WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2014 17:51 Vísir/AP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur biðlað til þjóða heimsins að leggja til úrræði og fjármagn til að hefta dreifingu Ebóluveirunnar. Einnig lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna faraldursins, sem er umfangsmesti ebólufaraldur sem þekkist. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 961 látið lífið vegna veirunnar frá því hún kom upp i Gíneu í mars síðastliðnum. BBC segir að 1.779 einstaklingar hafi smitast af veirunni. Nú hefur hún dreifst til Sierra Leone og Líberíu, en einnig liggur grunur á smitum í Nígeríu. Margaret Chan forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðan ebóla uppgötvaðist fyrst árið 1976 hafa smit komið upp yfir tuttugu sinnum í Mið- og Austur-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem veirunnar verður vart í Vestur-Afríku. AP segir ekki ljóst hvaða áhrif neyðarástandsyfirlýsingin muni hafa. Síðast í maí lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki og smitum hefur ekki fækkað síðan. „Yfirlýsingar bjarga ekki lífum,“ segir læknirinn Bart Janssens hjá Læknum án landamæra. Hann segir samtökin hafa haldið því fram í margar vikur, að þörf væri á aðstoð vegna veirunnar. „Fólk er að deyja því viðbrögðin hafa verið of hæg.“ Fyrr í vikunni sagði Alþjóðabankinn að 200 milljónum dollara yrði varið í baráttuna og heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að það myndi bæta átta milljónum við og senda færanlega rannsóknarstöð á svæðið. Ebóla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur biðlað til þjóða heimsins að leggja til úrræði og fjármagn til að hefta dreifingu Ebóluveirunnar. Einnig lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna faraldursins, sem er umfangsmesti ebólufaraldur sem þekkist. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 961 látið lífið vegna veirunnar frá því hún kom upp i Gíneu í mars síðastliðnum. BBC segir að 1.779 einstaklingar hafi smitast af veirunni. Nú hefur hún dreifst til Sierra Leone og Líberíu, en einnig liggur grunur á smitum í Nígeríu. Margaret Chan forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðan ebóla uppgötvaðist fyrst árið 1976 hafa smit komið upp yfir tuttugu sinnum í Mið- og Austur-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem veirunnar verður vart í Vestur-Afríku. AP segir ekki ljóst hvaða áhrif neyðarástandsyfirlýsingin muni hafa. Síðast í maí lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki og smitum hefur ekki fækkað síðan. „Yfirlýsingar bjarga ekki lífum,“ segir læknirinn Bart Janssens hjá Læknum án landamæra. Hann segir samtökin hafa haldið því fram í margar vikur, að þörf væri á aðstoð vegna veirunnar. „Fólk er að deyja því viðbrögðin hafa verið of hæg.“ Fyrr í vikunni sagði Alþjóðabankinn að 200 milljónum dollara yrði varið í baráttuna og heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að það myndi bæta átta milljónum við og senda færanlega rannsóknarstöð á svæðið.
Ebóla Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Sjá meira