Ég vil ekki leiða þig?… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, skapast mynstur sem getur þróast út í einelti eða útilokun og varað árum saman. Mikilvægt er að byrgja brunninn og það er á ábyrgð hinna fullorðnu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leikskólum nú til notkunar forvarnarefni gegn einelti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri for mobberi í Danmörku þar sem það er upprunnið. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og samanstendur af verkefnatösku með raunhæfum verkefnum fyrir börnin og leiðbeiningum fyrir starfsfólk, en efnið er einnig notað með foreldrum. Árangur af notkun þess er mældur reglulega og reynist mjög góður. Samkvæmt Vináttu er litið á einelti sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var gjarnan álitið. Vinátta leggur áherslu á hópinn sem heild og að vinna með viðhorf og samskiptamynstur. Ekki er einblínt á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda eða þolanda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð í að setja sér mörk og bregðast við órétti sem þau og félagarnir eru beitt. Umburðarlyndi og samkennd Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis og samkennd. Börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna eða hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn sé samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkennum og styrkleikum. Þar er jákvæður og góður skólabragur. Á því byggir Vinátta. Haustið 2014 tóku starfsmenn í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í námskeiði á vegum Barnaheilla til að öðlast rétt til að nota Vináttu-námsefnið. Það er óhætt að segja að mikil ánægja sé með efnið meðal starfsfólks, barna og foreldra og góður árangur er af notkun þess. Nú hafa 25 nýir leikskólar sótt um að fá efnið til notkunar og munu starfsmenn þeirra sækja námskeið í janúar 2016 og fá námsefnið afhent að því loknu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum þátttöku í verkefninu og benda áhugasömum á að hafa samband við undirritaða á margret@barnaheill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá frekari upplýsingar um Vináttu. Árlega er haldið upp á alþjóðlegan dag gegn einelti 8. nóvember. Það er von Barnaheilla að innan tíðar verði Vináttu-verkefnið komið í notkun það víða að það skapi íslenskum börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, skapast mynstur sem getur þróast út í einelti eða útilokun og varað árum saman. Mikilvægt er að byrgja brunninn og það er á ábyrgð hinna fullorðnu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leikskólum nú til notkunar forvarnarefni gegn einelti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri for mobberi í Danmörku þar sem það er upprunnið. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og samanstendur af verkefnatösku með raunhæfum verkefnum fyrir börnin og leiðbeiningum fyrir starfsfólk, en efnið er einnig notað með foreldrum. Árangur af notkun þess er mældur reglulega og reynist mjög góður. Samkvæmt Vináttu er litið á einelti sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var gjarnan álitið. Vinátta leggur áherslu á hópinn sem heild og að vinna með viðhorf og samskiptamynstur. Ekki er einblínt á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda eða þolanda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð í að setja sér mörk og bregðast við órétti sem þau og félagarnir eru beitt. Umburðarlyndi og samkennd Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis og samkennd. Börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna eða hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn sé samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkennum og styrkleikum. Þar er jákvæður og góður skólabragur. Á því byggir Vinátta. Haustið 2014 tóku starfsmenn í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í námskeiði á vegum Barnaheilla til að öðlast rétt til að nota Vináttu-námsefnið. Það er óhætt að segja að mikil ánægja sé með efnið meðal starfsfólks, barna og foreldra og góður árangur er af notkun þess. Nú hafa 25 nýir leikskólar sótt um að fá efnið til notkunar og munu starfsmenn þeirra sækja námskeið í janúar 2016 og fá námsefnið afhent að því loknu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum þátttöku í verkefninu og benda áhugasömum á að hafa samband við undirritaða á margret@barnaheill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá frekari upplýsingar um Vináttu. Árlega er haldið upp á alþjóðlegan dag gegn einelti 8. nóvember. Það er von Barnaheilla að innan tíðar verði Vináttu-verkefnið komið í notkun það víða að það skapi íslenskum börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun