Rannsókn beint að flugmönnunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. mars 2014 11:55 Á flugvellinum í Sepang í Malasíu hefur fjöldi manns skrifað á þar til ætlaðan vegg skilaboð og heillaóskir til allra sem tengjast farþegum eða áhöfn vélarinnar týndu. Vísir/AP Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram? Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram?
Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira