Eftirsóttir varahlutir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 20. maí 2014 07:00 Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. Líffæri geta bjargað mannslífum og aukið lífsgæði fólks. Flestir vilja láta gott af sér leiða og gefa líffæri sín ef mögulegt er en þó eru ýmsar siðferðislegar og praktískar spurningar sem vakna þegar til umræðu er að breyta lögum á þann veg að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.Ekki tímabærar lagabreytingar Undirrituð lagði fram frumvarp á haustmánuðum þar sem lögð er til breyting á lögum um brottnám líffæra nr. 16/1991. Takmark lagabreytingarinnar er að fjölga líffæragjöfum. Frumvarpið hefur verið til umfjöllunar hjá velferðarnefnd Alþingis í allan vetur og nefndin hefur skoðað málin niður í kjölinn með því að fá umsagnir og heimsóknir frá ýmsum sem málinu tengjast. Nefndin lagði fram nefndarálit með frávísunartillögu nýlega og Alþingi samþykkti hana. Málið er þó ekki tapað. Menn eru sammála um að brýnt sé að fjölga líffæragjöfum. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að leggja til þessa grundvallarlagabreytingu þar sem breytingin ein og sér hefur ekki tilætluð áhrif skv. reynslu annarra þjóða og einnig gæti hún vegið að sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga.Skref í rétta átt Þess ber að geta að þetta mál hefur verið flutt tvisvar áður á Alþingi og því telst þessi afgreiðsla viss áfangasigur fyrir framgöngu þess þó svo að lagabreytingin hafi ekki verið samþykkt. Málið er flókið og afar viðkvæmt að mörgu leyti. Eins og fyrr segir þá var samþykkt á Alþingi þann 12. maí að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar þar sem unnið verði áfram að málinu og nokkur atriði tekin til sérstakrar skoðunar, m.a. að útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, markvisst verði unnið að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks og aðgengilegt verði fyrir einstaklinga að skrá vilja sinn til líffæragjafa. Gert er ráð fyrir að ráðherra skili Alþingi skýrslu á vorþingi 2015 þar sem fram komi niðurstaða þeirrar vinnu sem lögð er til. Einnig leggur nefndin til að 29. janúar ár hvert verði dagur líffæragjafa. Þar með haldi umræðan um þessi mál áfram í þjóðfélaginu og veki fólk til vitundar um mikilvægi þess að skrá sig sem líffæragjafa. Vonandi eru þetta allt lítil skref í rétta átt.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun