Segja sjúkraflugið og öryggi líða fyrir brotthvarf Isavia-vélar frá Akureyri Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. febrúar 2015 08:00 Aðalflugvélin sinnir 95 prósentum af öllu sjúkraflugi Mýflugs segir stjórnarformaður félagsins. Mynd/Sigurður Bjarni Jónsson, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, vill að innanríkisráðherra svari fyrir þá ákvörðun Isavia að taka rekstur flugvélar sinnar úr höndum Mýflugs. Um árabil hefur Mýflug annast flugprófanir fyrir Isavia á flugvél sem jafnframt hefur verið nýtt sem varavél í sjúkraflugi sem Mýflug sinnir samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Um áramótin rann samningur um Isavia-vélina út og var hann ekki endurnýjaður. Á mánudag lagði Steingrímur fram á Alþingi fyrirspurn um málið til Ólafar Nordal innanríkisráðherra.Steingrímur J. Sigfússon„Hefur ráðherra kynnt sér eða verið upplýstur um þá ákvörðun Isavia að hverfa frá Akureyri með þjónustu við flugvél sína sem þar hefur verið staðsett stóran hluta ársins?“ spyr Steingrímur sem veltir fyrir sér öryggi sjúkraflugsins. „Hafa stjórnvöld samgöngumála og heilbrigðismála metið áhrif þessarar ákvörðunar Isavia á öryggi sjúkraflugs og getu flugrekenda til að sinna því með fullnægjandi hætti í ljósi yfirlýstrar stefnu um miðstöð sjúkraflugs á Akureyri?“ Þá vill Steingrímur fá svar vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Isavia hafi á atvinnumál. „Hyggjast stjórnvöld gera ráðstafanir vegna þeirra starfa sem tapast nyrðra standi þessi ákvörðun óbreytt?“ spyr hann innanríkisráðherra.Sigurður Bjarni Jónsson„Geta Mýflugs til að uppfylla samning sinn er óskert,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður og flugöryggisstjóri Mýflugs. Félagið hafi aðgang að annarri varavél með samningi við Norlandair. „Aðalflugvél sjúkraflugsins sinnir að jafnaði um 95% alls sjúkraflugs og þörf fyrir varavélar því takmörkuð við venjulegar aðstæður,“ segir Sigurður sem kveður hins vegar ljóst að geta Mýflugs til að sinna sjúkraflugi umfram ákvæði samningsins sé verulega skert. „Hefur því öryggi viðskiptavina okkar versnað ef upp kæmu óvæntar aðstæður sem ekki er gert ráð fyrir í samningnum, svo sem stórslys eða náttúruhamfarir. Þetta þykir okkur mjög miður.“ Að sögn Sigurðar telja forsvarsmenn Mýflugs að aukinn einkarekstur í flugverkefnum á vegum ríkisins og tengdra aðila myndi skila sparnaði sem og betri nýtingu fjármuna hins opinbera. „Nú er hins vegar farið í þveröfuga átt og ríkisrekstur aukinn. Tökum við því heils hugar undir áhyggjur þingmannsins,“ segir stjórnarformaður Mýflugs.Flugvél Isavia. Myndin er tekin þegar TF-FMS hlekktist á fyrir átta árum.Fréttablaðið/PjeturBorgar sig ekki að láta aðra reka flugvél Isavia Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir flugvélina TF-FMS vera rekna til reglubundins prófunarflugs á flugleiðsögutækjum landsins og að hún sé jafnframt notuð í sams konar verkefni erlendis samkvæmt samningum. „Rekstur hennar hefur frá upphafi verið hjá félaginu og forverum þess, nema undanfarin sjö ár sem umframflugtímar hafa verið nýttir með leigu á flugvélinni til Mýflugs, sem einnig annaðist rekstur og viðhald hennar samkvæmt samningi sem gerður var til prufu í kjölfar útboðs,“ segir Friðþór sem kveður heimildir til framlengingar samningsins við Mýflug hafa verið fullnýttar í lok síðasta árs. Friðþór segir verkefni TF-FMS við flugprófanir nú hafa aukist. Ekki sé lengur þörf á útleigu samhliða eigin verkefnum. „Reynslan hefur sýnt að ekki er hagkvæmt til lengri tíma litið að hafa rekstrarform þar sem Isavia á flugvélina en kaupir rekstur hennar af öðrum aðila. Eðlilegra og hagkvæmara er að félagið annist reksturinn að fullu og beri alla ábyrgð á honum og fjárfestingum sem tengjast flugvélinni,“ segir Friðþór. Þá upplýsir talsmaðurinn að Isavia hafi samið við Landhelgisgæsluna um stjórnun og framkvæmd viðhalds á flugvélinni. Flugreksturinn sé hins vegar hjá félaginu sjálfu í Reykjavík líkt og áður en samið var við Mýflug. Aðspurður hvort Isavia telji sig hafa ábyrgð gagnvart öryggi í sjúkraflugi og gagnvart dreifingu opinberra starfa um landið segir Friðþór Isavia vera opinbert hlutafélag sem annist rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu ríkisins í samræmi við þjónustusamning innanríkisráðuneytisins við félagið. „Ábyrgð vegna sjúkraflugs og dreifingu opinberra starfa um landið er hjá stjórnvöldum,“ segir Friðþór Eydal. Fréttir af flugi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, vill að innanríkisráðherra svari fyrir þá ákvörðun Isavia að taka rekstur flugvélar sinnar úr höndum Mýflugs. Um árabil hefur Mýflug annast flugprófanir fyrir Isavia á flugvél sem jafnframt hefur verið nýtt sem varavél í sjúkraflugi sem Mýflug sinnir samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Um áramótin rann samningur um Isavia-vélina út og var hann ekki endurnýjaður. Á mánudag lagði Steingrímur fram á Alþingi fyrirspurn um málið til Ólafar Nordal innanríkisráðherra.Steingrímur J. Sigfússon„Hefur ráðherra kynnt sér eða verið upplýstur um þá ákvörðun Isavia að hverfa frá Akureyri með þjónustu við flugvél sína sem þar hefur verið staðsett stóran hluta ársins?“ spyr Steingrímur sem veltir fyrir sér öryggi sjúkraflugsins. „Hafa stjórnvöld samgöngumála og heilbrigðismála metið áhrif þessarar ákvörðunar Isavia á öryggi sjúkraflugs og getu flugrekenda til að sinna því með fullnægjandi hætti í ljósi yfirlýstrar stefnu um miðstöð sjúkraflugs á Akureyri?“ Þá vill Steingrímur fá svar vegna þeirra áhrifa sem ákvörðun Isavia hafi á atvinnumál. „Hyggjast stjórnvöld gera ráðstafanir vegna þeirra starfa sem tapast nyrðra standi þessi ákvörðun óbreytt?“ spyr hann innanríkisráðherra.Sigurður Bjarni Jónsson„Geta Mýflugs til að uppfylla samning sinn er óskert,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður og flugöryggisstjóri Mýflugs. Félagið hafi aðgang að annarri varavél með samningi við Norlandair. „Aðalflugvél sjúkraflugsins sinnir að jafnaði um 95% alls sjúkraflugs og þörf fyrir varavélar því takmörkuð við venjulegar aðstæður,“ segir Sigurður sem kveður hins vegar ljóst að geta Mýflugs til að sinna sjúkraflugi umfram ákvæði samningsins sé verulega skert. „Hefur því öryggi viðskiptavina okkar versnað ef upp kæmu óvæntar aðstæður sem ekki er gert ráð fyrir í samningnum, svo sem stórslys eða náttúruhamfarir. Þetta þykir okkur mjög miður.“ Að sögn Sigurðar telja forsvarsmenn Mýflugs að aukinn einkarekstur í flugverkefnum á vegum ríkisins og tengdra aðila myndi skila sparnaði sem og betri nýtingu fjármuna hins opinbera. „Nú er hins vegar farið í þveröfuga átt og ríkisrekstur aukinn. Tökum við því heils hugar undir áhyggjur þingmannsins,“ segir stjórnarformaður Mýflugs.Flugvél Isavia. Myndin er tekin þegar TF-FMS hlekktist á fyrir átta árum.Fréttablaðið/PjeturBorgar sig ekki að láta aðra reka flugvél Isavia Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir flugvélina TF-FMS vera rekna til reglubundins prófunarflugs á flugleiðsögutækjum landsins og að hún sé jafnframt notuð í sams konar verkefni erlendis samkvæmt samningum. „Rekstur hennar hefur frá upphafi verið hjá félaginu og forverum þess, nema undanfarin sjö ár sem umframflugtímar hafa verið nýttir með leigu á flugvélinni til Mýflugs, sem einnig annaðist rekstur og viðhald hennar samkvæmt samningi sem gerður var til prufu í kjölfar útboðs,“ segir Friðþór sem kveður heimildir til framlengingar samningsins við Mýflug hafa verið fullnýttar í lok síðasta árs. Friðþór segir verkefni TF-FMS við flugprófanir nú hafa aukist. Ekki sé lengur þörf á útleigu samhliða eigin verkefnum. „Reynslan hefur sýnt að ekki er hagkvæmt til lengri tíma litið að hafa rekstrarform þar sem Isavia á flugvélina en kaupir rekstur hennar af öðrum aðila. Eðlilegra og hagkvæmara er að félagið annist reksturinn að fullu og beri alla ábyrgð á honum og fjárfestingum sem tengjast flugvélinni,“ segir Friðþór. Þá upplýsir talsmaðurinn að Isavia hafi samið við Landhelgisgæsluna um stjórnun og framkvæmd viðhalds á flugvélinni. Flugreksturinn sé hins vegar hjá félaginu sjálfu í Reykjavík líkt og áður en samið var við Mýflug. Aðspurður hvort Isavia telji sig hafa ábyrgð gagnvart öryggi í sjúkraflugi og gagnvart dreifingu opinberra starfa um landið segir Friðþór Isavia vera opinbert hlutafélag sem annist rekstur flugvalla og flugleiðsöguþjónustu ríkisins í samræmi við þjónustusamning innanríkisráðuneytisins við félagið. „Ábyrgð vegna sjúkraflugs og dreifingu opinberra starfa um landið er hjá stjórnvöldum,“ segir Friðþór Eydal.
Fréttir af flugi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira