Segir mannréttindi fatlaðra ekki í forgangi hjá stjórnvöldum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Það að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur á Íslandi þýðir að erfiðara er fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Fréttablaðið/Valli Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið. Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið.
Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira