Víða er gott að vera Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 3. október 2014 07:00 Færsla opinberra starfa til landsbyggðarinnar er liður í að sporna við núverandi byggðaþróun. En á undanförnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni. Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama horninu, því til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Stórauknu fiskeldi í Arnarfirði verður til dæmis ekki sinnt frá Reykjavík.Hluti starfa flyst norður Starfsemi Fiskistofu er nú á sjö stöðum vítt og breytt um landið og starfa 74 hjá stofnuninni. Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt áform um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá munu 25-30 störf flytjast norður.Sterkari stofnun Breytingar eru oft sársaukafullar en engu að síður geta þær verið hagkvæmar til lengri tíma litið. Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar er gott dæmi um hagkvæma aðgerð. Rekstrarkostnaður er t.a.m. minni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og munar þar mest um húsnæðiskostnað. Einnig er starfsmannavelta mun minni á landsbyggðinni. Það kostar mikla fjármuni að þjálfa nýjan starfsmann og því mun aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi styrkja stofnunina.Styður við mannauðinn Til skemmri tíma litið má gera ráð fyrir því að faglegur grunnur stofnunarinnar veikist. En það er ekki ástæða til að ætla annað en að fagþekking byggist upp á ný þar sem að eyfirska vinnusóknarsvæðið hefur upp á þá fagþekkingu að bjóða sem Fiskistofa þarfnast. Háskólinn á Akureyri er leiðandi á sviði sjávarútvegsfræða auk þess sem skólinn býður upp á nám á öðrum fagsviðum sem Fiskistofa sækir mannauð í. Á Akureyri er einnig starfrækt Sjávarútvegsmiðstöð sem leggur stund á rannsóknir tengdar sjávarútvegi. Því má segja að fræðaumhverfið á Akureyri muni styðja verulega við mannauð stofnunarinnar.Nokkur skref Áætlað er að flutningur Fiskistofu muni taka nokkurn tíma og þann tíma þarf að nota vel til að vinna að yfirfærslu þekkingar. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Fiskistofu verði komnar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015. Vandað verður til verka og reynt að koma til móts við starfsmenn eins og kostur er til að halda þeim mannauði sem skapast hefur innan stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að flutningi ljúki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Færsla opinberra starfa til landsbyggðarinnar er liður í að sporna við núverandi byggðaþróun. En á undanförnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni. Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama horninu, því til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Stórauknu fiskeldi í Arnarfirði verður til dæmis ekki sinnt frá Reykjavík.Hluti starfa flyst norður Starfsemi Fiskistofu er nú á sjö stöðum vítt og breytt um landið og starfa 74 hjá stofnuninni. Sjávarútvegsráðherra hefur kynnt áform um að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar en þau eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þá munu 25-30 störf flytjast norður.Sterkari stofnun Breytingar eru oft sársaukafullar en engu að síður geta þær verið hagkvæmar til lengri tíma litið. Flutningur höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar er gott dæmi um hagkvæma aðgerð. Rekstrarkostnaður er t.a.m. minni á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, og munar þar mest um húsnæðiskostnað. Einnig er starfsmannavelta mun minni á landsbyggðinni. Það kostar mikla fjármuni að þjálfa nýjan starfsmann og því mun aukinn stöðugleiki í starfsmannahaldi styrkja stofnunina.Styður við mannauðinn Til skemmri tíma litið má gera ráð fyrir því að faglegur grunnur stofnunarinnar veikist. En það er ekki ástæða til að ætla annað en að fagþekking byggist upp á ný þar sem að eyfirska vinnusóknarsvæðið hefur upp á þá fagþekkingu að bjóða sem Fiskistofa þarfnast. Háskólinn á Akureyri er leiðandi á sviði sjávarútvegsfræða auk þess sem skólinn býður upp á nám á öðrum fagsviðum sem Fiskistofa sækir mannauð í. Á Akureyri er einnig starfrækt Sjávarútvegsmiðstöð sem leggur stund á rannsóknir tengdar sjávarútvegi. Því má segja að fræðaumhverfið á Akureyri muni styðja verulega við mannauð stofnunarinnar.Nokkur skref Áætlað er að flutningur Fiskistofu muni taka nokkurn tíma og þann tíma þarf að nota vel til að vinna að yfirfærslu þekkingar. Gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Fiskistofu verði komnar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015. Vandað verður til verka og reynt að koma til móts við starfsmenn eins og kostur er til að halda þeim mannauði sem skapast hefur innan stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að flutningi ljúki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun