Ég, veiðiþjófurinn Einar S. Ólafsson stangveiðimaður skrifar 1. maí 2014 07:00 Ég, veiðiþjófurinn, ætla að leggja hérna nokkur orð í belg. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðan þetta mál kom upp, hvernig á því gæti staðið að þjóðgarðsvörður legði svona mikið upp úr því að kæra veiðimann með nokkra urriða. Mér fannst undarlegt að úr því yrði svona mikið fár. Mér fannst líka undarlegt að það var komið í fjölmiðla áður en ég, hinn kærði, heyrði af því. Einhverja hagsmuni virtist þjóðgarðsvörður hafa af því að gera málið að fjölmiðlamáli. Það gerðist ekki bara fyrir tilviljun. Þannig að ég sannfærðist mjög fljótlega um það að hér héngi eitthvað meira á spýtunni. Enda kom í ljós að í kæru lögfræðings Þingvallanefndar, þar sem ég er kærður fyrir „meintar ólöglegar veiðar“, er setning sem er forsenda kærunnar og afhjúpar raunverulegan tilgang hennar, að ég tel. Setningin er eitthvað á þessa leið að lögmaður Þingvallanefndar efast um lögmæti veiðileyfasölu Kárastaða í Þingvallasveit. Á íslensku: Þingvallanefnd ásælist veiðirétt ábúenda á Kárastöðum. Í þessu samhengi langar mig að rifja það upp þegar Laxveiðilögin vöru sett á sínum tíma. Þau eru í grunninn mjög einföld, og hljóma svona: Laxveiðar í sjó eru bannaðar. En þó er þeim lögbýlum sem hafa haft hlunnindi af slíkum veiðum og skapast hefur hefð fyrir, heimilt að halda þeim áfram. Það vill segja, að löggjafaþing Íslendinga setti lög, en hefðin fyrir hlunnindaveiðum var sterkari en lögin. Nú, ef við yfirfærum þessa réttarfarslegu staðreynd yfir á þetta mál sem hér er upp komið, setjum það svo í samhengi við setninguna sem er í fyrrgreindri kæru, þar sem dreginn er í efa ótvíræður og óskilyrtur og þar að auki framseljanlegur veiðiréttur Kárastaða, gefur augaleið að ef löggjafinn hafði ekki vald til þess að svipta lögbýli réttinum til að veiða lax í sjó, þeirra sem hefðin hafði skapast hjá, þá verður erfitt held ég fyrir Þingvallanefnd eða þjóðgarðsvörð að finna þann dómara sem mundi dæma þann veiðirétt af Kárastöðum. Sjáiði til, samhengið er þetta. Ef dómari kæmist að þeirri niðurstöðu að ég væri sekur, þrátt fyrir að hafa keypt veiðileyfi á Kárastöðum, sem þjóðgarðsverði var raunar fullkunnugt um, hefði hann um leið samþykkt það sjónarmið Þingvallanefndar að veiðileyfasala Kárastaða væri markleysa. Fyrir einhverjum árum var þjóðgarðurinn á Þingvöllum stækkaður og nær í dag, allavega að einhverju leyti, yfir jörðina á lögbýlinu Kárastaðir. Sjálfsagt er það á þeim forsendum sem þjóðgarðsvörður telur sig geta ráðskast með veiðirétt umrædds lögbýlis. En stækkun þjóðgarðs getur ekkert frekar en lög um laxveiðar í sjó skert með nokkru móti veiðirétt eða veiðihefð fyrir löndum lögbýla. Þjóðgarðurinn getur sett reglur um veiði fyrir sínu landi, og hefur gert, en getur aldrei seilst með það regluverk inn á landsvæði skráðra lögbýla. Þar eru það eigendur eða ábúendur sem einir geta sett reglur um það hvernig veiðum skuli háttað innan sinna landamerkja. Um Þingvallavatn er ekki eiginlegt veiðifélag, í almennum skilningi. Það heitir Veiðifélag Þingvallavatns en er í raun félagskapur veiðiréttarhafa við Þingvallavatn. Og setur því ekki almennar reglur um veiðar í vatninu. Það er á hendi hvers og eins veiðirétthafa með hvaða hætti veiðar eru stundaðar. Þetta mál snýst afskaplega lítið um mína persónu, þó svo að nafnið mitt sé í kærunni. Hér er, með óttalega subbulegri stjórnsýslu, verið að reyna að stækka áhrifasvæði sitt. Þjóðgarðsvörður hefur látið út úr sér setningar sem allar bera þess keim að til standi að víkka út tjaldhælana, eins og: Ætli það sé ekki best að kaupa upp netaveiðirétt bænda í vatninu, og: Ef að það reynist rétt að verið sé að drepa urriða veiddan í net og á stöng í stórum stíl í vatninu, verður að bregðast við því. Í báðum ofangreindum setningum talar hann eins og sá sem valdið hefur. Hann setti ekki fram spurningu um það hvort bændur myndu hugsanlega vilja selja netaveiðirétt sinn, heldur gefur það í skyn með orðavalinu að það sé á hans valdi að einfaldlega framkvæma kaupin. Nú í seinni setningunni talar hann eins og hann einn eigi urriðann í vatninu. Hvað ef landeigendur og aðrir veiðirétthafar hafa bara engan áhuga á því að bregðast við urriðadrápi?? Af setningunni mætti ætla að hann einn ætti eða gæti ráðstafað öllum urriða í Þingvallavatni, stærsta náttúrulega stöðuvatni Íslands. Land þjóðgarðsins, það land sem þjóðgarðurinn raunverulega á, er einungis lítill hluti af því landsvæði sem að vatninu liggur og er það einlæg ráðlegging mín til allra sem að eiga hagsmuna að gæta, að spyrna við því karlmannlega fótum að áhrif þjóðgarðsmanna verði meiri við vatnið en sem nemur því hlutfalli. Gætum okkar vel á því að leggjast ekki á sveif með friðunarsinnum sem sýna af sér tilburði offara. Slíkir tilburðir hafa oftast forspárgildi. Sá dagur gæti nefnilega komið að friðunarsinnar fengju heldur meira í gegn en við ætluðum okkur. Með bestu veiðikveðjum, hinn kærði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ég, veiðiþjófurinn, ætla að leggja hérna nokkur orð í belg. Ég hef verið að velta því fyrir mér síðan þetta mál kom upp, hvernig á því gæti staðið að þjóðgarðsvörður legði svona mikið upp úr því að kæra veiðimann með nokkra urriða. Mér fannst undarlegt að úr því yrði svona mikið fár. Mér fannst líka undarlegt að það var komið í fjölmiðla áður en ég, hinn kærði, heyrði af því. Einhverja hagsmuni virtist þjóðgarðsvörður hafa af því að gera málið að fjölmiðlamáli. Það gerðist ekki bara fyrir tilviljun. Þannig að ég sannfærðist mjög fljótlega um það að hér héngi eitthvað meira á spýtunni. Enda kom í ljós að í kæru lögfræðings Þingvallanefndar, þar sem ég er kærður fyrir „meintar ólöglegar veiðar“, er setning sem er forsenda kærunnar og afhjúpar raunverulegan tilgang hennar, að ég tel. Setningin er eitthvað á þessa leið að lögmaður Þingvallanefndar efast um lögmæti veiðileyfasölu Kárastaða í Þingvallasveit. Á íslensku: Þingvallanefnd ásælist veiðirétt ábúenda á Kárastöðum. Í þessu samhengi langar mig að rifja það upp þegar Laxveiðilögin vöru sett á sínum tíma. Þau eru í grunninn mjög einföld, og hljóma svona: Laxveiðar í sjó eru bannaðar. En þó er þeim lögbýlum sem hafa haft hlunnindi af slíkum veiðum og skapast hefur hefð fyrir, heimilt að halda þeim áfram. Það vill segja, að löggjafaþing Íslendinga setti lög, en hefðin fyrir hlunnindaveiðum var sterkari en lögin. Nú, ef við yfirfærum þessa réttarfarslegu staðreynd yfir á þetta mál sem hér er upp komið, setjum það svo í samhengi við setninguna sem er í fyrrgreindri kæru, þar sem dreginn er í efa ótvíræður og óskilyrtur og þar að auki framseljanlegur veiðiréttur Kárastaða, gefur augaleið að ef löggjafinn hafði ekki vald til þess að svipta lögbýli réttinum til að veiða lax í sjó, þeirra sem hefðin hafði skapast hjá, þá verður erfitt held ég fyrir Þingvallanefnd eða þjóðgarðsvörð að finna þann dómara sem mundi dæma þann veiðirétt af Kárastöðum. Sjáiði til, samhengið er þetta. Ef dómari kæmist að þeirri niðurstöðu að ég væri sekur, þrátt fyrir að hafa keypt veiðileyfi á Kárastöðum, sem þjóðgarðsverði var raunar fullkunnugt um, hefði hann um leið samþykkt það sjónarmið Þingvallanefndar að veiðileyfasala Kárastaða væri markleysa. Fyrir einhverjum árum var þjóðgarðurinn á Þingvöllum stækkaður og nær í dag, allavega að einhverju leyti, yfir jörðina á lögbýlinu Kárastaðir. Sjálfsagt er það á þeim forsendum sem þjóðgarðsvörður telur sig geta ráðskast með veiðirétt umrædds lögbýlis. En stækkun þjóðgarðs getur ekkert frekar en lög um laxveiðar í sjó skert með nokkru móti veiðirétt eða veiðihefð fyrir löndum lögbýla. Þjóðgarðurinn getur sett reglur um veiði fyrir sínu landi, og hefur gert, en getur aldrei seilst með það regluverk inn á landsvæði skráðra lögbýla. Þar eru það eigendur eða ábúendur sem einir geta sett reglur um það hvernig veiðum skuli háttað innan sinna landamerkja. Um Þingvallavatn er ekki eiginlegt veiðifélag, í almennum skilningi. Það heitir Veiðifélag Þingvallavatns en er í raun félagskapur veiðiréttarhafa við Þingvallavatn. Og setur því ekki almennar reglur um veiðar í vatninu. Það er á hendi hvers og eins veiðirétthafa með hvaða hætti veiðar eru stundaðar. Þetta mál snýst afskaplega lítið um mína persónu, þó svo að nafnið mitt sé í kærunni. Hér er, með óttalega subbulegri stjórnsýslu, verið að reyna að stækka áhrifasvæði sitt. Þjóðgarðsvörður hefur látið út úr sér setningar sem allar bera þess keim að til standi að víkka út tjaldhælana, eins og: Ætli það sé ekki best að kaupa upp netaveiðirétt bænda í vatninu, og: Ef að það reynist rétt að verið sé að drepa urriða veiddan í net og á stöng í stórum stíl í vatninu, verður að bregðast við því. Í báðum ofangreindum setningum talar hann eins og sá sem valdið hefur. Hann setti ekki fram spurningu um það hvort bændur myndu hugsanlega vilja selja netaveiðirétt sinn, heldur gefur það í skyn með orðavalinu að það sé á hans valdi að einfaldlega framkvæma kaupin. Nú í seinni setningunni talar hann eins og hann einn eigi urriðann í vatninu. Hvað ef landeigendur og aðrir veiðirétthafar hafa bara engan áhuga á því að bregðast við urriðadrápi?? Af setningunni mætti ætla að hann einn ætti eða gæti ráðstafað öllum urriða í Þingvallavatni, stærsta náttúrulega stöðuvatni Íslands. Land þjóðgarðsins, það land sem þjóðgarðurinn raunverulega á, er einungis lítill hluti af því landsvæði sem að vatninu liggur og er það einlæg ráðlegging mín til allra sem að eiga hagsmuna að gæta, að spyrna við því karlmannlega fótum að áhrif þjóðgarðsmanna verði meiri við vatnið en sem nemur því hlutfalli. Gætum okkar vel á því að leggjast ekki á sveif með friðunarsinnum sem sýna af sér tilburði offara. Slíkir tilburðir hafa oftast forspárgildi. Sá dagur gæti nefnilega komið að friðunarsinnar fengju heldur meira í gegn en við ætluðum okkur. Með bestu veiðikveðjum, hinn kærði.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar