Grein sem er í alvörunni ekki um peninga Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins. Leikskólakennarar hafa barist fyrir að menntun þeirra standi jafnfætis menntun kennara á öðrum skólastigum. Viðurkenning á því að menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru hefur náðst. Leikskólakennarar hafa öðlast skilning samfélagsins á því að lengi býr að fyrstu gerð og góður grunnur mun fylgja einstaklingum á jákvæðan hátt út lífið. Í dag er svo komið að ekki er hægt að hugsa sér skólakerfið án leikskólastigsins. Leikskólakennarar eru mikilvægur þáttur í grunnstoðum þess samfélags sem við höfum mótað. Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt á undaförnum áratugum. Leikskólum hefur fjölgað mjög mikið og nær öll börn tveggja til sex ára stunda nám í leikskóla. Í leikskólanum fögnum við fjölbreytileikanum og reynum allt sem við getum til að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru staddir. Námsleið leikskólans er í gegnum leikinn. Sú námsleið var vanmetin mjög lengi en núna sjást mörg dæmi þess að nám í gegnum leik er að ryðja sér til rúms víðar en í leikskólum. Skólakerfi eiga að vera í sífelldri þróun. Verkefni samfélagsins á næstu árum verður að fjölga leikskólakennurum svo um munar. Það verður ekki gert nema leikskólakennarastarfið verði samkeppnisfært við önnur sérfræðistörf á vinnumarkaði. Ég hef ekki nefnt peninga einu orði í þessari stuttu grein eða svona næstum því. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins. Leikskólakennarar hafa barist fyrir að menntun þeirra standi jafnfætis menntun kennara á öðrum skólastigum. Viðurkenning á því að menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru hefur náðst. Leikskólakennarar hafa öðlast skilning samfélagsins á því að lengi býr að fyrstu gerð og góður grunnur mun fylgja einstaklingum á jákvæðan hátt út lífið. Í dag er svo komið að ekki er hægt að hugsa sér skólakerfið án leikskólastigsins. Leikskólakennarar eru mikilvægur þáttur í grunnstoðum þess samfélags sem við höfum mótað. Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt á undaförnum áratugum. Leikskólum hefur fjölgað mjög mikið og nær öll börn tveggja til sex ára stunda nám í leikskóla. Í leikskólanum fögnum við fjölbreytileikanum og reynum allt sem við getum til að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru staddir. Námsleið leikskólans er í gegnum leikinn. Sú námsleið var vanmetin mjög lengi en núna sjást mörg dæmi þess að nám í gegnum leik er að ryðja sér til rúms víðar en í leikskólum. Skólakerfi eiga að vera í sífelldri þróun. Verkefni samfélagsins á næstu árum verður að fjölga leikskólakennurum svo um munar. Það verður ekki gert nema leikskólakennarastarfið verði samkeppnisfært við önnur sérfræðistörf á vinnumarkaði. Ég hef ekki nefnt peninga einu orði í þessari stuttu grein eða svona næstum því. Til hamingju með daginn.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun