Nýr forstjóri WHO í Afríku skipaður í vikunni Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2014 23:33 Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, tilkynnti um ákvörðun stofnunarinnar í dag. Vísir/AFP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mun í vikunni skipa nýjan svæðisstjóra yfir Afríku. Stofnunin hefur þegar viðurkennt að viðbrögðin við ebólufaraldrinum í vesturhluta álfunnar hafi engan veginn verið nógu góð og margir segja það löngu tímabært að skipt sé um stjóra.Útibúið í Afríku þykir það vanmáttugasta af öllum sex útibúum WHO. Í skýrslu sem stofnunin vann innanhúss, en fréttastofan AP hefur undir höndum, kemur fram að stofnunin kennir starfsfólki sínu í Afríku um að ekki hafi rétt verið tekið á ebólufaraldrinum í byrjun. Stór hluti starfsfólksins á svæðinu er sagður skipaður á pólitískum forsendum og gert er grein fyrir mörgum kvörtunum yfir starfi þeirra. Hver sá sem verður valinn sem nýr svæðisstjóri WHO í Afríku mun sennilega ekki hafa mikil völd í baráttunni gegn ebólu þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú tekið að sér að reyna að halda faraldrinum í skefjum. Hann gæti hinsvegar tryggt að svipað klúður eigi sér ekki aftur stað í náinni framtíð. Dr. Luis Sambo er fráfarandi forstjóri WHO í Afríku. Hann hafnaði því að breytinga væri þörf þegar hann tók við starfinu árið 2005 þrátt fyrir að sérfræðingar segi útibúið hafa á sér slæmt orðspor fyrir spillingu og ógagnsæi. Hann hafði yfirumsjón með viðbragðsaðgerðum gegn ebólu. Í ræðu sinni í dag lét Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, það vera að gagnrýna stjórnartíð Sambo og þakkaði honum í staðinn fyrir starf hans í þágu stofnunarinnar og velferðar Afríkubúa. Ebóla Tengdar fréttir Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24 Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32 Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50 Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44 WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mun í vikunni skipa nýjan svæðisstjóra yfir Afríku. Stofnunin hefur þegar viðurkennt að viðbrögðin við ebólufaraldrinum í vesturhluta álfunnar hafi engan veginn verið nógu góð og margir segja það löngu tímabært að skipt sé um stjóra.Útibúið í Afríku þykir það vanmáttugasta af öllum sex útibúum WHO. Í skýrslu sem stofnunin vann innanhúss, en fréttastofan AP hefur undir höndum, kemur fram að stofnunin kennir starfsfólki sínu í Afríku um að ekki hafi rétt verið tekið á ebólufaraldrinum í byrjun. Stór hluti starfsfólksins á svæðinu er sagður skipaður á pólitískum forsendum og gert er grein fyrir mörgum kvörtunum yfir starfi þeirra. Hver sá sem verður valinn sem nýr svæðisstjóri WHO í Afríku mun sennilega ekki hafa mikil völd í baráttunni gegn ebólu þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú tekið að sér að reyna að halda faraldrinum í skefjum. Hann gæti hinsvegar tryggt að svipað klúður eigi sér ekki aftur stað í náinni framtíð. Dr. Luis Sambo er fráfarandi forstjóri WHO í Afríku. Hann hafnaði því að breytinga væri þörf þegar hann tók við starfinu árið 2005 þrátt fyrir að sérfræðingar segi útibúið hafa á sér slæmt orðspor fyrir spillingu og ógagnsæi. Hann hafði yfirumsjón með viðbragðsaðgerðum gegn ebólu. Í ræðu sinni í dag lét Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, það vera að gagnrýna stjórnartíð Sambo og þakkaði honum í staðinn fyrir starf hans í þágu stofnunarinnar og velferðar Afríkubúa.
Ebóla Tengdar fréttir Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24 Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32 Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50 Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44 WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15
Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35
Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24
Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32
Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50
Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00
1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01
Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44
WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16