Gleðileg jól allra barna? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin eru gjarnan nefnd hátíð barnanna, hátíð ljóss og friðar og hátíð samveru. Víða einkennir jólin mikil ofgnótt en annars staðar er skortur. Allir keppast við að gera vel við sig og sína, ekki síst við börnin sín og flestir reyna að hafa það að leiðarljósi sem er börnum fyrir bestu. Samvera fjölskyldu, nánd og kærleikur er flestum það sem skiptir mestu máli. Aðventan er einnig sá tími sem margir nýta til samveru með börnum sínum, til að sækja saman ýmsa viðburði og taka þátt í menningu og listum.Mismunandi aðstæður barna Ekki eru öll börn svo heppin að geta notið aðventu og jóla. Mörg börn búa við þannig aðstæður að jólin eru jafnvel tími kvíða og vanlíðunar. Sum börn búa við ofbeldi á heimili og óttast að jólin verði ekki friðsöm, önnur búa við alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma í fjölskyldum sínum og óttast að heimilið verði heltekið yfir jólin. Svo eru börn sem búa við fátækt og horfa eins og litla stúlkan með eldspýturnar á allsnægtir annarra án þess að geta notið þeirra sjálf. Þau finna jafnvel til skammar. Mörg börn eiga fleiri en eina fjölskyldu og geta því ekki dvalist öll jólin á heimilum beggja fjölskyldna. Þau finna jafnvel fyrir átökum foreldra vegna samveru við þau, eða að þau fá jafnvel ekki að umgangast annað foreldri sitt um jólin. Sum börn hafa aldrei fengið að dvelja með öðru foreldri sínu á aðfangadagskvöldi og hafa þar af leiðandi ekki fengið að upplifa þann hátíðisdag með því foreldri og fjölskyldu þess. Þessi börn búa mörg við aðstæður þar sem foreldrar þeirra taka sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þeirra.Réttindi barna Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið lögfestur á Íslandi eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, nýta hæfileika sína, njóta öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Þau eiga rétt á að umgangast báða foreldra sína. Foreldrar bera sameiginlega ábyrgð á börnum sínum og ber að hafa hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Börn sem búa við ofbeldi á heimili, alkóhólisma eða aðra fíknisjúkdóma búa ekki við öryggi og vernd. Þau búa við vanrækslu. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn svo sem til að taka þátt í samfélagi lista og menningar og fá því jafnvel ekki að uppgötva eigin áhugasvið eða hæfileika. Börn sem ekki fá að rækta tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna eru svipt þeim grunnréttindum sínum.Jól allra? Aðfangadagur jóla hefur til þessa verið talinn einn hátíðlegasti dagur ársins á Íslandi og sá dagur sem flestir vilja eyða með þeim sem standa hjarta þeirra næst. Því miður er það svo að vegna erfiðra aðstæðna er sá dagur sá erfiðasti og kvíðvænlegasti hjá mörgum börnum. Ekki halda öll börn á Íslandi upp á jólin. Þau eiga þó sama rétt og önnur börn. Þar að auki eiga þau rétt á að njóta eigin menningar og að iðka eigin trú. Ekki má mismuna börnum að þessu leyti, ekki frekar en hvað varðar önnur réttindi sem börn eiga samkvæmt barnasáttmálanum. Bernskan líður hratt, en atburðir og aðstæður bernskunnar geta haft afgerandi áhrif á líf barna til framtíðar. Ágæti lesandi, ef þú þekkir barn sem býr við óviðunandi aðstæður einhverra hluta vegna, þá getur þú brugðist við og stutt barnið. Þú getur verið til staðar fyrir barnið, þú getur stutt fjölskyldur fátækra barna með því að færa þeim það sem þær skortir eða boðið þeim á einhverja viðburði sem göfga líf þeirra. Þú getur líka stutt hjálparsamtök og þú getur haft samband við yfirvöld sem eiga að tryggja réttindi og vernd barna. Munum að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni og hafa yfirleitt ekkert val um hvaða stöðu þau eru í. Tryggjum öllum börnum þau réttindi sem þeim ber og stöndum vörð um velferð þeirra. Það þarf þjóð til að vernda og ala upp barn. Megi jólahátíðin færa öllum gleði, frið og góða samveru.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun