Krefjast ekki 660 milljóna endurgreiðslu frá ríkinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. janúar 2015 13:34 Þjóðkirkjan vill að ríkið borgi sóknargjöld í samræmi við lög. Agnes Sigurðardóttir er biskup og leiðtogi kirkjunnar. Vísir/Anton Í september staðfesti ríkisstjórnin tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, um að gert verði samkomulag á milli ráðuneyta og Þjóðkirkjunnar um að draga til baka skerðingu fjárframlaga til kirkjunnar umfram meðaltalsskerðingu stofnana sem heyra undir ráðuneytið.Samninga verður leitað við kirkjuna en leiðrétta á sóknargjöld allra trúfélaga.VísirÞví var ekki fylgt eftir í fjárlögum ársins þrátt fyrir að sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar hækki um 101 milljón króna. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni vantar 70 milljónir til að tillaga innanríkisráðherra um leiðréttingu nái fram að ganga. Ekki er um að ræða endurgreiðslu aftur í tímann heldur áætlun um hvernig eigi að haga greiðslum sóknargjalda í samræmi við sóknargjöld og niðurskurð annarra stofnanna. Ef endurgreiða ætti skerðingu síðustu ára væri um að ræða um fjögurra milljarða króna endurgreiðslu.Nokkur hundruð milljónir Samkvæmt yfirliti í minnisblaði frá Kirkjuþingi var skerðing umfram meðaltal til Þjóðkirkjunnar 571 milljón króna á síðasta ári. Skerðingin til annarra trúfélaga nemur 92 milljónum króna. Samtals nemur það rúmum 663 milljónum króna.Ólöf segir að farið verði yfir málið í ráðuneytinu í janúar.Vísir/GVAStarfshópur innanríkisráðuneytisins leggur til að upphæðin verði dregin til baka á fjórum árum. Það gerir hækkun upp á 166 milljónir króna á ári, en þar af eiga 143 milljónir að renna til Þjóðkirkjunnar, eða um 86 prósent upphæðarinnar. Restin fer til annarra trúfélaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um málið við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að kirkjan ætti að njóta þess umburðalyndis og fórnfýsi sem hún hefur sýnt á undanförnum árum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði við sama miðil að málið væri í vinnslu í ráðuneytinu. Taka þarf málið til umfjöllunar í þinginu áður en hægt er að hækka framlögin með þessum hætti. Fyrirhugað er að framlögin verði fjármögnuð með hærri sóknargjöldum.Hvað fær Þjóðkirkjan?Þjóðkirkjan fær í dag 1.508 milljónir króna úr ríkissjóði á ári og er með sértekjur upp á rúmar 223 milljónir. Samtals hefur kirkjan því úr 1.731 milljón króna að spila árlega. Þess til viðbótar greiðir ríkissjóður 262 milljónir í Kirkjumálasjóð og 72 milljónir í Kristnisjóð.Flestir Íslendingar tilheyra Þjóðkirkjunni.Vísir/DaníelKirkjan fær langstærstan hluta sóknargjalda greiddan til sín en allir landsmenn eldri en 16 ára greiða slík gjöld. Þjóðkirkjan er líka langstærsti söfnuður landsins en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru 244.440 Íslendingar í kirkjunni, eða 75 prósent þjóðarinnar. Af þeim sem eru í kirkjunni greiða 191.455 sóknargjöld, þeir sem eru eldri en 16 ára, en samtals greiða 223.925 einstaklingar sóknargjöld. Hlutfall þeirra sem greiðir sóknargjöld og eru í þjóðkirkjunni eru því rúm 85 prósent, sem er tíu prósentustigum hærra hlutfall en hlutfall Þjóðkirkjumeðlima. Þjóðkirkjan fær því hærra hlutfall sóknargjalda en hlutfall þeirra sem eru í kirkjunni og greiða gjöldin vegna aldurssamsetningar félagsmanna.Staða kirkjunnar veikist Leiðréttingin á þessum umframniðurskurði gildir ekki bara um Þjóðkirkjuna heldur öll trú- og lífskoðunarfélög. Kirkjan er þó, eins og sést hér að ofan, í algjörri sérstöðu sem langstærsta trúfélag landsins. Mikil fækkun hefur þó átt sér stað í kirkjunni og hefur verið talað um fólksflótta. Hagstofan tekur saman upplýsingar um aðild fólks að trúfélögum.Vísir/StefánMeirihluti Íslendinga er þó sammála því að kirkjan eigi að njóta sérstakrar verndar í stjórnarskránni. Sá vilji kom skýrt fram í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöðurnar voru á þá leið að 51,1 prósent vildu að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju en 38,3 prósent sögðu nei. Þrátt fyrir þetta eru fleiri sem segja sig úr Þjóðkirkjunni en í hana. Samkvæmt frétt Kjarnans frá því í haust gengu 542 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu 1. júlí til 30. september 2014. Það er framhald þróunar síðustu ára en frá apríl 2010 til júní 2014 hafa 13.145 hætt í kirkjunni.Samkvæmt Hagstofunni voru álíka margir í Þjóðkirkjunni um áramótin 2014 og 1998, eða um 450 færri nú en þá. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 53 þúsund. Hlutfall Íslendinga í þjóðkirkjunni hefur því hrunið úr 90 prósent árið 1998 í 75 prósent á síðasta ári.Staða Hönnu Birnu hafði áhrif á gang málsins.Vísir/VilhelmLeiðir samtalið Þjóðkirkjan leiðir samtalið sem hefur átt sér stað á milli trúfélaga og ríkisins vegna stærðar sinnar. Engir formlegir samningafundir hafa átt sér stað vegna tillögunnar, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi samþykkt í september að fara þá leið. Samkvæmt upplýsingum Vísis ræður þar miklu veik staða Hönnu Birnu undir lok ársins vegna lekamálsins. Málið náði hámæli síðastliðið haust þegar aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdrósson, játaði að hafa lekið trúnaðargögnum úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Nú hefur Ólöf, sem tók við af Hönnu Birnu, ákveðið að láta fara yfir tillögur nefndarinnar að nýju og verður svo tekin ákvörðun í kjölfarið af því. Í samtali við RÚV sagði Ólöf að niðurstöður yfirferðar ráðuneytisins væru væntanlegar í janúar. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Í september staðfesti ríkisstjórnin tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, um að gert verði samkomulag á milli ráðuneyta og Þjóðkirkjunnar um að draga til baka skerðingu fjárframlaga til kirkjunnar umfram meðaltalsskerðingu stofnana sem heyra undir ráðuneytið.Samninga verður leitað við kirkjuna en leiðrétta á sóknargjöld allra trúfélaga.VísirÞví var ekki fylgt eftir í fjárlögum ársins þrátt fyrir að sóknargjöld til Þjóðkirkjunnar hækki um 101 milljón króna. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðkirkjunni vantar 70 milljónir til að tillaga innanríkisráðherra um leiðréttingu nái fram að ganga. Ekki er um að ræða endurgreiðslu aftur í tímann heldur áætlun um hvernig eigi að haga greiðslum sóknargjalda í samræmi við sóknargjöld og niðurskurð annarra stofnanna. Ef endurgreiða ætti skerðingu síðustu ára væri um að ræða um fjögurra milljarða króna endurgreiðslu.Nokkur hundruð milljónir Samkvæmt yfirliti í minnisblaði frá Kirkjuþingi var skerðing umfram meðaltal til Þjóðkirkjunnar 571 milljón króna á síðasta ári. Skerðingin til annarra trúfélaga nemur 92 milljónum króna. Samtals nemur það rúmum 663 milljónum króna.Ólöf segir að farið verði yfir málið í ráðuneytinu í janúar.Vísir/GVAStarfshópur innanríkisráðuneytisins leggur til að upphæðin verði dregin til baka á fjórum árum. Það gerir hækkun upp á 166 milljónir króna á ári, en þar af eiga 143 milljónir að renna til Þjóðkirkjunnar, eða um 86 prósent upphæðarinnar. Restin fer til annarra trúfélaga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um málið við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að kirkjan ætti að njóta þess umburðalyndis og fórnfýsi sem hún hefur sýnt á undanförnum árum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði við sama miðil að málið væri í vinnslu í ráðuneytinu. Taka þarf málið til umfjöllunar í þinginu áður en hægt er að hækka framlögin með þessum hætti. Fyrirhugað er að framlögin verði fjármögnuð með hærri sóknargjöldum.Hvað fær Þjóðkirkjan?Þjóðkirkjan fær í dag 1.508 milljónir króna úr ríkissjóði á ári og er með sértekjur upp á rúmar 223 milljónir. Samtals hefur kirkjan því úr 1.731 milljón króna að spila árlega. Þess til viðbótar greiðir ríkissjóður 262 milljónir í Kirkjumálasjóð og 72 milljónir í Kristnisjóð.Flestir Íslendingar tilheyra Þjóðkirkjunni.Vísir/DaníelKirkjan fær langstærstan hluta sóknargjalda greiddan til sín en allir landsmenn eldri en 16 ára greiða slík gjöld. Þjóðkirkjan er líka langstærsti söfnuður landsins en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru 244.440 Íslendingar í kirkjunni, eða 75 prósent þjóðarinnar. Af þeim sem eru í kirkjunni greiða 191.455 sóknargjöld, þeir sem eru eldri en 16 ára, en samtals greiða 223.925 einstaklingar sóknargjöld. Hlutfall þeirra sem greiðir sóknargjöld og eru í þjóðkirkjunni eru því rúm 85 prósent, sem er tíu prósentustigum hærra hlutfall en hlutfall Þjóðkirkjumeðlima. Þjóðkirkjan fær því hærra hlutfall sóknargjalda en hlutfall þeirra sem eru í kirkjunni og greiða gjöldin vegna aldurssamsetningar félagsmanna.Staða kirkjunnar veikist Leiðréttingin á þessum umframniðurskurði gildir ekki bara um Þjóðkirkjuna heldur öll trú- og lífskoðunarfélög. Kirkjan er þó, eins og sést hér að ofan, í algjörri sérstöðu sem langstærsta trúfélag landsins. Mikil fækkun hefur þó átt sér stað í kirkjunni og hefur verið talað um fólksflótta. Hagstofan tekur saman upplýsingar um aðild fólks að trúfélögum.Vísir/StefánMeirihluti Íslendinga er þó sammála því að kirkjan eigi að njóta sérstakrar verndar í stjórnarskránni. Sá vilji kom skýrt fram í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Niðurstöðurnar voru á þá leið að 51,1 prósent vildu að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju en 38,3 prósent sögðu nei. Þrátt fyrir þetta eru fleiri sem segja sig úr Þjóðkirkjunni en í hana. Samkvæmt frétt Kjarnans frá því í haust gengu 542 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu 1. júlí til 30. september 2014. Það er framhald þróunar síðustu ára en frá apríl 2010 til júní 2014 hafa 13.145 hætt í kirkjunni.Samkvæmt Hagstofunni voru álíka margir í Þjóðkirkjunni um áramótin 2014 og 1998, eða um 450 færri nú en þá. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað um 53 þúsund. Hlutfall Íslendinga í þjóðkirkjunni hefur því hrunið úr 90 prósent árið 1998 í 75 prósent á síðasta ári.Staða Hönnu Birnu hafði áhrif á gang málsins.Vísir/VilhelmLeiðir samtalið Þjóðkirkjan leiðir samtalið sem hefur átt sér stað á milli trúfélaga og ríkisins vegna stærðar sinnar. Engir formlegir samningafundir hafa átt sér stað vegna tillögunnar, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi samþykkt í september að fara þá leið. Samkvæmt upplýsingum Vísis ræður þar miklu veik staða Hönnu Birnu undir lok ársins vegna lekamálsins. Málið náði hámæli síðastliðið haust þegar aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdrósson, játaði að hafa lekið trúnaðargögnum úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Nú hefur Ólöf, sem tók við af Hönnu Birnu, ákveðið að láta fara yfir tillögur nefndarinnar að nýju og verður svo tekin ákvörðun í kjölfarið af því. Í samtali við RÚV sagði Ólöf að niðurstöður yfirferðar ráðuneytisins væru væntanlegar í janúar.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira