Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2015 10:44 Kínversku ferðamennirnir að raka ofan í förin. Mynd/Kristinn Jón Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. Ferðamennirnir voru á tveimur jeppum og voru staðnir að því að spóla í hringi og keyra upp í brekkur um tíu kílómetra frá þessari fjölsóttu náttúruperlu landsins. Kristinn segir í samtali við Vísi að fólkið hafi verið að leika sér á um það bil níu hektara svæði. Talið er að förin sem þeir skildu eftir sig hafi verið um eins kílómetra löng. Kristinn fór aftur með Kínverjana á skemmda svæðið og lét þá taka til hendinni.Förin sem ferðamennirnir skildu eftir. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.Mynd/Kristinn Jón„Ég lét þau raka eftir sig í um tvo klukkutíma,“ segir Kristinn. Viðbrögðin hafi verið nokkuð góð. „Þau tóku bara vel í það. Ég var svo reiður við þau.“ Sektir geta verið háar fyrir utanvegaakstur en ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögrelgu. Sem dæmi var erlendur ferðamaður sektaður um 150 þúsund krónur fyrir utanvegaakstur austan við Hrossaborg á Mývatnsöræfum fyrr í sumar. Uppfært klukkan 00:20Ökumaður hvors bíls var sektaður um 100 þúsund krónur að því er kemur fram í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi á Facebook.Í gær fór Lögreglan á Suðurlandi að Hnausapolli, sem er skammt frá Landmannalaugum. Skammt frá Hnausapolli höfðu tveir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, September 28, 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið í Landmannalaugum: Ætluðu að labba Laugaveginn í stuttbuxum og hlaupaskóm Kuldi og snjór hafa ekki haft áhrif á þann fjölda ferðamanna sem komið hefur í Landmannalaugar í sumar. 29. júlí 2015 11:53 Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Framkvæmdastjóri Icebike Adventures segir kvikmyndateymið hafa leitað til fyrirtækisins sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. 24. september 2015 14:34 150.000 króna sekt fyrir utanvegaakstur á Mývatnsöræfum Vitni var að akstrinum sem tók niður bílnúmerið og kom upplýsingunum til lögreglu. 9. júlí 2015 17:29 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. Ferðamennirnir voru á tveimur jeppum og voru staðnir að því að spóla í hringi og keyra upp í brekkur um tíu kílómetra frá þessari fjölsóttu náttúruperlu landsins. Kristinn segir í samtali við Vísi að fólkið hafi verið að leika sér á um það bil níu hektara svæði. Talið er að förin sem þeir skildu eftir sig hafi verið um eins kílómetra löng. Kristinn fór aftur með Kínverjana á skemmda svæðið og lét þá taka til hendinni.Förin sem ferðamennirnir skildu eftir. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.Mynd/Kristinn Jón„Ég lét þau raka eftir sig í um tvo klukkutíma,“ segir Kristinn. Viðbrögðin hafi verið nokkuð góð. „Þau tóku bara vel í það. Ég var svo reiður við þau.“ Sektir geta verið háar fyrir utanvegaakstur en ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögrelgu. Sem dæmi var erlendur ferðamaður sektaður um 150 þúsund krónur fyrir utanvegaakstur austan við Hrossaborg á Mývatnsöræfum fyrr í sumar. Uppfært klukkan 00:20Ökumaður hvors bíls var sektaður um 100 þúsund krónur að því er kemur fram í færslu frá lögreglunni á Suðurlandi á Facebook.Í gær fór Lögreglan á Suðurlandi að Hnausapolli, sem er skammt frá Landmannalaugum. Skammt frá Hnausapolli höfðu tveir...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, September 28, 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðasumarið í Landmannalaugum: Ætluðu að labba Laugaveginn í stuttbuxum og hlaupaskóm Kuldi og snjór hafa ekki haft áhrif á þann fjölda ferðamanna sem komið hefur í Landmannalaugar í sumar. 29. júlí 2015 11:53 Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Framkvæmdastjóri Icebike Adventures segir kvikmyndateymið hafa leitað til fyrirtækisins sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. 24. september 2015 14:34 150.000 króna sekt fyrir utanvegaakstur á Mývatnsöræfum Vitni var að akstrinum sem tók niður bílnúmerið og kom upplýsingunum til lögreglu. 9. júlí 2015 17:29 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Ferðasumarið í Landmannalaugum: Ætluðu að labba Laugaveginn í stuttbuxum og hlaupaskóm Kuldi og snjór hafa ekki haft áhrif á þann fjölda ferðamanna sem komið hefur í Landmannalaugar í sumar. 29. júlí 2015 11:53
Birta myndband af sér hjólandi utan vega í viðkvæmri náttúru Framkvæmdastjóri Icebike Adventures segir kvikmyndateymið hafa leitað til fyrirtækisins sem hafi gefið þeim upplýsingar um hvar mætti og hvar mætti ekki mynda. 24. september 2015 14:34
150.000 króna sekt fyrir utanvegaakstur á Mývatnsöræfum Vitni var að akstrinum sem tók niður bílnúmerið og kom upplýsingunum til lögreglu. 9. júlí 2015 17:29