Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 23. apríl 2025 23:00 Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Háskólar Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun