„Hljóta að vera fagleg vinnubrögð“ að kanna Keflavík eins og Hvassahraun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 13:25 Oddný Harðardóttir leiðir þingmannahóp sem vill láta skoða að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Vísir/Vilhelm/Stefán „Við viljum fyrst og fremst láta meta Keflavíkurflugvöll með samsvarandi hætti og hinir kostirnir voru metnir af Rögnunefndinni,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að kanna möguleika á að færa innanlandsflug til Keflavíkur. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum þegar niðurstaða nefndarinnar sem kennd er við hana sjálfa að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði.Vísir/Ernir Rögnunefndin fjallaði um nokkra mismunandi kosti fyrir innanlandsflug en ekki Keflavíkurflugvöll. „Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að ef það á að taka ákvarðanir út frá þessu mati Rögnunefndarinnar þá verði Keflavíkurflugvöllur að vera með,“ segir hún. Sjálf hefur Oddný áður viðrað þá skoðun sína að innanlandsflug verði fært undir Keflavíkurflugvöll. „Ég hef sagt að ef það á að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá sé lang hreinlegast að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur,“ segir hún. Vilja skoða framtíðarmöguleikana í Keflavík Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að Hvassahraun, við Hafnarfjörð, væri besti staðurinn fyrir flugvöll og voru möguleikar flugvallarins til framtíðar metnir sérstaklega og sá möguleiki að millilandaflug fari líka um flugvöllinn. Oddný segir að hún og meðflutningsmenn hennar vilja að kannaðir verði þróunarmöguleikar Keflavíkurflugvallar til framtíðar til að sjá samanburðinn. „Ég tel augljóst að það verða ekki tveir millilandaflugvellir, annar í Keflavík og hinn í Hvassahrauni,“ segir hún. „Það verður ekki þannig að það er ekki hægt, finnst mér, að leggja til að það verði byggður nýr flugvöllur í Hvassahrauni bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug án þess að meta áhrifin fyrir Suðurnesin; atvinnu og íbúana þar.“ Keflavíkurflugvöllur hefur verið stærsti millilandaflugvöllur Íslands um langt skeið. Oddný segir augljóst að hann verði ekki starfræktur samhliða öðrum millilandaflugvelli í Hvassahrauni.Vísir/Pjetur Hélt að allir gætu stutt tillöguna Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur. Það er þó tilviljun, segir Oddný. „Ég hugsaði þetta ekki þannig,“ segir Oddný sem segist hafa boðið öllum þingflokkum að taka þátt í að flytja málið. „Þetta er fólkið sem sagði: Já ég vil vera með.“ Oddný furðar sig á því að ekki hafi fengist stuðningur við málið úr öllum flokkum. „Auðvitað talaði ég sérstaklega við þingmenn Suðurkjördæmis, og eins og þú bendir á eru þeir þarna úr Bjartri framtíð og Framsókn, en enginn úr Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænir eiga ekki þingmann í Suðurkjördæmi.“ Hún segist hafa haldið að allir gætu stutt tillöguna þar sem ekki er lagt til að færa innanlandsflugið til Keflavíkur, heldur einungis að kanna möguleikann líkt og Rögnunefndin gerði við hina kostina sem nefndir hafa verið fyrir nýjan innanlandsflugvöll á Suðvesturhorninu. Alþingi Tengdar fréttir Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
„Við viljum fyrst og fremst láta meta Keflavíkurflugvöll með samsvarandi hætti og hinir kostirnir voru metnir af Rögnunefndinni,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingar og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að kanna möguleika á að færa innanlandsflug til Keflavíkur. Ragna Árnadóttir sagði á fundinum þegar niðurstaða nefndarinnar sem kennd er við hana sjálfa að Hvassahraun hefði meiri þróunarmöguleika en önnur svæði.Vísir/Ernir Rögnunefndin fjallaði um nokkra mismunandi kosti fyrir innanlandsflug en ekki Keflavíkurflugvöll. „Það hljóta að vera fagleg vinnubrögð að ef það á að taka ákvarðanir út frá þessu mati Rögnunefndarinnar þá verði Keflavíkurflugvöllur að vera með,“ segir hún. Sjálf hefur Oddný áður viðrað þá skoðun sína að innanlandsflug verði fært undir Keflavíkurflugvöll. „Ég hef sagt að ef það á að færa flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þá sé lang hreinlegast að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur,“ segir hún. Vilja skoða framtíðarmöguleikana í Keflavík Niðurstaða Rögnunefndarinnar var að Hvassahraun, við Hafnarfjörð, væri besti staðurinn fyrir flugvöll og voru möguleikar flugvallarins til framtíðar metnir sérstaklega og sá möguleiki að millilandaflug fari líka um flugvöllinn. Oddný segir að hún og meðflutningsmenn hennar vilja að kannaðir verði þróunarmöguleikar Keflavíkurflugvallar til framtíðar til að sjá samanburðinn. „Ég tel augljóst að það verða ekki tveir millilandaflugvellir, annar í Keflavík og hinn í Hvassahrauni,“ segir hún. „Það verður ekki þannig að það er ekki hægt, finnst mér, að leggja til að það verði byggður nýr flugvöllur í Hvassahrauni bæði fyrir innanlandsflug og millilandaflug án þess að meta áhrifin fyrir Suðurnesin; atvinnu og íbúana þar.“ Keflavíkurflugvöllur hefur verið stærsti millilandaflugvöllur Íslands um langt skeið. Oddný segir augljóst að hann verði ekki starfræktur samhliða öðrum millilandaflugvelli í Hvassahrauni.Vísir/Pjetur Hélt að allir gætu stutt tillöguna Þingmennirnir sem flytja tillöguna eru allir af höfuðborgarsvæðinu eða Suðurkjördæmi, þar sem Keflavíkurflugvöllur er staðsettur. Það er þó tilviljun, segir Oddný. „Ég hugsaði þetta ekki þannig,“ segir Oddný sem segist hafa boðið öllum þingflokkum að taka þátt í að flytja málið. „Þetta er fólkið sem sagði: Já ég vil vera með.“ Oddný furðar sig á því að ekki hafi fengist stuðningur við málið úr öllum flokkum. „Auðvitað talaði ég sérstaklega við þingmenn Suðurkjördæmis, og eins og þú bendir á eru þeir þarna úr Bjartri framtíð og Framsókn, en enginn úr Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænir eiga ekki þingmann í Suðurkjördæmi.“ Hún segist hafa haldið að allir gætu stutt tillöguna þar sem ekki er lagt til að færa innanlandsflugið til Keflavíkur, heldur einungis að kanna möguleikann líkt og Rögnunefndin gerði við hina kostina sem nefndir hafa verið fyrir nýjan innanlandsflugvöll á Suðvesturhorninu.
Alþingi Tengdar fréttir Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00 Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Nýr flugvöllur í Hvassahrauni gæti tekið við millilandaflugi Innanlandsflugvöllur í Hvassahrauni gæti síðar þróast og orðið að alþjóðaflugvelli. Þetta er ein ástæða þess að Rögnunefndin mælir með Hvassahrauni. Ólíklegt er að samstaða náist um tillögu nefndarinnar á Alþingi. 27. júní 2015 07:00
Þingmenn vilja skoða að færa innanlandsflug til Keflavíkur Þingmennirnir vilja svo að innanríkisráðherra flytji alþingi skýrslu með niðurstöðum könnunarinnar vorið 2016. 26. nóvember 2015 12:48
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent