Kínverjar vilja aukinn kraft í leitina Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2014 07:00 Ættingjar fólks sem var um borð í flugvélinni reyna að hughreista hvor annan í Peking í Kína. Mynd/AP Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Kínverjar hafa krafist þess að malasísk yfirvöld leggi enn meiri kraft í leitina að farþegaflugvélinni sem hvarf á laugardaginn með 239 manneskjur um borð, þar á meðal yfir 150 Kínverja. Skip og björgunarþyrlur leituðu í gær að flugvélinni sem hvarf á leið sinni frá Peking til Kúala Lúmpúr. Ekki hefur fengist staðfest að Boeing 777-vélin hafi brotlent og bíða ættingjar farþeganna því óþreyjufullir eftir frekari fréttum af hvarfinu. Yfirlýsing undirrituð af eitt hundrað ættingjum var lesin upp fyrir blaðamenn. Þar kom fram að ef flugfélagið Malasia Airlines gefur þeim ekki frekari útskýringar ætla þeir að leita til sendiráðsins í Malasíu. Lögreglan í Taílandi og Interpol hafa yfirheyrt starfsmenn ferðaskrifstofunnar sem seldi tveimur mönnum miða aðra leið með vélinni. Til þess notuðu þeir vegabréf sem var stolið í Taílandi fyrir tveimur árum frá Austurríkismanni og Ítala. Azharuddin Abdul Rahman hjá flugmálayfirvöldum í Malasíu, sagði að rannsókn á öllum mögulegum vinklum standi yfir til að komast til botns í málinu, þar á meðal hvort að um flugrán hafi verið að ræða. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, sem þykir ótrúlegt hafi hún hrapað úr flughæð sinni og lent í sjónum. Ekkert amaði að veðri þegar vélin hvarf. Alls hafa 34 flugvélar og fjörutíu skip frá þó nokkrum löndum skoðað svæðið þar sem flugvélin hvarf af ratsjá á milli Malasíu og Víetnam. Á meðal þess sem menn telja að hafi mögulega komið fyrir er sprenging, vélarbilun, hryðjuverkaárás, óvenjumikil ókyrrð í lofti, mistök flugmanns eða jafnvel sjálfsvíg hans. Á sunnudagskvöld kom víetnömsk flugvél auga á hlut í sjónum sem talið var að væri hurð farþegavélarinnar. Hluturinn fannst aftur á móti ekki þegar skip leituðu að honum. Í gær kom leitarvél frá Singapúr auga á gulan hlut um 140 kílómetra suðvestur af Tou Chu-eyjum en þá kom í ljós að um einhvers konar sjávarrusl var að ræða.Minnir á hvarf Adam Air árið 2007 Hvarf Boeing 777-farþegaþotu Malasia Airlines svipar til annars atburðar sem átti sér stað árið 2007 þegar Boeing 737-þota með 102 manneskjur um borð hvarf í flugi á milli tveggja indónesískra borga. Í því tilfelli úrskurðuðu rannsakendur að Adam Air-þotan hefði brotlent í sjónum eftir að flugmennirnir hefðu lent í vandræðum með leiðarkerfi vélarinnar. Þeir hefðu gleymt að kveikja á sjálfsstýringunni og misst stjórn á vélinni. Allir um borð fórust og tók það rúma viku að finna vélarflakið. Todd Curtis, sérfræðingur í flugöryggi, sagði við NBC News að ef Boeing-777-vélin hafi hrapað á laugardaginn hefði átt að kvikna sjálfkrafa á neyðarsendi sem sýnir björgunarmönnum hvar slysið átti sér stað. Einnig sagði hann að Boeing 777-þotur séu það stórar að þær eiga undir venjulegum kringumstæðum að sjást, þótt þær hafi brotlent í miðjum frumskógi. Boeing 777 er ein öruggasta og mest selda Boeing-tegundin. Af þeim 6,9 milljónum flugferða sem þessi tegund hefur flogið, samkvæmt AirSafe.com, hefur aðeins eitt annað banaslys orðið, eða í San Francisco í fyrra þegar þrír farþegar af 291 fórust.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira