Greiða á annað hundrað þúsund í sektir vegna utanvegaaksturs Hrund Þórsdóttir skrifar 3. júlí 2014 20:00 Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg. Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Akstursbönn á hálendinu hafa verið virt að vettugi og skemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Land- og skálaverðir segja bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga valda slíkum spjöllum. Fréttamaður og tökumaður Stöðvar 2 fóru nýlega og skoðuðu skemmdir vegna utanvegaaksturs á hálendinu og í meðfylgjandi myndskeiði eru meðal annars sýndar skemmdir við Frostastaðaháls, rétt utan við Landmannalaugar og rætt við Ingibjörgu Eiríksdóttur, svæðalandvörð Umhverfisstofnunar á Suðurlandi. „Hér er dæmi um það sem gerist þegar ekið er á snjó sem ekki uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í náttúruverndarlögum, þ.e. að frost sé í jörðu og burðurinn í snjónum slíkur að hann haldi jeppunum ofan við landið,“ segir hún. Ingibjörg nefnir sem dæmi að farið sé inn á svæði sem sé lokað í leysingatíð og keyrt út fyrir vegi til að sneiða hjá sköflum. „Þetta er það sem við höfum verið að berjast við og svo auðvitað að menn taka hringi, leggja bíl lengst úti í móa o.s.frv. Það er ýmislegt sem við þurfum að ná betur utan um.“ Eins og sjá má í myndskeiðinu má víða sjá för eftir utanvegaakstur við Sigölduleið. För í sandi eru viðráðanleg með mikilli vinnu og þar hefur verið unnið að viðgerðum, en þegar fólk keyrir um gróin svæði getur það oft tekið landið áratugi eða meira að jafna sig. Sjálfboðaliðar sem staddir eru hér á landi segja utanvegaakstur skiljanlegan að því leyti að landið sé fallegt og því eðlilega spennandi að keyra utan leiða til að kanna landið. Þeir segja hins vegar slæmt að landið sé eyðilagt og þeir sjá eftir tíma sem fer í að lagfæra för eftir utanvegaakstur; þeim tíma væri betur varið í önnur verkefni. Ingibjörg segir reynt að ná til ferðafólks en gera þurfi betur, hugsanlega með rafrænni upplýsingatækni. Hún segir fólk ekki skemma landið viljandi. „En staðreyndin er sú að þessi ferðamennska er að valda landspjöllum og við þurfum að finna leiðir til að komast hjá þeim.“ Utanvegaakstur er lögbrot og ákvörðun um upphæð sekta er í höndum lögreglu. „En ég veit um dæmi alveg frá um 20 þúsund krónum upp í hundrað til tvö hundruð þúsund,“ segir Ingibjörg.
Tengdar fréttir Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25 Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00 Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Utanvegaakstur fyrst og fremst af hendi útlendinga „Það hefur ekki mátt tala um þetta,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Mountain Taxi. 5. júní 2014 11:25
Ferðir seldar í lokað friðland Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna. 5. júní 2014 07:00
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00