Alhæfing, hættulegur hugsunarháttur Kjartan Þór Ingason skrifar 13. mars 2015 10:53 Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa miklar umræður umm byggingu mosku og veru múslima á Íslandi verið í brennidepli. Sú umræða hefur síður en svo verið málefnaleg, enda hafa setningar eins og “Engar hryðjuverka-höfuðstöðvar múslima hér” og “Burt með þessa kvenhatandi múslima af landinu” flakkað fram og til baka bæði á samfélagsmiðlum og milli manna. Þegar rýnt er nánar í þessi skrif kemur í ljós að þau eiga eitt sérstakt sameiginlegt. Báðar setningarnar byggja á alhæfingu, þar sem ummæli og gjörðir fárra aðila eru færðar yfir á heilan hóp. Þegar fólk alhæfir hættir það að líta á fólk sem einstaklinga, heldur fremur sem brot af öðrum og oft framandi hópi sem hegða sér allir alveg eins. En eru allir múslimar alveg eins? Er allt fólk í öðrum hópum alveg eins? Á seinustu árum hafa einstaka kristnir trúarleitogar á Íslandi stigið fram og lýst hatursfullum skoðunum sínum gegn samkynhneigðum eða “samkynhneigðu athæfi” eins og þeir kölluðu það. Í þeirri orðræðu var hinsegin fólki lýst sem ónáttúrlegu, það ætti ekki að fá að elska hvort annað eða giftast. Einnig má nefna hræðilegu hryðjuverkin sem framin voru í Noregi sumarið 2011 af Anders Behring Breivik, en hann titlaði sig sem krossfara kristinnar trúar. Samt sem áður heyrðust ekki fjölmörg hatursummæli gegn öllu kristnu fólki, t.d. “Bönnum kirkjur hjá þessu fordóma pakki” eða “Þetta kristna fólk er stór hættulegt! Burt með það af landinu” líkt og sagt var um múslima. Þvert á móti byrjaði öflug gagnrýni og fordæming á þessum einstaklingum þar sem þeir sem persónur þurftu að bera ábyrgð á sínum umælum og gjörðum. Við eigum ekki að vera umburðalynd gangvart óumburðalyndi og trú má aldrei vera fríspjald fyrir hatursumræðu sama hvort aðilinn sem tjáir sig sé kristin, múslimi, ásatrúar eða einhverra hinna fjölmörgu trúarbragða sem fyrir finnast, enda er enginn skoðun hafinn yfir gagnrýni. En þegar gagnrýni á einn aðila er yfirfærð yfir á allan hópinn sem hann tilheyrir deyr gagnrýnin og breytist í fordóma. Við það er öllum hópnum gert upp sama viðhorf, sama hegðun og sá sem lét ummælin falla. Oftar en ekki birtist það í tortryggni og hatri annara gagnvart öllum þeim sem tilheyra þeim hópi. Því þurfum við öll sem búum á þessari litlu eyju að tala hvert við annað óháð hópum, skiptast á skoðunum og leita lausna. Samræður og samvinna færa okkur betra samfélag á meðan alhæfingar og fordómar leiða aðeins til sundrungar og haturs. Sýnum umburðarlyndi og fögnum fjölbreytileikanum, sameinuð stöndum vér.Höfundur er nemi í félagsfræði og varaformaður Sambands ungara framsóknarmanna
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun