Miklar líkur á að fundið sé brak úr MH 370 Heimir Már Pétursson skrifar 30. júlí 2015 21:00 Margt bendir til að loks hafi fundist brak úr flugvél Malysian sem hvarf með tæplega þrjúhundruð manns innanborðs fyrir rúmu ári, eftir að brot úr væng fannst á smáeyju í Indlandshafi. Mikil og víðfem leit hefur verið gerð að Boeing 777 farþegaflugvél Malysian Airlines frá því hún hvarf á flugleið MH370 frá Kuala Lumpur til Peking í mars á síðasta ári, án árangurs hingað til. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Íbúar á smáeyjunni Reunion á Indlandshafi fundu tveggja metra langan vængbút á ströndinni í gær sem við fyrstu sýn virðist vera úr Boeing 777 farþegaþotu en aðeins einnrar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum. „Sérfræðingar frá Boeing og fleiri aðilum fara á staðinn til að kanna hvort þetta sé hluti af Boeing 777 flugvél. Ef svo reynist þarf að sannreyna að hluturinn sé úr flugvélinni sem er saknað,“ segir Warren Truss aðstoarforsætisráðherra Ástralíu. En Ástralir hafa stjórnað leitinni að flugvélinni. Í dag fannst síðan illa farin en heil ferðataska sem líklegt er að hafi verið um borð í flugvélinni. Ef vænghlutinn og ferðataskan eru úr MH370 flugvélinni hafa þau rekið um fimm þúsund sjómílur frá þeim stað þar sem flugvélin hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar. Reunion eyja heyrir undir Frakka og verður brakið sent til Frakklands til nánari skoðunar. Á meðan bíða ættingjar í örvæntingu en flestir farþeganna voru frá Kína. „Ef brakið reynist vera úr MH 370 mun það vonandi gefa fjölskyldum farþeganna einhvers konar lok á málinu og það tel ég vera það mikilvægasta sem gæti gerst. Ef hægt verður að staðfesta án nokkurs vafa að flugvélin hafi hrapað í hafið mun það auka skilning fólks á því sem gerðist,“ segir Truss. Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Margt bendir til að loks hafi fundist brak úr flugvél Malysian sem hvarf með tæplega þrjúhundruð manns innanborðs fyrir rúmu ári, eftir að brot úr væng fannst á smáeyju í Indlandshafi. Mikil og víðfem leit hefur verið gerð að Boeing 777 farþegaflugvél Malysian Airlines frá því hún hvarf á flugleið MH370 frá Kuala Lumpur til Peking í mars á síðasta ári, án árangurs hingað til. Um borð voru 239 farþegar og áhöfn. Íbúar á smáeyjunni Reunion á Indlandshafi fundu tveggja metra langan vængbút á ströndinni í gær sem við fyrstu sýn virðist vera úr Boeing 777 farþegaþotu en aðeins einnrar slíkrar flugvélar er saknað í heiminum. „Sérfræðingar frá Boeing og fleiri aðilum fara á staðinn til að kanna hvort þetta sé hluti af Boeing 777 flugvél. Ef svo reynist þarf að sannreyna að hluturinn sé úr flugvélinni sem er saknað,“ segir Warren Truss aðstoarforsætisráðherra Ástralíu. En Ástralir hafa stjórnað leitinni að flugvélinni. Í dag fannst síðan illa farin en heil ferðataska sem líklegt er að hafi verið um borð í flugvélinni. Ef vænghlutinn og ferðataskan eru úr MH370 flugvélinni hafa þau rekið um fimm þúsund sjómílur frá þeim stað þar sem flugvélin hvarf af ratsjá flugumferðarstjórnar. Reunion eyja heyrir undir Frakka og verður brakið sent til Frakklands til nánari skoðunar. Á meðan bíða ættingjar í örvæntingu en flestir farþeganna voru frá Kína. „Ef brakið reynist vera úr MH 370 mun það vonandi gefa fjölskyldum farþeganna einhvers konar lok á málinu og það tel ég vera það mikilvægasta sem gæti gerst. Ef hægt verður að staðfesta án nokkurs vafa að flugvélin hafi hrapað í hafið mun það auka skilning fólks á því sem gerðist,“ segir Truss.
Flugvélahvarf MH370 Tengdar fréttir Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45 Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Verkfræðingur Boeing segir brakið úr sömu flugvélagerð og MH370 Flugvélabrak hefur fundist á eyjunni Reunion og er nú kannað hvort það sé úr MH370 sem hvarf sporlaust í mars á síðasta ári. 29. júlí 2015 22:45
Leifar af ferðatösku hafa fundist á Reunion Taskan fannst í fjöruborðinu nærri þeim stað þar sem brak úr Boeing 777 vél fannst í gær. 30. júlí 2015 10:00
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29