Nýtt dæluhús veldur óánægju á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2025 20:08 Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar Selfosskirkju við nýja dæluhúsið og hluti af Selfosskirkju er í baksýn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formanni sóknarnefndar Selfosskirkju dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af nýrri byggingu, sem er nú risin í grennd við kirkjuna en byggingin er miklu stærri en formaðurinn hafði áttað sig á. Ljósmyndari á staðnum er líka mjög ósáttur við nýju bygginguna, sem er á vegum Selfossveitna. Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Byggingin, sem um ræðir við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss og rétt við Selfosskirkju. Þetta eru dæluhús á vegum Selfossveitna, sem var byggt yfir heitavatnsholu á staðnum. „Já maður skilur það að fólki sé brugðið þegar kemur svona nýtt hús á þetta svæði en við erum að reyna að virkja og stækkandi samfélag þarf meira vatn og við þurfum að virkja það,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna. Sveinn Ægir segir að mjög snyrtilega verið gengið fá dæluhúsinu, klæðningin verði eins og á Hótel Selfossi og svo verði útsýnispallur uppi á húsinu. „Já, við ætlum að hafa útsýnispall þar sem við verðum með sögu svæðisins og munum líka hafa stóra glugga á húsinu til að segja frá sögu og orkuvinnslu á Íslandi,” segir Sveinn. Sveinn Ægir Birgisson, formaður stjórnar Selfossveitna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfosskirkju er mikið mynduð af fagfólki og áhugafólki um ljósmyndun eins og Lýður Geir, íbúi á Selfossi þekkir vel. Hann er ekki sáttur við nýju bygginguna. „Þessi bygging passar bara ekkert inn í þetta umhverfi hérna. Þetta hefur áhrif á ásýnd bæjarins og aðkomu inn í bæinn. Sem Selfyssingur og ljósmyndari, stoltur Selfyssingur þá finnst mér þetta ekki bara passa hér inn á þetta svæði,” segir Lýður ósáttur. Lýður Geir Guðmundsson, ljósmyndari og íbúi á Selfossi, sem er langt frá því að vera sáttur við nýju bygginguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir formaður sóknarnefndar Selfosskirkju yfir byggingunni? „Mér dauðbrá þegar mótin voru tekin utan af þessu húsi. Mér fannst það bæði vera of hátt miðað við það, sem ég hafði haldið og stærra, meira umfang í þessu húsi en ég hafði gert mér grein fyrir,” segir Björn Ingi Gíslason, formaður sóknarnefndar og bætir við. „Ég veit að það eru auðvitað margir að finna að því að fara að setja hér upp svona stórt hús á þennan sjónarhól. Kirkjan út af fyrir sig stendur auðvitað fyrir sínu, hún er á fallegum stað og verður áfram. Við skulum nú hafa frið um þetta allt saman vonandi og auðvitað fögnum við því að bæjarfélagið okkar skuli vera að eignast meira heitt vatni,” segir Björn Ingi. Svona mun nýja dæluhúsið líta út fullbúið með útsýnispalli á þakinu.Aðsend
Árborg Þjóðkirkjan Vatn Mest lesið „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira