Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 4. september 2025 14:01 Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. VM hefur traustar heimildir fyrir því að Færeyingar hafi fengið allt að 327 krónur fyrir kílóið af makríl á vertíðinni, eða 17 danskar krónur. Undir lok vertíðarinnar fengu íslensk skip á sama tíma 132 krónur fyrir hvert kíló sem veiddist í trollið. Heimildir herma einnig að Norðmenn hafi fengið 33 krónur norskar, eða um 397 krónur íslenskar, fyrir kílóið af makríl sem veiddur var í nót á vertíðinni. Íslensku skipin og þau færeysku veiddu makrílinn á sömu miðum. Eini munurinn er sá að að færeysku skipin landa að jafnaði í Færeyjum en þau íslensku á Íslandi. VM hefur um árabil bent á óeðlilegan mun á aflaverðmæti íslenskra skipa og skipa nágrannalandanna, hvað uppsjávarveiðar varðar. Í grein eftir Indriða G. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóra, frá 2019 um Samherjamálin vitnar hann í skýrslu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra frá 2016 þar sem segir meðal annars: „Um eignir Íslendinga á aflandssvæðum er sá þáttur, m.a. í sjávarútvegi, nefndur til skýringa á uppsöfnun aflandseigna og sagt varfærnislega að ekki sé hægt að útiloka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrslunni er m.a. þetta orðalag að finna: „Til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Þannig var hægt að komast hjá skattgreiðslum. Svo virðist sem lítið hafi breyst í þessum efnum. Miðað við þær upplýsingar sem VM hefur fengið er verðmunur á makrílafla á milli Íslands og Færeyja um það bil 200 krónur á kíló. Ef við tækjum aðeins uppsjávarskip Brims, væri munurinn á aflaverðmæti, ef aflanum hefði verið landað í Færeyjum, rúmir fjórir milljarðar króna á vertíðinni. Hver skyldi heildarmunurinn hafa verið hjá flotanum öllum á nýliðinni vertíð? Ljóst má vera að það undirverð sem íslensk skip fá fyrir makrílaflann sinn, samanborið við nágrannalöndin, bitnar á ríkissjóði í formi glataðra skatttekna, sveitarfélaga vegna lægri launa og hafnarsjóðum þar sem aflanum er landað. Síðast en ekki síst bera sjómenn, sem fá ekki nema 40% af því sem færeyskir kollegar fá fyrir aflann, skarðan hlut frá borði. Í kjarasamningi útgerðarinnar og sjómanna er kveðið á um að sjómenn fái þriðjung afurðaverðsins í sinn hlut. VM krefst þess að útgerðin skýri, fyrir sjómönnum og íslensku þjóðinni, hvers vegna íslenskar útgerðir selja aflann sinn á hrakvirði. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Á nýyfirstaðinni makrílvertíð veiddu íslensk skip og færeysk á sömu miðum, eins og svo oft áður. Einhverra hluta vegna drógu íslensku skipin mun verðminni fisk á land. Undir lok vertíðarinnar fengu Íslendingar ekki nema um 40% af því verði sem Færeyingar fengu fyrir sama hráefni. Útgerðin verður að skýra fyrir þjóðinni hvernig á þessu stendur. Um er að ræða fjárhæðir sem hlaupa á milljörðum. VM hefur traustar heimildir fyrir því að Færeyingar hafi fengið allt að 327 krónur fyrir kílóið af makríl á vertíðinni, eða 17 danskar krónur. Undir lok vertíðarinnar fengu íslensk skip á sama tíma 132 krónur fyrir hvert kíló sem veiddist í trollið. Heimildir herma einnig að Norðmenn hafi fengið 33 krónur norskar, eða um 397 krónur íslenskar, fyrir kílóið af makríl sem veiddur var í nót á vertíðinni. Íslensku skipin og þau færeysku veiddu makrílinn á sömu miðum. Eini munurinn er sá að að færeysku skipin landa að jafnaði í Færeyjum en þau íslensku á Íslandi. VM hefur um árabil bent á óeðlilegan mun á aflaverðmæti íslenskra skipa og skipa nágrannalandanna, hvað uppsjávarveiðar varðar. Í grein eftir Indriða G. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóra, frá 2019 um Samherjamálin vitnar hann í skýrslu nefndar fjármála- og efnahagsráðherra frá 2016 þar sem segir meðal annars: „Um eignir Íslendinga á aflandssvæðum er sá þáttur, m.a. í sjávarútvegi, nefndur til skýringa á uppsöfnun aflandseigna og sagt varfærnislega að ekki sé hægt að útiloka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrslunni er m.a. þetta orðalag að finna: „Til skamms tíma áttu mörg sjávarútvegsfyrirtæki dótturfyrirtæki á Kýpur sem nýttust þeim í skattalegu tilliti. Telja sumir að þessi dótturfélög íslensku sjávarfyrirtækjanna hafi einnig verið notuð við milliverðlagningu afurðanna.“ Þannig var hægt að komast hjá skattgreiðslum. Svo virðist sem lítið hafi breyst í þessum efnum. Miðað við þær upplýsingar sem VM hefur fengið er verðmunur á makrílafla á milli Íslands og Færeyja um það bil 200 krónur á kíló. Ef við tækjum aðeins uppsjávarskip Brims, væri munurinn á aflaverðmæti, ef aflanum hefði verið landað í Færeyjum, rúmir fjórir milljarðar króna á vertíðinni. Hver skyldi heildarmunurinn hafa verið hjá flotanum öllum á nýliðinni vertíð? Ljóst má vera að það undirverð sem íslensk skip fá fyrir makrílaflann sinn, samanborið við nágrannalöndin, bitnar á ríkissjóði í formi glataðra skatttekna, sveitarfélaga vegna lægri launa og hafnarsjóðum þar sem aflanum er landað. Síðast en ekki síst bera sjómenn, sem fá ekki nema 40% af því sem færeyskir kollegar fá fyrir aflann, skarðan hlut frá borði. Í kjarasamningi útgerðarinnar og sjómanna er kveðið á um að sjómenn fái þriðjung afurðaverðsins í sinn hlut. VM krefst þess að útgerðin skýri, fyrir sjómönnum og íslensku þjóðinni, hvers vegna íslenskar útgerðir selja aflann sinn á hrakvirði. Höfundur er formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar