3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2014 10:37 Vísir/AP Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar. Ebóla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar.
Ebóla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira