Segir mögulegt að Ísraelsmenn hafi gerst sekir um stríðglæpi Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2014 13:34 Navi Pillay, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði Ísraelsher ekki hafa gert nægilega mikið til að verja öryggi óbreyttra borgara. Vísir/AFP Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt hernaðaraðgerðir Ísraela á Gazaströndinni og segir möguleika á að stríðsglæpir hafi þar verið framdir. Navi Pillay sagði Ísraelsher ekki hafa gert nægilega mikið til að verja öryggi óbreyttra borgara. Hún fordæmdi jafnframt Hamas-samtökin fyrir að gera ekki greinarmun á hermönnum og óbreyttum borgurum í árársum sínum. Ísraelsher hóf árásir sínar á Gaza þann 8. júlí, að sögn með það að markmiði að stöðva eldflaugaárásir Hamas-liða á Ísrael. „Það lítur út fyrir að það séu miklar líkur á að alþjóðalög hafi verið brotin upp að því marki að það jafnist á við stríðsglæpi,“ sagði Pillay. Ísraelsstjórn sakar hins vegar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna um að vera hlutdrægt í afstöðu sinni og er ólíklegt til að vinna með ráðinu, að sögn fréttaritara BBC. Tzipi Livni, dómsmálaráðherra Ísraels, segir ráðið vera andsnúið Ísrael. Að minnsta kosti 649 Palestínumenn og 31 Ísraelsmaður hafa látið lífið í árásum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar segja 74 prósent þeirra Palestínumanna sem fallið hafa verið óbreytta borgara. „Óbreyttir borgarar á Gaza eru hvergi óhultir þar sem Ísraelsher hefur nú skilgreint 44 prósent landsvæðisins sem hættusvæði,“ að sögn talsmanns mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Gasa Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt hernaðaraðgerðir Ísraela á Gazaströndinni og segir möguleika á að stríðsglæpir hafi þar verið framdir. Navi Pillay sagði Ísraelsher ekki hafa gert nægilega mikið til að verja öryggi óbreyttra borgara. Hún fordæmdi jafnframt Hamas-samtökin fyrir að gera ekki greinarmun á hermönnum og óbreyttum borgurum í árársum sínum. Ísraelsher hóf árásir sínar á Gaza þann 8. júlí, að sögn með það að markmiði að stöðva eldflaugaárásir Hamas-liða á Ísrael. „Það lítur út fyrir að það séu miklar líkur á að alþjóðalög hafi verið brotin upp að því marki að það jafnist á við stríðsglæpi,“ sagði Pillay. Ísraelsstjórn sakar hins vegar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna um að vera hlutdrægt í afstöðu sinni og er ólíklegt til að vinna með ráðinu, að sögn fréttaritara BBC. Tzipi Livni, dómsmálaráðherra Ísraels, segir ráðið vera andsnúið Ísrael. Að minnsta kosti 649 Palestínumenn og 31 Ísraelsmaður hafa látið lífið í árásum síðustu daga. Sameinuðu þjóðirnar segja 74 prósent þeirra Palestínumanna sem fallið hafa verið óbreytta borgara. „Óbreyttir borgarar á Gaza eru hvergi óhultir þar sem Ísraelsher hefur nú skilgreint 44 prósent landsvæðisins sem hættusvæði,“ að sögn talsmanns mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.
Gasa Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira