Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfið til Brussel? Brjánn Jónasson skrifar 17. mars 2015 00:00 Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vakið verðskuldaða athygli undanfarið. Annars vegar fjölluðu fjölmiðlar um kostnað innanríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almannatengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréfið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leitað sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt.Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB. Þar hefði ráðherrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráðgjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í pólitík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræðingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónarhóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tæknilegt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráðgjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forðast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verkinu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi.Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almannatengla sem Hanna Birna Kristjánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanríkisráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niðurstaðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðuneytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöfin léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er fráleitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráðgjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórnendur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtogar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræðinga sem geta leyst verkefni dagsins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til læknis. Ef við skiljum ekki skattaskýrsluna tölum við við endurskoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almannatengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel.Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smáræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snúast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun