„Hljóta að vera fagleg vinnubrögð“ að kanna Keflavík eins og Hvassahraun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 13:25 Oddný Harðardóttir leiðir þingmannahóp sem vill láta skoða að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm/Stefán „Við viljum fyrst og fremst láta meta Keflavíkurflugvöll með samsvarandi hætti og hinir kostirnir voru metnir af Rögnunefndinni,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að kanna möguleika á að færa innanlandsflug til Keflavíkur. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum þegar niðurstaða nefndarinnar sem kennd er við hana sjálfa að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði.Vísir/Ernir Rögnunefndin fjallaði um nokkra mismunandi kosti fyrir innanlandsflug en ekki Keflavíkurflugvöll. „Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að ef það á að taka ákvarðanir út frá þessu mati Rögnunefndarinnar þá verði Keflavíkurflugvöllur að vera með,“ segir hún. Sjálf hefur Oddný áður viðrað þá skoðun sína að innanlandsflug verði fært undir Keflavíkurflugvöll. „Ég hef sagt að ef það á að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá sé lang hreinlegast að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur,“ segir hún. Vilja skoða framtíðarmöguleikana í Keflavík Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að Hvassahraun, við Hafnarfjörð, væri besti staðurinn fyrir flugvöll og voru möguleikar flugvallarins til framtíðar metnir sérstaklega og sá möguleiki að millilandaflug fari líka um flugvöllinn. Oddný segir að hún og meðflutningsmenn hennar vilja að kannaðir verði þróunarmöguleikar Keflavíkurflugvallar til framtíðar til að sjá samanburðinn. „Ég tel augljóst að það verða ekki tveir millilandaflugvellir, annar í Keflavík og hinn í Hvassahrauni,“ segir hún. „Það verður ekki þannig að það er ekki hægt, finnst mér, að leggja til að það verði byggður nýr flugvöllur í Hvassahrauni bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug án þess að meta áhrifin fyrir Suðurnesin; atvinnu og íbúana þar.“ Keflavíkurflugvöllur hefur verið stærsti millilandaflugvöllur Íslands um langt skeið. Oddný segir augljóst að hann verði ekki starfræktur samhliða öðrum millilandaflugvelli í Hvassahrauni.Vísir/Pjetur Hélt að allir gætu stutt tillöguna Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur. Það er þó tilviljun, segir Oddný. „Ég hugsaði þetta ekki þannig,“ segir Oddný sem segist hafa boðið öllum þingflokkum að taka þátt í að flytja málið. „Þetta er fólkið sem sagði: Já ég vil vera með.“ Oddný furðar sig á því að ekki hafi fengist stuðningur við málið úr öllum flokkum. „Auðvitað talaði ég sérstaklega við þingmenn Suðurkjördæmis, og eins og þú bendir á eru þeir þarna úr Bjartri framtíð og Framsókn, en enginn úr Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænir eiga ekki þingmann í Suðurkjördæmi.“ Hún segist hafa haldið að allir gætu stutt tillöguna þar sem ekki er lagt til að færa innanlandsflugið til Keflavíkur, heldur einungis að kanna möguleikann líkt og Rögnunefndin gerði við hina kostina sem nefndir hafa verið fyrir nýjan innanlandsflugvöll á Suðvesturhorninu. Alþingi Tengdar fréttir Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Við viljum fyrst og fremst láta meta Keflavíkurflugvöll með samsvarandi hætti og hinir kostirnir voru metnir af Rögnunefndinni,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að kanna möguleika á að færa innanlandsflug til Keflavíkur. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum þegar niðurstaða nefndarinnar sem kennd er við hana sjálfa að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði.Vísir/Ernir Rögnunefndin fjallaði um nokkra mismunandi kosti fyrir innanlandsflug en ekki Keflavíkurflugvöll. „Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að ef það á að taka ákvarðanir út frá þessu mati Rögnunefndarinnar þá verði Keflavíkurflugvöllur að vera með,“ segir hún. Sjálf hefur Oddný áður viðrað þá skoðun sína að innanlandsflug verði fært undir Keflavíkurflugvöll. „Ég hef sagt að ef það á að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá sé lang hreinlegast að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur,“ segir hún. Vilja skoða framtíðarmöguleikana í Keflavík Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að Hvassahraun, við Hafnarfjörð, væri besti staðurinn fyrir flugvöll og voru möguleikar flugvallarins til framtíðar metnir sérstaklega og sá möguleiki að millilandaflug fari líka um flugvöllinn. Oddný segir að hún og meðflutningsmenn hennar vilja að kannaðir verði þróunarmöguleikar Keflavíkurflugvallar til framtíðar til að sjá samanburðinn. „Ég tel augljóst að það verða ekki tveir millilandaflugvellir, annar í Keflavík og hinn í Hvassahrauni,“ segir hún. „Það verður ekki þannig að það er ekki hægt, finnst mér, að leggja til að það verði byggður nýr flugvöllur í Hvassahrauni bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug án þess að meta áhrifin fyrir Suðurnesin; atvinnu og íbúana þar.“ Keflavíkurflugvöllur hefur verið stærsti millilandaflugvöllur Íslands um langt skeið. Oddný segir augljóst að hann verði ekki starfræktur samhliða öðrum millilandaflugvelli í Hvassahrauni.Vísir/Pjetur Hélt að allir gætu stutt tillöguna Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur. Það er þó tilviljun, segir Oddný. „Ég hugsaði þetta ekki þannig,“ segir Oddný sem segist hafa boðið öllum þingflokkum að taka þátt í að flytja málið. „Þetta er fólkið sem sagði: Já ég vil vera með.“ Oddný furðar sig á því að ekki hafi fengist stuðningur við málið úr öllum flokkum. „Auðvitað talaði ég sérstaklega við þingmenn Suðurkjördæmis, og eins og þú bendir á eru þeir þarna úr Bjartri framtíð og Framsókn, en enginn úr Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænir eiga ekki þingmann í Suðurkjördæmi.“ Hún segist hafa haldið að allir gætu stutt tillöguna þar sem ekki er lagt til að færa innanlandsflugið til Keflavíkur, heldur einungis að kanna möguleikann líkt og Rögnunefndin gerði við hina kostina sem nefndir hafa verið fyrir nýjan innanlandsflugvöll á Suðvesturhorninu.
Alþingi Tengdar fréttir Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00
Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13