.d. „Akureyringum, sem eru ánægðir með sig, finnst Hof fallegra en Harpa“ frekar en „Akureyringum sem eru ánægðir með sig finnst Hof fallegra en Harpa“. Fyrra dæmið með kommunum segir lesandanum að Akureyringar séu almennt ánægðir með sig, en í síðara dæminu afmarkar tilvísunarsetningin hóp sjálfsánægðra Akureyringa. Vélræn kommuregla brenglar merkingu textans. Þegar fylgið hrundi af Birni Guðfinnssyni árin eftir 1968 og menn hættu að ganga með bindi og byrjuðu að setja kommur eftir eyranu eins og tíðkast í ensku eftir settum reglum, þá virtust menn líta á kommurnar eins og lestrarmerki eða hraðahindranir. Menn tóku þá margir upp þann sið að setja kommur þar, sem þeir myndu taka sér öndunarhlé í upplestri, og reyndu jafnframt að hafa kommurnar sem fæstar. Þetta er engilsaxneska reglan sem flestir fylgja á okkar dögum. Reglan er sveigjanleg. Menn tala mishratt og anda misreglulega. Þessi enska öndunarregla um greinarmerki gengur þvert á þýzka hugsun þeirra sem fylgja Birni Guðfinnssyni sem hefði sett kommu á undan sem á báðum stöðum fyrr í þessari málsgrein. Björnsmenn nota kommur yfirleitt eins og umferðarmerki og ættu eftir því að haga máli sínu í samræmi við góðar greinarmerkjavenjur. Öll þekkjum við þetta úr umferðinni. Við högum akstri eftir umferðarmerkjum; til þess eru þau. Vel útfærð er umferðarreglan um kommur þessi: Ef texti eins og t.d. upphafsorðin í þessum pistli virðist ekki hitta í mark vegna óþjállar eða jafnvel þrúgandi kommusetningar, þá væri kannski ráð að slípa textann frekar en að slátra kommunum. Og þó, kannski ekki. Útgefendum Oxford English Dictionary tókst að minnka bókina um 80 síður með því einu að fækka kommunum.Raðkommur Einn munurinn á íslenzkri (og þá um leið þýzkri) og enskri kommusetningu er þessi: Á íslenzku (og þýzku) skrifum við a, b, c og d án þess að hafa kommu á eftir c. Þannig hafði Björn Guðfinnsson það, og þannig er það enn. Á ensku skrifa menn hins vegar ýmist kommu á eftir c eða sleppa henni. Þeir, sem skrifa kommuna á eftir c, tefla fram þeim rökum, að engin komma þar geti brenglað merkingu textans (Björn heimtar allar kommurnar þrjár að framan). Halldór Laxness skrifaði stundum a b c og d án nokkurra komma. Ef við sjáum svohljóðandi málsgrein í blaði: „Hann stóð uppi á sviðinu með fv. eiginkonunum sínum tveim, Hróðmari Hróbjartssyni og Sigurbirni Schiöth“, þá gætum við haldið, að eiginkonurnar tvær heiti Hróðmar og Sigurbjörn. Komma á eftir Hróbjartssyni myndi leysa málið. Annað dæmi: „Hinum megin í salnum sást móta fyrir súludansmeyjum, biskupi Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Komma á eftir biskupi Íslands myndi girða fyrir misskilning. Eitt dæmi enn: „Þetta kver er tileinkað foreldrum mínum, Brynjólfi Berndsen og Steingrími Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera komma á eftir Berndsen til að eyða öllum vafa. Björn Guðfinnsson var rómaður nákvæmnismaður, en hann sá ekki við þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú, þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að bankarnir, sem hrundu, höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum, er kannski tímabært að athuga, hvort þeir tíu þingmenn, sem tóku lánin, hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni, sem leið, sællar minningar. Er eitthvað athugavert við þessa málsgrein? – annað en lengdin. Já, kommusetningin. Hún fylgir Birni Guðfinnssyni (1905-1950), málfræðingi, höfundi þeirrar greinarmerkjasetningar, sem kennd var í skólum landsins um langt árabil, og hún fylgir honum eins og þessi málsgrein út í yztu æsar. Þó kunna að rísa áhöld um næstsíðustu kommuna: á öldinni, sem leið. Dyggir fylgjendur Björns myndu hafa hana á sínum stað. Aðrir myndu sleppa henni án þess, strangt tekið, að gera villu. Ýmsum fyndist málsgreinin þó e.t.v. auðlesnari svona: Nú þegar fyrir liggur skv. skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að bankarnir sem hrundu höfðu lánað tíu alþingismönnum 100 mkr. eða meira hverjum og einum er kannski tímabært að athuga hvort þeir tíu þingmenn sem tóku lánin hafa gert upp skuldir sínar við bankana eða hvort þeir eru enn í eigu bankanna eftir hrunveizluna miklu á öldinni sem leið, sællar minningar. Hér er því hægt að komast af með eina kommu í stað tíu. Síðasta komman þarf helzt að fá að halda sér þar eð án hennar væri það öldin sem leið sællar minningar, ekki veizlan. Hér hefði Björn Guðfinnsson sett kommur á undan þar eð og sem.Til hvers eru kommur? Málfræði Björns Guðfinnssonar er byggingarfræði. Hún kveður á um greinarmerki til að afmarka texta að þýzkri fyrirmynd án tillits til hljómfallsins í textanum. Gott dæmi er reglan um að setja ævinlega kommu á undan tilvísunarsetningum með því að skrifa t.d. „Akureyringum, sem eru ánægðir með sig, finnst Hof fallegra en Harpa“ frekar en „Akureyringum sem eru ánægðir með sig finnst Hof fallegra en Harpa“. Fyrra dæmið með kommunum segir lesandanum að Akureyringar séu almennt ánægðir með sig, en í síðara dæminu afmarkar tilvísunarsetningin hóp sjálfsánægðra Akureyringa. Vélræn kommuregla brenglar merkingu textans. Þegar fylgið hrundi af Birni Guðfinnssyni árin eftir 1968 og menn hættu að ganga með bindi og byrjuðu að setja kommur eftir eyranu eins og tíðkast í ensku eftir settum reglum, þá virtust menn líta á kommurnar eins og lestrarmerki eða hraðahindranir. Menn tóku þá margir upp þann sið að setja kommur þar, sem þeir myndu taka sér öndunarhlé í upplestri, og reyndu jafnframt að hafa kommurnar sem fæstar. Þetta er engilsaxneska reglan sem flestir fylgja á okkar dögum. Reglan er sveigjanleg. Menn tala mishratt og anda misreglulega. Þessi enska öndunarregla um greinarmerki gengur þvert á þýzka hugsun þeirra sem fylgja Birni Guðfinnssyni sem hefði sett kommu á undan sem á báðum stöðum fyrr í þessari málsgrein. Björnsmenn nota kommur yfirleitt eins og umferðarmerki og ættu eftir því að haga máli sínu í samræmi við góðar greinarmerkjavenjur. Öll þekkjum við þetta úr umferðinni. Við högum akstri eftir umferðarmerkjum; til þess eru þau. Vel útfærð er umferðarreglan um kommur þessi: Ef texti eins og t.d. upphafsorðin í þessum pistli virðist ekki hitta í mark vegna óþjállar eða jafnvel þrúgandi kommusetningar, þá væri kannski ráð að slípa textann frekar en að slátra kommunum. Og þó, kannski ekki. Útgefendum Oxford English Dictionary tókst að minnka bókina um 80 síður með því einu að fækka kommunum.Raðkommur Einn munurinn á íslenzkri (og þá um leið þýzkri) og enskri kommusetningu er þessi: Á íslenzku (og þýzku) skrifum við a, b, c og d án þess að hafa kommu á eftir c. Þannig hafði Björn Guðfinnsson það, og þannig er það enn. Á ensku skrifa menn hins vegar ýmist kommu á eftir c eða sleppa henni. Þeir, sem skrifa kommuna á eftir c, tefla fram þeim rökum, að engin komma þar geti brenglað merkingu textans (Björn heimtar allar kommurnar þrjár að framan). Halldór Laxness skrifaði stundum a b c og d án nokkurra komma. Ef við sjáum svohljóðandi málsgrein í blaði: „Hann stóð uppi á sviðinu með fv. eiginkonunum sínum tveim, Hróðmari Hróbjartssyni og Sigurbirni Schiöth“, þá gætum við haldið, að eiginkonurnar tvær heiti Hróðmar og Sigurbjörn. Komma á eftir Hróbjartssyni myndi leysa málið. Annað dæmi: „Hinum megin í salnum sást móta fyrir súludansmeyjum, biskupi Íslands og forstjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Komma á eftir biskupi Íslands myndi girða fyrir misskilning. Eitt dæmi enn: „Þetta kver er tileinkað foreldrum mínum, Brynjólfi Berndsen og Steingrími Grundtvig.“ Þarna þyrfti að vera komma á eftir Berndsen til að eyða öllum vafa. Björn Guðfinnsson var rómaður nákvæmnismaður, en hann sá ekki við þessu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun