Gæðakokkar Hannes Pétursson skrifar 21. mars 2013 06:00 Nú fyrir skemmstu lét Vaslav Klaus af forsetaembætti í Tékklandi. Í tvö kjörtímabil, alls tíu ár, sat hann á þeim háa stóli, kjörinn af þinginu. Eftirmaður hans, Milos Zeman, er fyrsti þjóðkjörni forseti Tékka. Vaslav Klaus er nýfrjálshyggjugaur mikill og stendur á því fastara en fótunum að hlýnun loftslags af manna völdum sé haugalygi. Og enda þótt Tékkland gengi í Evrópusambandið 2004, ári síðar en hann varð forseti, er hann rakinn þjóðrembill (orðið beygist eins og vindill) og útúrborumaður, vill sem minnst af samvinnu Tékka og nágrannaþjóða vita. Hann er spilltur og margflæktur í soralega helmingaskiptapólitík, m.a. í tengslum við rússneska auðhringinn Tukoil; og nýkjörni forsetinn þótti ekki heldur barnanna beztur í þeim efnum. Hann er vinstri maður, enginn hatursmaður ESB og hið „skandinavíska þjóðfélagsmódel“ er honum að skapi. Að öðru jöfnu hefði þetta átt að duga til þess að Klaus snerist gegn honum í forsetakosningunum. En það var nú öðru nær, hann barðist fyrir kjöri Zemans og setti þá öllu ofar að þeir höfðu verið bræður í spillingunni og yrðu það sennilega áfram. Í fáum orðum sagt er Vaslav Klaus einn af þessum hlandjötnum sem alls staðar sjást á stjákli í pólitík samtímans. Það er síðast af honum að frétta að hann hefur verið ákærður fyrir landráð sökum valdníðslu í embætti.Bergbúi Eins og að líkum lætur nýtur slíkur bergbúi sem Vaslav Klaus dálætis á vefmiðli Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar, Evrópuvaktinni. Þar hefur verið vitnað með velþóknun til orða karlsins líkt og talaði Hinn smurði. Klaus er reyndar aðeins einn af mörgum hreinlífismönnum sem náðar njóta á Evrópuvaktinni, en hreinlífismenn eru þeir einir sem agnúast út í Evrópusambandið. Það er annars forkostulegur miðill, Evrópuvaktin. Í hvert skipti sem ég glugga í hann finnst mér sem ég stígi niður í hélugráa jarðholu frá dögum kalda stríðsins. Þar fer mikið fyrir áróðurspistlum ritstjóranna, þeirra góðu drengja, um stjórnmál upp og ofan ásamt sérvöldu musli úr erlendum blöðum og fréttum sem allt á að sanna að innan Evrópusambandsins sjáist ekki stingandi strá, þar sé „gap Ginnunga,/ en gras hvergi“, nefnt „svarthol“ (Styrmir, 28.1. sl.). Af þessu leiðir að ekkert vit er í öðru en að slíta nú þegar aðildarviðræðum íslenzkra stjórnvalda og þeirra þarna í Brussel, en halda þess í stað fast við fullveldisverðbólguna og fullveldisarðránið sem fylgir elsku litlu krónunni okkar. Og er þá fátt talið af kostum viðræðuslita. Uppi í Hádegismóum er svo önnur og stærri jarðhola. Þar niðri situr maður sömuleiðis á Evrópuvakt og skrifar og skrifar undir grýlukertunum. Já vel á minnzt: Brussel! Það er eftirtektarverður bólstaður í hugmyndalífi Björns og Styrmis og annarra fylgismanna Atlantshafsbandalagsins, en höfuðstöðvar þess eru í Brussel rétt eins og höfuðskrifstofur ESB. Þau Evrópusambandsríki sem tilheyra Nató þykja jafnan ágæt í alla staði þegar það hernaðarbandalag á í hlut, en illræmd, „gömul nýlenduveldi“ þegar þau starfa saman á öðrum stað í borginni, þ.e. sem Evrópusambandsríki. Manni er spurn: Hvernig getur hið háheilaga bandalag, Nató, verið þekkt fyrir að hafa önnur eins skítaríki innan vébanda sinna?Tvöfeldni Svona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega hrátt. Þetta kristallaðist enn einu sinni nú á dögunum í sjónvarpsviðtali við nýkjörinn formann bændasamtakanna. Hann var spurður um innflutning á nýju kjöti í þágu neytenda. Það kjöt var hrátt í svörum hans þangað til snögglega að annað hrátt kjöt varð ferskt. Þetta umturnaðist á augabragði af þeirri ástæðu að formaðurinn nefndi útflutning lambakjöts héðan. Það getur maður manni sagt að slíkt kjöt var ekki hrátt, heldur svona í meira lagi ferskt. Það er síðan enn annað mál að áhrifamaður einn í norska Framfaraflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, grjótharður ESB-andstæðingur, er svo uppþembdur af þjóðernishyggju að hann segir allan mannamat eitraðan, sé hann ekki alnorskur. Samkvæmt því eru íslenzk matvæli banvæn, því ekki eru þau norsk. Þarna er kominn sá framfaraflokksmaður sem fyrir bænarstað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar kvaðst hér um árið mundu útvega Íslendingum ófafé að láni úr norska ríkiskassanum. Þeir brugðust að vonum glaðir við, flýttu för sinni heim og færðu Alþingi tíðindin vígreifir. Öll gjaldeyrisþurrð var úr sögunni. En svo kom upp úr dúrnum að þessi hirðmaður Dofrakonungs hafði ekkert úrskurðarvald í fjármálum norska ríkisins og hlaut ofanígjafir og aðhlátur fyrir frumhlaupið. Upp úr því varð mjög hljótt um Noregsför Sigmundar og Höskuldar. Og verða þeir nú að leggja sér til munns eitraðan, íslenzkan mat eins og við hinir, þar á meðal hráa kjötið okkar, því hvergi á þessu himintungli er fáanlegt óspillt, ferskt kjöt annars staðar en í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir skemmstu lét Vaslav Klaus af forsetaembætti í Tékklandi. Í tvö kjörtímabil, alls tíu ár, sat hann á þeim háa stóli, kjörinn af þinginu. Eftirmaður hans, Milos Zeman, er fyrsti þjóðkjörni forseti Tékka. Vaslav Klaus er nýfrjálshyggjugaur mikill og stendur á því fastara en fótunum að hlýnun loftslags af manna völdum sé haugalygi. Og enda þótt Tékkland gengi í Evrópusambandið 2004, ári síðar en hann varð forseti, er hann rakinn þjóðrembill (orðið beygist eins og vindill) og útúrborumaður, vill sem minnst af samvinnu Tékka og nágrannaþjóða vita. Hann er spilltur og margflæktur í soralega helmingaskiptapólitík, m.a. í tengslum við rússneska auðhringinn Tukoil; og nýkjörni forsetinn þótti ekki heldur barnanna beztur í þeim efnum. Hann er vinstri maður, enginn hatursmaður ESB og hið „skandinavíska þjóðfélagsmódel“ er honum að skapi. Að öðru jöfnu hefði þetta átt að duga til þess að Klaus snerist gegn honum í forsetakosningunum. En það var nú öðru nær, hann barðist fyrir kjöri Zemans og setti þá öllu ofar að þeir höfðu verið bræður í spillingunni og yrðu það sennilega áfram. Í fáum orðum sagt er Vaslav Klaus einn af þessum hlandjötnum sem alls staðar sjást á stjákli í pólitík samtímans. Það er síðast af honum að frétta að hann hefur verið ákærður fyrir landráð sökum valdníðslu í embætti.Bergbúi Eins og að líkum lætur nýtur slíkur bergbúi sem Vaslav Klaus dálætis á vefmiðli Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar, Evrópuvaktinni. Þar hefur verið vitnað með velþóknun til orða karlsins líkt og talaði Hinn smurði. Klaus er reyndar aðeins einn af mörgum hreinlífismönnum sem náðar njóta á Evrópuvaktinni, en hreinlífismenn eru þeir einir sem agnúast út í Evrópusambandið. Það er annars forkostulegur miðill, Evrópuvaktin. Í hvert skipti sem ég glugga í hann finnst mér sem ég stígi niður í hélugráa jarðholu frá dögum kalda stríðsins. Þar fer mikið fyrir áróðurspistlum ritstjóranna, þeirra góðu drengja, um stjórnmál upp og ofan ásamt sérvöldu musli úr erlendum blöðum og fréttum sem allt á að sanna að innan Evrópusambandsins sjáist ekki stingandi strá, þar sé „gap Ginnunga,/ en gras hvergi“, nefnt „svarthol“ (Styrmir, 28.1. sl.). Af þessu leiðir að ekkert vit er í öðru en að slíta nú þegar aðildarviðræðum íslenzkra stjórnvalda og þeirra þarna í Brussel, en halda þess í stað fast við fullveldisverðbólguna og fullveldisarðránið sem fylgir elsku litlu krónunni okkar. Og er þá fátt talið af kostum viðræðuslita. Uppi í Hádegismóum er svo önnur og stærri jarðhola. Þar niðri situr maður sömuleiðis á Evrópuvakt og skrifar og skrifar undir grýlukertunum. Já vel á minnzt: Brussel! Það er eftirtektarverður bólstaður í hugmyndalífi Björns og Styrmis og annarra fylgismanna Atlantshafsbandalagsins, en höfuðstöðvar þess eru í Brussel rétt eins og höfuðskrifstofur ESB. Þau Evrópusambandsríki sem tilheyra Nató þykja jafnan ágæt í alla staði þegar það hernaðarbandalag á í hlut, en illræmd, „gömul nýlenduveldi“ þegar þau starfa saman á öðrum stað í borginni, þ.e. sem Evrópusambandsríki. Manni er spurn: Hvernig getur hið háheilaga bandalag, Nató, verið þekkt fyrir að hafa önnur eins skítaríki innan vébanda sinna?Tvöfeldni Svona er tvöfeldnin, svona er hræsnin. Þær bakteríur lifa góðu lífi í pólitískum áróðri. Skínandi vitnisburð þess má finna í búnaðarmálaþrasinu íslenzka. Þar aka menn seglum eftir vindi; til dæmis er hrátt, innlent kjöt ævinlega kallað ferskt, en ferskt, erlent kjöt ævinlega hrátt. Þetta kristallaðist enn einu sinni nú á dögunum í sjónvarpsviðtali við nýkjörinn formann bændasamtakanna. Hann var spurður um innflutning á nýju kjöti í þágu neytenda. Það kjöt var hrátt í svörum hans þangað til snögglega að annað hrátt kjöt varð ferskt. Þetta umturnaðist á augabragði af þeirri ástæðu að formaðurinn nefndi útflutning lambakjöts héðan. Það getur maður manni sagt að slíkt kjöt var ekki hrátt, heldur svona í meira lagi ferskt. Það er síðan enn annað mál að áhrifamaður einn í norska Framfaraflokknum, systurflokki Framsóknarflokksins, grjótharður ESB-andstæðingur, er svo uppþembdur af þjóðernishyggju að hann segir allan mannamat eitraðan, sé hann ekki alnorskur. Samkvæmt því eru íslenzk matvæli banvæn, því ekki eru þau norsk. Þarna er kominn sá framfaraflokksmaður sem fyrir bænarstað Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Höskuldar Þórhallssonar kvaðst hér um árið mundu útvega Íslendingum ófafé að láni úr norska ríkiskassanum. Þeir brugðust að vonum glaðir við, flýttu för sinni heim og færðu Alþingi tíðindin vígreifir. Öll gjaldeyrisþurrð var úr sögunni. En svo kom upp úr dúrnum að þessi hirðmaður Dofrakonungs hafði ekkert úrskurðarvald í fjármálum norska ríkisins og hlaut ofanígjafir og aðhlátur fyrir frumhlaupið. Upp úr því varð mjög hljótt um Noregsför Sigmundar og Höskuldar. Og verða þeir nú að leggja sér til munns eitraðan, íslenzkan mat eins og við hinir, þar á meðal hráa kjötið okkar, því hvergi á þessu himintungli er fáanlegt óspillt, ferskt kjöt annars staðar en í Noregi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun