Harrison flugkappi heppinn að sleppa með skrekkinn Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2015 19:45 Stórleikarinn Harrison Ford slapp með skrekkinn þegar hann nauðlenti gamalli flugvél sinni á golfvelli í Los Angeles seinnipartinn í gær. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur nokkrum sinnum lent Boeing þotu sinni hér á landi. Harrison Ford sem er þaulvanur flugmaður hafði nýtekið á loft á gamalli einshreyfils flugvél sinni frá nálægum flugvelli við golfvöllinn þegar hreyfillinn missti afl. Hér má heyra hasarhetjuna pollrólega tilkynna um ástandið til flugumferðarstjórnar. „53178, hreyfilbilun, sný við nú þegar,“ tilkynnir Harrison í talstöðina og flugumferðarstjóri tilkynnir honum að honum sé heimilt að lenda strax. „Ég fer á braut þrjú,“ tilkynnir Harrison þá og flugumferðarstjóri staðfestir heimild hans til að lenda á þeirri flugbraut. Eins og þarna kom fram fékk Harrison Ford heimild til að lenda á tiltekinni flugbraut en hann náði ekki alla leið og lenti flugvélinni sem er frá seinni heimsstyrjöldinni á golfvellinum. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður eftir óhappið. „Flugmaðurinn tilkynnti að hann hefði misst afl á hreyfli og hann ætlaði að reyna að snúa aftur til baka til flugvallarins. Það lítur út fyrir að flugvélin hafi höggvið topp af tré áður en hún hafnaði á golfvellinum,“ sagði Patrick Jones fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa í Los Angeles. Talsmaður leikarans segir meiðsl hans hafa verið minniháttar og að hann muni ná sér að fullu. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur m.a. nokkrum sinnum millilent Boeing þotu sinni hér á landi. Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Stórleikarinn Harrison Ford slapp með skrekkinn þegar hann nauðlenti gamalli flugvél sinni á golfvelli í Los Angeles seinnipartinn í gær. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur nokkrum sinnum lent Boeing þotu sinni hér á landi. Harrison Ford sem er þaulvanur flugmaður hafði nýtekið á loft á gamalli einshreyfils flugvél sinni frá nálægum flugvelli við golfvöllinn þegar hreyfillinn missti afl. Hér má heyra hasarhetjuna pollrólega tilkynna um ástandið til flugumferðarstjórnar. „53178, hreyfilbilun, sný við nú þegar,“ tilkynnir Harrison í talstöðina og flugumferðarstjóri tilkynnir honum að honum sé heimilt að lenda strax. „Ég fer á braut þrjú,“ tilkynnir Harrison þá og flugumferðarstjóri staðfestir heimild hans til að lenda á þeirri flugbraut. Eins og þarna kom fram fékk Harrison Ford heimild til að lenda á tiltekinni flugbraut en hann náði ekki alla leið og lenti flugvélinni sem er frá seinni heimsstyrjöldinni á golfvellinum. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður eftir óhappið. „Flugmaðurinn tilkynnti að hann hefði misst afl á hreyfli og hann ætlaði að reyna að snúa aftur til baka til flugvallarins. Það lítur út fyrir að flugvélin hafi höggvið topp af tré áður en hún hafnaði á golfvellinum,“ sagði Patrick Jones fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa í Los Angeles. Talsmaður leikarans segir meiðsl hans hafa verið minniháttar og að hann muni ná sér að fullu. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur m.a. nokkrum sinnum millilent Boeing þotu sinni hér á landi.
Fréttir af flugi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira