Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra voru fjarverandi fyrsta þingfund eftir tveggja vikna páskaleyfi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það sæta furðu að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli vera fjarverandi á fyrsta þingfundi Alþingis eftir tveggja vikna páskaleyfi. Skýringa sé þörf á fréttum síðastliðinna daga.Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Verkfall BHM stendur yfir. Við lesum fréttir um að þar ríki ástand sem geti ekki talist öruggt fyrir sjúklinga og hæstvirtan forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem er öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok. Til þess höfum við hvað? Átján þingfundadaga,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.„Hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall.vísir/gvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist hafa freistað þess að fá ráðherrana tvo í þingsal í dag en að hvorugur hefði haft á því kost. „Ævintýralega léleg ríkisstjórn“ Þingmenn Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir, kölluðu bæði eftir því að annar óundirbúinn fyrirspurnartími verði haldinn í upphafi þingfundar á morgun þar sem Sigmundi og Bjarna verði gefinn kostur á að svara spurningum. Þeir þurfi í það minnsta að svara fyrir fjarveru sína. Þá veltu því margir fyrir sér hvort þeir væru enn í páskafríi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það algjörlega ótækt að forystumenn skyldu vera fjarverandi á þingi eftir svo stórar yfirlýsingar eins og á föstudag. „Það er að teiknast upp sú mynd hér, enn og aftur, að hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði hann. Fleiri lögðu orð í belg og sammæltust um það að brýnt væri að halda starfsáætlun. Annað væri vanvirðing við Alþingi. Alþingi Tengdar fréttir Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja það sæta furðu að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuli vera fjarverandi á fyrsta þingfundi Alþingis eftir tveggja vikna páskaleyfi. Skýringa sé þörf á fréttum síðastliðinna daga.Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.„Verkfall BHM stendur yfir. Við lesum fréttir um að þar ríki ástand sem geti ekki talist öruggt fyrir sjúklinga og hæstvirtan forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem er öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok. Til þess höfum við hvað? Átján þingfundadaga,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.„Hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði Róbert Marshall.vísir/gvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sagðist hafa freistað þess að fá ráðherrana tvo í þingsal í dag en að hvorugur hefði haft á því kost. „Ævintýralega léleg ríkisstjórn“ Þingmenn Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar og Katrín Júlíusdóttir, kölluðu bæði eftir því að annar óundirbúinn fyrirspurnartími verði haldinn í upphafi þingfundar á morgun þar sem Sigmundi og Bjarna verði gefinn kostur á að svara spurningum. Þeir þurfi í það minnsta að svara fyrir fjarveru sína. Þá veltu því margir fyrir sér hvort þeir væru enn í páskafríi. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði það algjörlega ótækt að forystumenn skyldu vera fjarverandi á þingi eftir svo stórar yfirlýsingar eins og á föstudag. „Það er að teiknast upp sú mynd hér, enn og aftur, að hér er á ferðinni svo ævintýralega léleg ríkisstjórn að annað eins hefur ekki sést í stjórnmálasögu Íslands,“ sagði hann. Fleiri lögðu orð í belg og sammæltust um það að brýnt væri að halda starfsáætlun. Annað væri vanvirðing við Alþingi.
Alþingi Tengdar fréttir Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00 „Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30 Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Segist hafa greint frá afnámi gjaldeyrishafta í samráði við Bjarna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir það að hann hafi reynt að grýluvæða kröfuhafa. 11. apríl 2015 19:00
„Við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti yfirlitsræðu á 33. flokksþingi framsóknarmanna sem hófst í dag. 10. apríl 2015 15:30
Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13
Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarflokksins að lagður yrði á stöðugleikaskattur við afnám gjaldeyrishafta. Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa ekki séð útfærslu skattsins. 13. apríl 2015 07:15