Fimmur, misheppnaðir brandarar og fleira úr kappræðum Repúblikana Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2015 10:31 Ben Carson og Donald Trump í kappræðum Repúblikana. Vísir/AFP Bandarískir fjölmiðlar virðast sammála um að Donald Trump hafi nokkrum sinnum misstigið sig í kappræðum Repúblikana sem voru sýndar á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Frambjóðendurnir Jeb Bush og Carly Fiorina þóttu standa sig með ágætum þar sem þau nýttu sér að Trump var í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í vörn mest allt kvöldið.CNN hefur tekið saman nokkur af eftirminnilegustu atvikum gærkvöldsins sem sjá má að neðan.Trump gefur Bush fimmu Aðspurður um hvaða dulnefni frambjóðendur vildu vera kallaðir af leyniþjónustunni svaraði Bush: 'Everready“ og útskýrði það með að segja að það væri orkumikið nafn. Trump hefur í viðtölum gagnrýnt Bush fyrir að vera 'orkulítill“ frambjóðandi og brást úr mikill hlátur í salnum eftir að Bush lét orðin falla. Trump brosti og gaf í kjölfarið Bush 'fimmu“. .@JebBush and @realDonaldTrump share an awkward handshake http://t.co/jcEf6bW9ja #CNNDebate #GOPdebate http://t.co/KItOw0jzqD— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Þessu var þó ekki lokið þar sem skömmu síðar reyndi Trump að gefa frambjóðendanum Ben Carson fimmu eftir að sá síðarnefndi sagðist hafa varað George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, við að heyja annað stríð í Írak. Úr varð undarlegt og vandræðalegt handarband þeirra Carson og Trump. High-five/handshake? Donald Trump & Ben Carson share a tender moment. Watch #CNNDebate now: http://t.co/mgAxgYG7Vn pic.twitter.com/rsKW8cEaeW— CNN (@CNN) September 17, 2015 Andlit Fiorina Þegar fundarstjóri gaf frambjóðendanum Carly Fiorona tækifæri að svara orðum Trump um andlit hennar svaraði hún því til að 'allar konur í Bandaríkjunum hafi greinilega heyrt hvað Trump hafi sagt.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone hafði Trump sagt um Fiorina: 'Sjáið þetta andlit! Myndi einhver kjósa þetta?“ Í stað þess að svara orðum Fiorina eða biðjast afsökunar sagði Trump: 'Mér finnst hún vera með fallegt andlit og hún er falleg kona.“ .@CarlyFiorina responds to @realDonaldTrump's comment about her face #CNNDebate http://t.co/jcEf6bW9ja #GOPDebate http://t.co/m0eDU5NvhT— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Vatnsflaska Marco Rubio 'Ég veit að Kalifornía á við vatnsskort að stríða. Og þess vegna var ég ákvað ég að koma með mitt eigið vatn,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, og tók fram litla vatnsflösku. Áhorfendum virtist ekki skemmt yfir orðum Rubio, sem líklegast voru ætluð sem brandari. The most awkward moments in the #CNNDebate http://t.co/x6xaADcccP via @JDiamond1 #GOPDebate http://t.co/QR7EUdvRI4— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Beindu myndavélinni út í sal 'Ég vil að þið beinið myndavélinni af mér og út í sal,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. Farið var að ummælum Christie sem bað þá áhorfendur sem þykir líf sitt hafa batnað í valdatíð Obama forseta að lyfta höndum. Enginn gerði það og sagði Christie að það væri einmitt ástæða þess að hann byði sig fram til forseta. Þetta virtist þó engan veginn hafa haft þau áhrif sem Christie hafði vonast eftir, þar sem áhorfendurnir sátu allir hljóðir. Misheppnaður brandari Eftir að Trump hafði sagt að öldungadeildarþingmennirnir þrír sem væru með honum á sviði bæru einhverja ábyrgð á aðgerðarleysi Obama forseta þegar kæmi að uppgangi ISIS, sneri þáttastjórnandinn sér loks að Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni Texas. 'Þú ert þriðji öldungadeildarþingmaðurinn,“ sagði þáttastjórnandinn. Þá svaraði Cruz: 'Ég tel mig vera fyrsta öldungadeildarþingmanninn,“ sagði Cruz, en enginn hló að orðum hans. Sens. @marcorubio, @RandPaul and @tedcruz respond to @realDonaldTrump question on Syria vote http://t.co/jcEf6bW9ja http://t.co/y2u9ey6dTY— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar virðast sammála um að Donald Trump hafi nokkrum sinnum misstigið sig í kappræðum Repúblikana sem voru sýndar á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Frambjóðendurnir Jeb Bush og Carly Fiorina þóttu standa sig með ágætum þar sem þau nýttu sér að Trump var í þeirri óvenjulegu stöðu að vera í vörn mest allt kvöldið.CNN hefur tekið saman nokkur af eftirminnilegustu atvikum gærkvöldsins sem sjá má að neðan.Trump gefur Bush fimmu Aðspurður um hvaða dulnefni frambjóðendur vildu vera kallaðir af leyniþjónustunni svaraði Bush: 'Everready“ og útskýrði það með að segja að það væri orkumikið nafn. Trump hefur í viðtölum gagnrýnt Bush fyrir að vera 'orkulítill“ frambjóðandi og brást úr mikill hlátur í salnum eftir að Bush lét orðin falla. Trump brosti og gaf í kjölfarið Bush 'fimmu“. .@JebBush and @realDonaldTrump share an awkward handshake http://t.co/jcEf6bW9ja #CNNDebate #GOPdebate http://t.co/KItOw0jzqD— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Þessu var þó ekki lokið þar sem skömmu síðar reyndi Trump að gefa frambjóðendanum Ben Carson fimmu eftir að sá síðarnefndi sagðist hafa varað George Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, við að heyja annað stríð í Írak. Úr varð undarlegt og vandræðalegt handarband þeirra Carson og Trump. High-five/handshake? Donald Trump & Ben Carson share a tender moment. Watch #CNNDebate now: http://t.co/mgAxgYG7Vn pic.twitter.com/rsKW8cEaeW— CNN (@CNN) September 17, 2015 Andlit Fiorina Þegar fundarstjóri gaf frambjóðendanum Carly Fiorona tækifæri að svara orðum Trump um andlit hennar svaraði hún því til að 'allar konur í Bandaríkjunum hafi greinilega heyrt hvað Trump hafi sagt.“ Í viðtali við tímaritið Rolling Stone hafði Trump sagt um Fiorina: 'Sjáið þetta andlit! Myndi einhver kjósa þetta?“ Í stað þess að svara orðum Fiorina eða biðjast afsökunar sagði Trump: 'Mér finnst hún vera með fallegt andlit og hún er falleg kona.“ .@CarlyFiorina responds to @realDonaldTrump's comment about her face #CNNDebate http://t.co/jcEf6bW9ja #GOPDebate http://t.co/m0eDU5NvhT— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Vatnsflaska Marco Rubio 'Ég veit að Kalifornía á við vatnsskort að stríða. Og þess vegna var ég ákvað ég að koma með mitt eigið vatn,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, og tók fram litla vatnsflösku. Áhorfendum virtist ekki skemmt yfir orðum Rubio, sem líklegast voru ætluð sem brandari. The most awkward moments in the #CNNDebate http://t.co/x6xaADcccP via @JDiamond1 #GOPDebate http://t.co/QR7EUdvRI4— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015 Beindu myndavélinni út í sal 'Ég vil að þið beinið myndavélinni af mér og út í sal,“ sagði Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. Farið var að ummælum Christie sem bað þá áhorfendur sem þykir líf sitt hafa batnað í valdatíð Obama forseta að lyfta höndum. Enginn gerði það og sagði Christie að það væri einmitt ástæða þess að hann byði sig fram til forseta. Þetta virtist þó engan veginn hafa haft þau áhrif sem Christie hafði vonast eftir, þar sem áhorfendurnir sátu allir hljóðir. Misheppnaður brandari Eftir að Trump hafði sagt að öldungadeildarþingmennirnir þrír sem væru með honum á sviði bæru einhverja ábyrgð á aðgerðarleysi Obama forseta þegar kæmi að uppgangi ISIS, sneri þáttastjórnandinn sér loks að Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni Texas. 'Þú ert þriðji öldungadeildarþingmaðurinn,“ sagði þáttastjórnandinn. Þá svaraði Cruz: 'Ég tel mig vera fyrsta öldungadeildarþingmanninn,“ sagði Cruz, en enginn hló að orðum hans. Sens. @marcorubio, @RandPaul and @tedcruz respond to @realDonaldTrump question on Syria vote http://t.co/jcEf6bW9ja http://t.co/y2u9ey6dTY— CNN Politics (@CNNPolitics) September 17, 2015
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Sjá meira