Trump lofar að fara hvergi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Donald Trump vill banna öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna. vísir/EPA „Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær. Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverkamenn, flóttamenn eða Bandaríkjamenn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur repúblikana köllúðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá sagði talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna hugmynd Trump sjálfkrafa dæma hann úr leik sem trúverðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu prósent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður frambjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum. Nærri tvöfalt meira fylgi en næsti maður, Ted Cruz, sem mælist með fimmtán prósenta fylgi. Eftir að hafa forðast það í lengstu lög undirritaði Trump loforð þess efnis í haust að bjóða sig ekki sjálfstætt fram heldur styðja frambjóðanda repúblikana sama hver hann yrði. Nú segist Trump verða að endurskoða loforðið nema hann fái það sem hann kallar sanngjarna meðferð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
„Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær. Mikið hefur verið deilt á Trump síðustu daga í kjölfar ummæla hans um að banna skyldi öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna, hvort sem þeir væru hryðjuverkamenn, flóttamenn eða Bandaríkjamenn á leið heim úr fríi erlendis. Aðrir frambjóðendur repúblikana köllúðu hugmyndina ótæka og sögðu hana þvert á það sem flokkurinn stendur fyrir. Þá sagði talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna hugmynd Trump sjálfkrafa dæma hann úr leik sem trúverðugan kost í forsetaembættið. Hörð viðbrögð samflokksmanna hans urðu til þess að hann benti á skoðanakönnun USA Today þar sem fram kom að nærri sjötíu prósent fylgismanna hans myndu kjósa Trump jafnvel þótt hann yrði ekki frambjóðandi repúblikana heldur færi fram sem sjálfstæður frambjóðandi utan flokka. Trump hefur mælst með mest fylgi allra repúblikana allt frá því í júlí og stendur fylgi hans nú í tæpum þrjátíu prósentum. Nærri tvöfalt meira fylgi en næsti maður, Ted Cruz, sem mælist með fimmtán prósenta fylgi. Eftir að hafa forðast það í lengstu lög undirritaði Trump loforð þess efnis í haust að bjóða sig ekki sjálfstætt fram heldur styðja frambjóðanda repúblikana sama hver hann yrði. Nú segist Trump verða að endurskoða loforðið nema hann fái það sem hann kallar sanngjarna meðferð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira