Merkel ver flóttamannastefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2015 07:00 Angela Merkel í ræðustól á flokksþingi kristilegra demókrata í gær. Nordicphotos/AFP „Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“ Flóttamenn Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
„Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“
Flóttamenn Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent