Af launakjörum háskólamenntaðrar konu Þóra Leósdóttir skrifar 19. maí 2015 07:00 Ég staldra við fréttir daganna. Landsbankinn hagnast um 6,4 milljarða. Á tólfta þúsund Íslendinga hafa flust úr landi frá aldamótum. Biðlisti er á námskeið þar sem fólki er kennt að flytjast til Norðurlandanna, flestir sem hyggja á brottflutning eru í vinnu. Þetta er sumsé ekki atvinnulaust fólk. Framhalds- og háskólamenntun gefur 16% hærri laun en grunnskólapróf. Annars staðar á Norðurlöndunum gefur slík menntun 25-40% hækkun. Háskólanám skilar sér illa í launaumslagið hér á landi, um það þarf að ræða góðir landsmenn – um það þarf samtalið að snúast. Ég er iðjuþjálfi með fjögurra ára háskólanám til BS-gráðu og starfsréttinda að baki. Að auki sótti ég viðbótarmenntun til meistaraprófs og tók meira námslán – var það góð fjárfesting? Ég hef 27 ára starfsreynslu í mínu fagi og hef nær alfarið starfað í velferðarþjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ég sinni ráðgjöf, greiningu, fræðslu- og rannsóknarstarfi vegna barna og unglinga sem búa við skerðingu vegna þroskafrávika og ýmiss konar hindrana í umhverfinu. Ég tilheyri þverfaglegu teymi og legg mat á þroska og færni barns við viðfangsefni sem skipta það máli í daglegum aðstæðum heima og í skólanum. Ég styð foreldra í flóknu uppeldishlutverki og vil stuðla að því að fjölskyldan í heild njóti stuðnings- og meðferðarúrræða sem eru nauðsynleg fyrir heilsu hennar og lífsgæði. Nauðsynleg til að fjölskyldan geti tekið virkan þátt í námi, atvinnu og félagslegum athöfnum og þannig skilað sínu til samfélagsins, til hagsbóta fyrir okkur öll. Nauðsynleg til þess að hjól atvinnulífsins geti snúist, það er nefnilega fjölskyldufólk sem heldur því batteríi gangandi með því að halda heilsu og mæta í vinnuna. Til að geta sinnt þessum margþættu verkefnum þarf ég sem iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og leikni í mínu fagi. Slík þekking byggir á krefjandi háskólanámi sem í mínu tilviki urðu sex ár. Það þýðir líka að jafnöldrur mínar, sem ekki fóru í langskólanám og hófu starfsferil sinn strax að loknu stúdentsprófi höfðu sex ára forskot varðandi ævitekjur og húsnæðiskaup. Þær fóru skuldlausar út á vinnumarkaðinn en ég var að vesenast í háskóla og stofna til skulda í formi námslána. Ég hafði óþrjótandi áhuga á að mennta mig til starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, trúði því að svoleiðis borgaði sig – var það ómöguleiki?Kaldar kveðjur Vinnuveitandi minn er ríkið. Um síðustu mánaðamót hljóðaði launaseðillinn minn upp á 384.000 kr. fyrir 80% starf, 264.000 útborgað eftir skatt og annan frádrátt. Þótt ég væri í fullu starfi næðu heildarlaun mín sem þá væru 478.000 kr. ekki meðallaunum BHM-félaga miðað við síðustu kjarakönnun. Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir sex ára háskólanám og 27 ára starfsreynslu. Til samanburðar þá eru byrjunarlaun verkafólks á vöktum hjá Norðuráli 492.000 kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar 580.000 kr. Hér blasir við hversu menntun er lítils metin á Íslandi. Við erum langt á eftir systkinaþjóðunum hvað þetta varðar. En það eru ekki allir á sama máli ef marka má orð og æði þingmannsins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þingmaðurinn telur launafólk heimtufrekt og slær í bræði sinni hnefanum í ræðupúlt Alþingis. Ágæti Guðlaugur, þú getur bara átt þig – ég læt ekki skamma mig! Krafan um að menntun sé metin til launa er sanngjörn, algerlega tímabær og skýr. Þetta ástand sem nú ríkir leiðir til óstöðugleika, atgervisflótta og stöðnunar í þekkingarsamfélagi. Það þarf samtal um lausnir sem byggja á skapandi hugsun og framtíðarsýn um uppbyggingu. Ég get ekki, frekar en aðrir „heimtufrekir“ háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjónunum einum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég staldra við fréttir daganna. Landsbankinn hagnast um 6,4 milljarða. Á tólfta þúsund Íslendinga hafa flust úr landi frá aldamótum. Biðlisti er á námskeið þar sem fólki er kennt að flytjast til Norðurlandanna, flestir sem hyggja á brottflutning eru í vinnu. Þetta er sumsé ekki atvinnulaust fólk. Framhalds- og háskólamenntun gefur 16% hærri laun en grunnskólapróf. Annars staðar á Norðurlöndunum gefur slík menntun 25-40% hækkun. Háskólanám skilar sér illa í launaumslagið hér á landi, um það þarf að ræða góðir landsmenn – um það þarf samtalið að snúast. Ég er iðjuþjálfi með fjögurra ára háskólanám til BS-gráðu og starfsréttinda að baki. Að auki sótti ég viðbótarmenntun til meistaraprófs og tók meira námslán – var það góð fjárfesting? Ég hef 27 ára starfsreynslu í mínu fagi og hef nær alfarið starfað í velferðarþjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ég sinni ráðgjöf, greiningu, fræðslu- og rannsóknarstarfi vegna barna og unglinga sem búa við skerðingu vegna þroskafrávika og ýmiss konar hindrana í umhverfinu. Ég tilheyri þverfaglegu teymi og legg mat á þroska og færni barns við viðfangsefni sem skipta það máli í daglegum aðstæðum heima og í skólanum. Ég styð foreldra í flóknu uppeldishlutverki og vil stuðla að því að fjölskyldan í heild njóti stuðnings- og meðferðarúrræða sem eru nauðsynleg fyrir heilsu hennar og lífsgæði. Nauðsynleg til að fjölskyldan geti tekið virkan þátt í námi, atvinnu og félagslegum athöfnum og þannig skilað sínu til samfélagsins, til hagsbóta fyrir okkur öll. Nauðsynleg til þess að hjól atvinnulífsins geti snúist, það er nefnilega fjölskyldufólk sem heldur því batteríi gangandi með því að halda heilsu og mæta í vinnuna. Til að geta sinnt þessum margþættu verkefnum þarf ég sem iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og leikni í mínu fagi. Slík þekking byggir á krefjandi háskólanámi sem í mínu tilviki urðu sex ár. Það þýðir líka að jafnöldrur mínar, sem ekki fóru í langskólanám og hófu starfsferil sinn strax að loknu stúdentsprófi höfðu sex ára forskot varðandi ævitekjur og húsnæðiskaup. Þær fóru skuldlausar út á vinnumarkaðinn en ég var að vesenast í háskóla og stofna til skulda í formi námslána. Ég hafði óþrjótandi áhuga á að mennta mig til starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, trúði því að svoleiðis borgaði sig – var það ómöguleiki?Kaldar kveðjur Vinnuveitandi minn er ríkið. Um síðustu mánaðamót hljóðaði launaseðillinn minn upp á 384.000 kr. fyrir 80% starf, 264.000 útborgað eftir skatt og annan frádrátt. Þótt ég væri í fullu starfi næðu heildarlaun mín sem þá væru 478.000 kr. ekki meðallaunum BHM-félaga miðað við síðustu kjarakönnun. Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir sex ára háskólanám og 27 ára starfsreynslu. Til samanburðar þá eru byrjunarlaun verkafólks á vöktum hjá Norðuráli 492.000 kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar 580.000 kr. Hér blasir við hversu menntun er lítils metin á Íslandi. Við erum langt á eftir systkinaþjóðunum hvað þetta varðar. En það eru ekki allir á sama máli ef marka má orð og æði þingmannsins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þingmaðurinn telur launafólk heimtufrekt og slær í bræði sinni hnefanum í ræðupúlt Alþingis. Ágæti Guðlaugur, þú getur bara átt þig – ég læt ekki skamma mig! Krafan um að menntun sé metin til launa er sanngjörn, algerlega tímabær og skýr. Þetta ástand sem nú ríkir leiðir til óstöðugleika, atgervisflótta og stöðnunar í þekkingarsamfélagi. Það þarf samtal um lausnir sem byggja á skapandi hugsun og framtíðarsýn um uppbyggingu. Ég get ekki, frekar en aðrir „heimtufrekir“ háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjónunum einum saman.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun