Atvinnumál í Kópavogi Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 29. maí 2014 14:25 Björt framtíð vill setja atvinnumál í Kópavogi í forgang, byggja upp fjölbreytt störf og skapa þannig grunn undir vaxandi tekjur inn í framtíðina. Sveitarfélög hafa þann tilgang að veita þjónustu og tryggja íbúum ákveðin lífsgæði. Oftast er um að ræða lögbundin verkefni en sameiginleg velferðarmál eru einnig áberandi. Eitt meginverkefna sveitarfélaga snýst einnig um að efla atvinnuþróun innan sveitarfélagsins en verkefni af því tagi eru gjarnan skýrð með hliðsjón af þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu hverju sinni. Kópavogur er þar ekkert einsdæmi. Sveitarfélög á landinu öllu hafa stutt við atvinnulíf og nýsköpun um áratuga skeið með ýmsum nefndum, sjóðum og félögum s.s. atvinnuþróunarfélögum, atvinnumálanefndum, markaðsstofum og rannsóknar- og þróunarsjóðum. Víða á Íslandi hafa markaðsstofur verið stofnaðar með miklum árangri í atvinnumálum. Til þess að samstarfið gangi sem best þá er heppilegast að í stjórn slíkra stofnana sé bæði fólk úr atvinnulífinu og fólk kosið til þess í bæjarstjórn. Þannig er fyrirkomulagið hjá Markaðsstofu Kópavogs. Sýnum ábyrgð Þörf er á að fjölga störfum í Kópavogi, atvinnuleysi er talsvert og fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið er bundið af að veita eykst með viðvarandi atvinnuleysi. Ekki er síður þörf á að auka tekjur þeirra stofnana sem bærinn rekur, safnanna og tónleikasalar. Raunar er fækkun safngesta staðreynd og rekstur safnanna dýr. Það er í mínum huga ábyrgðarleysi að bregðast ekki við slíkri stöðu, ekki síst þegar öðrum sveitarfélögum tekst að laða að ferðamenn að, t.d. með því að markaðssetja söfn. Þá kann einhver að velta fyrir sér hvort við eigum að sitja hjá og láta ferðamenn renna undir Hamraborgina og til baka í Leifsstöð eða hvort við eigum að gera þeim tilboð um að heimsækja söfnin okkar og skapa tekjur rétt eins og önnur bæjarfélög gera. Við skulum skoða þetta með opnum huga og ekki segja blákalt að ferðamenn eigi ekki erindi í Kópavog. Verslunarmiðstöðin Smáralind tók sig til og hóf rekstur ferðamannavagns í fyrrasumar sem skilaði þeim þúsundum erlendra gesta. Vagninn fer frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, á nokkur hótel og svo í verslunarmiðstöðina. Til þess að efla miðbæ Kópavogs þá var samið við rekstaraðila um að koma við á menningarstofunni við Hamraborg og auka þar með aðgengi ferðmanna að henni enda talið að það skipti máli fyrir söfnin. Markaðsstofan hefur einnig gert samning við Hópbíla Teits Jónassonar um að koma með yfir 2000 þýska ferðamenn í Kópavog í sumar. Erlendir ferðamenn koma einnig reglulega í tengslum við íþróttaviðburði sem styrkir bæði íþróttafélögin og verslun og þjónustu. Það er óskandi að við náum að landa fleiri slíkum samningum því íþrótta- og menningatengd ferðaþjónusta skiptir verulegu máli fyrir atvinnustigið í Kópavogi. Staðreyndin er sú að í hvert skipti sem ferðamaður greiðir fyrir vöru í Kópavogi þá hækkar hann atvinnustigið. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ný hugsun í Kópavogi en ef ferðaþjónusta virkar í öðrum sveitarfélögum þá virkar hún hér. Við skulum samt vera þolinmóð því slík uppbygging gæti tekið einhvern tíma. Styrkjum stöðu Kópavogs saman Undanfarin ár hef ég lagt mig fram um að vinna af heilindum að uppbyggingu í Kópavogi, m.a. með því að leggja fram tillögu að stofnun Markaðsstofu Kópavogs. Sjálf á ég engra hagsmuna að gæta og hef aldrei þegið laun fyrir störf mín á þeim vettvangi. Markaðsstofunni er ætlað að styrkja stöðu Kópavogs sem næststærsta sveitarfélags landsins, áfangastaðar í ferðaþjónustu og miðstöðvar verslunar og þjónustu. Með aðkomu Markaðsstofunnar hafa verið stofnuð hagsmunasamtök atvinnufyrirtækja í Smiðjuhverfi og undirbúningur er hafinn á svæðinu við Bæjarlind og einnig við Nýbýlaveg. Stefnt er að því að stofna slík samtök í öllum atvinnuhverfum í Kópavogi. Það er ánægjulegt að finna þau jákvæðu viðbrögð sem við fáum frá fyrirtækjum við það eitt að þau komi að borðinu, taka þátt í opnu samtali og vinna saman að bestu lausn. Ég vil halda áfram að vinna að hugmyndum um betri og öflugri Kópavog, þess vegna vel ég að bjóða fram krafta mína með Bjartri framtíð. Ég hef mikla trú á að með samvinnu, rökræðu og samtali við íbúa, starfsmenn Kópavogsbæjar og fyrirtæki þá sé líklegra að ná góðum árangri. Þannig getum við öll átt okkar þátt í að gera Kópavog betri, öflugri, fallegri og eftirsóknarverðari stað að búa á. Björt framtíð í Kópavogi gengur óbundin til kosninga ! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð vill setja atvinnumál í Kópavogi í forgang, byggja upp fjölbreytt störf og skapa þannig grunn undir vaxandi tekjur inn í framtíðina. Sveitarfélög hafa þann tilgang að veita þjónustu og tryggja íbúum ákveðin lífsgæði. Oftast er um að ræða lögbundin verkefni en sameiginleg velferðarmál eru einnig áberandi. Eitt meginverkefna sveitarfélaga snýst einnig um að efla atvinnuþróun innan sveitarfélagsins en verkefni af því tagi eru gjarnan skýrð með hliðsjón af þeim aðstæðum sem uppi eru í þjóðfélaginu hverju sinni. Kópavogur er þar ekkert einsdæmi. Sveitarfélög á landinu öllu hafa stutt við atvinnulíf og nýsköpun um áratuga skeið með ýmsum nefndum, sjóðum og félögum s.s. atvinnuþróunarfélögum, atvinnumálanefndum, markaðsstofum og rannsóknar- og þróunarsjóðum. Víða á Íslandi hafa markaðsstofur verið stofnaðar með miklum árangri í atvinnumálum. Til þess að samstarfið gangi sem best þá er heppilegast að í stjórn slíkra stofnana sé bæði fólk úr atvinnulífinu og fólk kosið til þess í bæjarstjórn. Þannig er fyrirkomulagið hjá Markaðsstofu Kópavogs. Sýnum ábyrgð Þörf er á að fjölga störfum í Kópavogi, atvinnuleysi er talsvert og fjárhagsaðstoð sem sveitarfélagið er bundið af að veita eykst með viðvarandi atvinnuleysi. Ekki er síður þörf á að auka tekjur þeirra stofnana sem bærinn rekur, safnanna og tónleikasalar. Raunar er fækkun safngesta staðreynd og rekstur safnanna dýr. Það er í mínum huga ábyrgðarleysi að bregðast ekki við slíkri stöðu, ekki síst þegar öðrum sveitarfélögum tekst að laða að ferðamenn að, t.d. með því að markaðssetja söfn. Þá kann einhver að velta fyrir sér hvort við eigum að sitja hjá og láta ferðamenn renna undir Hamraborgina og til baka í Leifsstöð eða hvort við eigum að gera þeim tilboð um að heimsækja söfnin okkar og skapa tekjur rétt eins og önnur bæjarfélög gera. Við skulum skoða þetta með opnum huga og ekki segja blákalt að ferðamenn eigi ekki erindi í Kópavog. Verslunarmiðstöðin Smáralind tók sig til og hóf rekstur ferðamannavagns í fyrrasumar sem skilaði þeim þúsundum erlendra gesta. Vagninn fer frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, á nokkur hótel og svo í verslunarmiðstöðina. Til þess að efla miðbæ Kópavogs þá var samið við rekstaraðila um að koma við á menningarstofunni við Hamraborg og auka þar með aðgengi ferðmanna að henni enda talið að það skipti máli fyrir söfnin. Markaðsstofan hefur einnig gert samning við Hópbíla Teits Jónassonar um að koma með yfir 2000 þýska ferðamenn í Kópavog í sumar. Erlendir ferðamenn koma einnig reglulega í tengslum við íþróttaviðburði sem styrkir bæði íþróttafélögin og verslun og þjónustu. Það er óskandi að við náum að landa fleiri slíkum samningum því íþrótta- og menningatengd ferðaþjónusta skiptir verulegu máli fyrir atvinnustigið í Kópavogi. Staðreyndin er sú að í hvert skipti sem ferðamaður greiðir fyrir vöru í Kópavogi þá hækkar hann atvinnustigið. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er ný hugsun í Kópavogi en ef ferðaþjónusta virkar í öðrum sveitarfélögum þá virkar hún hér. Við skulum samt vera þolinmóð því slík uppbygging gæti tekið einhvern tíma. Styrkjum stöðu Kópavogs saman Undanfarin ár hef ég lagt mig fram um að vinna af heilindum að uppbyggingu í Kópavogi, m.a. með því að leggja fram tillögu að stofnun Markaðsstofu Kópavogs. Sjálf á ég engra hagsmuna að gæta og hef aldrei þegið laun fyrir störf mín á þeim vettvangi. Markaðsstofunni er ætlað að styrkja stöðu Kópavogs sem næststærsta sveitarfélags landsins, áfangastaðar í ferðaþjónustu og miðstöðvar verslunar og þjónustu. Með aðkomu Markaðsstofunnar hafa verið stofnuð hagsmunasamtök atvinnufyrirtækja í Smiðjuhverfi og undirbúningur er hafinn á svæðinu við Bæjarlind og einnig við Nýbýlaveg. Stefnt er að því að stofna slík samtök í öllum atvinnuhverfum í Kópavogi. Það er ánægjulegt að finna þau jákvæðu viðbrögð sem við fáum frá fyrirtækjum við það eitt að þau komi að borðinu, taka þátt í opnu samtali og vinna saman að bestu lausn. Ég vil halda áfram að vinna að hugmyndum um betri og öflugri Kópavog, þess vegna vel ég að bjóða fram krafta mína með Bjartri framtíð. Ég hef mikla trú á að með samvinnu, rökræðu og samtali við íbúa, starfsmenn Kópavogsbæjar og fyrirtæki þá sé líklegra að ná góðum árangri. Þannig getum við öll átt okkar þátt í að gera Kópavog betri, öflugri, fallegri og eftirsóknarverðari stað að búa á. Björt framtíð í Kópavogi gengur óbundin til kosninga !
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun