Skjálftinn í Nepal: Bjargað eftir 82 tíma í rústunum Atli ÍSleifsson skrifar 29. apríl 2015 10:19 Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn skóri varð. Vísir/AFP Frönsk björgunarsveit bjargaði í dag hinum 28 ára Rishi Khanal úr rústum byggingar í Katmandú þar sem hann hafði verið fastur í 82 klukkustundir. Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn stóri varð á laugardaginn. Hann segir að byggingin hafi byrjað að vagga á laugardaginn en síðan hafi allt orðið svart. Skjálftinn á laugardaginn mældist 7,8 að stærð og stóð yfir í rúmar tvær mínútur. Staðfest er að rúmlega fimm þúsund manns hafi farist í skjálftanum og er óttast að fjöldinn komi til með að hækka enn frekar. Fjölda fólks er enn saknað. Khanal lýsir því hvernig hann hafi verið fastur í rústum byggingarinnar þegar hann komst til meðvitundar. Hann byrjaði þá að hrópa á hjálp og en það var fyrst þremur sólarhringum síðar sem franska sveitim kom honum til bjargar. Khanal segir að allt í kringum hann hafi verið lík látinna íbúa hússins. Hann segir að lyktin af rotnandi líkum hafi magnast með hverjum klukkutíma og að hann hafi þurft að drekka eigið þvag til að deyja ekki úr vökvaskorti. „Í gær hafði ég misst alla trú og var viss um að ég yrði eftir í rústunum. Ég var viss um að ég myndi deyja þar. Neglur mínar voru alveg hvítar og varirnar sprungnar. Þrátt fyrir það hélt ég áfram að banka og að lokum var einhver sem heyrði í mér og aðstoð barst,“ segir Khanal í samtali við ITV. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00 Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00 Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00 Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Frönsk björgunarsveit bjargaði í dag hinum 28 ára Rishi Khanal úr rústum byggingar í Katmandú þar sem hann hafði verið fastur í 82 klukkustundir. Khanal var staddur í íbúð sinni á annarri hæð byggingar þegar skjálftinn stóri varð á laugardaginn. Hann segir að byggingin hafi byrjað að vagga á laugardaginn en síðan hafi allt orðið svart. Skjálftinn á laugardaginn mældist 7,8 að stærð og stóð yfir í rúmar tvær mínútur. Staðfest er að rúmlega fimm þúsund manns hafi farist í skjálftanum og er óttast að fjöldinn komi til með að hækka enn frekar. Fjölda fólks er enn saknað. Khanal lýsir því hvernig hann hafi verið fastur í rústum byggingarinnar þegar hann komst til meðvitundar. Hann byrjaði þá að hrópa á hjálp og en það var fyrst þremur sólarhringum síðar sem franska sveitim kom honum til bjargar. Khanal segir að allt í kringum hann hafi verið lík látinna íbúa hússins. Hann segir að lyktin af rotnandi líkum hafi magnast með hverjum klukkutíma og að hann hafi þurft að drekka eigið þvag til að deyja ekki úr vökvaskorti. „Í gær hafði ég misst alla trú og var viss um að ég yrði eftir í rústunum. Ég var viss um að ég myndi deyja þar. Neglur mínar voru alveg hvítar og varirnar sprungnar. Þrátt fyrir það hélt ég áfram að banka og að lokum var einhver sem heyrði í mér og aðstoð barst,“ segir Khanal í samtali við ITV.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00 Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00 Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00 Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Veita aðstoð í smábæjum Í lok vikunnar heldur Anup Gurung til Nepal frá Íslandi, en hann er búsettur hér. 29. apríl 2015 12:00
Þjóðarsorg lýst yfir í Nepal Forsætisráðherra Nepals segir að fjöldi látinna gæti nálgast tíu þúsund. 29. apríl 2015 07:00
Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal Meðlimir í félagi Nepala á Íslandi hvetja fólk til þess að gefa í safnanir vegna jarðskjálftanna í Nepal. Margt smátt gerir eitt stórt og hver einasta gjöf, hvort sem er peningur eða föt, hjálpar. 29. apríl 2015 09:00
Bjargaði lífi Ingólfs að vera ekki í grunnbúðunum "Það er erfitt að sætta sig við þetta en ég mun ekki klífa Everest á þessu ári,“ segir Ingólfur Axelsson. 29. apríl 2015 08:42