Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar 3. september 2025 10:03 Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun