Ólíklegt að bannið nái fram að ganga Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Obama Bandaríkjaforseti skrifaði undir 23 tilskipanir sem hann getur látið koma í kring. Börn sem skrifuðu honum bréf og báðu hann að herða byssulöggjöfina eftir Sandy Hook-árásina í desember voru með honum á sviðinu. fréttablaðið/ap Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. Ólíklegt er talið að Barack Obama Bandaríkjaforseta takist að koma banni gegn sjálfvirkum árásarskotvopnum, sem hann lagði til í fyrradag, í gegnum þingið. Meiri líkur eru taldar á því að þingmenn samþykki að öll viðskipti með byssur verði undir eftirliti og bakgrunnur kaupenda verði skoðaður betur. Obama biðlaði til þingmanna að aðhafast mjög fljótt í málunum þegar hann kynnti tillögur sínar í Washington, mánuði eftir skotárásina á Sandy Hook-barnaskólann í Newton, þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir. Tillögurnar munu kosta 500 milljónir dollara ef þær ná fram að ganga, og eru sagðar þær víðfeðmustu í takmörkun á byssueign í tuttugu ár. Forsetinn mun ferðast um landið til að kynna tillögurnar. Staðan í þinginu Repúblikanar eru í meirihluta í bandarísku fulltrúadeildinni og þeir eru mótfallnir hertri byssulöggjöf. Í öldungadeild eru flokksmenn forsetans, demókratar, í meirihluta en hann á stuðning þeirra alls ekki vísan. Örlög tillagna hans eru talin ráðast af afstöðu nokkurra hófsamra öldungadeildarþingmanna meðal demókrata. Litlar líkur eru á því að þeir muni styðja bann við árásarrifflum, en þeir gætu stutt hinar tillögurnar sem forsetinn hefur sett fram. Forsetinn, sem sver embættiseið í annað sinn á morgun, á erfiða baráttu fram undan við fulltrúadeildina. Nú í byrjun annars kjörtímabilsins þarf hann stuðning repúblikana í efnahagsmálum og til þess að koma umfangsmiklum breytingum á innflytjendalögum í gegn. Byssulöggjöfin gæti svo bæst ofan á. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa gert það ljóst að þeir muni bíða aðgerða öldungadeildarinnar í málinu. „Nefndir fulltrúadeildarinnar munu skoða þessar tillögur. Og ef öldungadeildin samþykkir þær, mun fulltrúadeildin einnig skoða þær," sagði talsmaður forseta deildarinnar, Johns Boehner. Öldungadeildarþingmenn munu koma saman á ný í næstu viku og er búist við því að þá hefjist umræður um hvernig tekið verði á tillögunum. Mögulegt er að þeim verði skipt upp og kosið verði um þær hvora í sínu lagi. NRA tilbúið í átök aldarinnar Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segjast tilbúin í „átök aldarinnar," gegn tillögunum. David Keene, yfirmaður NRA, sagði í gær að samtökin væru þó samþykk því að bakgrunnur byssukaupenda væri kannaður betur. Þau væru hins vegar mótfallin öðrum takmörkunum og teldu of mikla áherslu lagða á að banna ákveðnar tegundir vopna. „Raunverulega spurningin sem þarf að svara er ekki hvað á að gera í sambandi við byssurnar, heldur hvernig á að gera skólana okkar öruggari." Þá sagði hann að embættismenn ættu frekar að beina sjónum sínum að brotalömum í geðheilbrigðiskerfinu ef ætlun þeirra væri að útrýma byssuárásum. „Rétturinn til að bera vopn er réttur, þrátt fyrir óbeit forsetans á öðrum viðauka stjórnarskrárinnar," sagði Tim Huelskamp, þingmaður repúblikana við fjölmiðla í gær, en margir telja tillögurnar brjóta í bága við viðaukann, þar sem kveðið er á um rétt manna til að eiga og bera vopn. Obama hefur þverneitað að tillögurnar gangi gegn stjórnarskránni og Leon Panetta, fráfarandi varnarmálaráðherra, hefur tekið í sama streng. „Ég veit ekki af hverju í fjandanum fólk þarf að eiga sjálfvirk vopn," sagði hann við hóp bandarískra hermanna sem hann heimsótti á Ítalíu í gær. „Hver í fjandanum þarf byssukúlur sem ná í gegnum skotheldan klæðnað nema þið sem eruð í bardögum?" spurði hann þá einnig. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Mögulegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings skipti tillögum Obama Bandaríkjaforseta niður svo hægt verði að kjósa um hvora í sínu lagi. Meiri stuðningur er talinn vera við sumar tillögur hans en aðrar. NRA til í meiri bakgrunnsskoðun. Ólíklegt er talið að Barack Obama Bandaríkjaforseta takist að koma banni gegn sjálfvirkum árásarskotvopnum, sem hann lagði til í fyrradag, í gegnum þingið. Meiri líkur eru taldar á því að þingmenn samþykki að öll viðskipti með byssur verði undir eftirliti og bakgrunnur kaupenda verði skoðaður betur. Obama biðlaði til þingmanna að aðhafast mjög fljótt í málunum þegar hann kynnti tillögur sínar í Washington, mánuði eftir skotárásina á Sandy Hook-barnaskólann í Newton, þar sem tuttugu börn og sex fullorðnir voru myrtir. Tillögurnar munu kosta 500 milljónir dollara ef þær ná fram að ganga, og eru sagðar þær víðfeðmustu í takmörkun á byssueign í tuttugu ár. Forsetinn mun ferðast um landið til að kynna tillögurnar. Staðan í þinginu Repúblikanar eru í meirihluta í bandarísku fulltrúadeildinni og þeir eru mótfallnir hertri byssulöggjöf. Í öldungadeild eru flokksmenn forsetans, demókratar, í meirihluta en hann á stuðning þeirra alls ekki vísan. Örlög tillagna hans eru talin ráðast af afstöðu nokkurra hófsamra öldungadeildarþingmanna meðal demókrata. Litlar líkur eru á því að þeir muni styðja bann við árásarrifflum, en þeir gætu stutt hinar tillögurnar sem forsetinn hefur sett fram. Forsetinn, sem sver embættiseið í annað sinn á morgun, á erfiða baráttu fram undan við fulltrúadeildina. Nú í byrjun annars kjörtímabilsins þarf hann stuðning repúblikana í efnahagsmálum og til þess að koma umfangsmiklum breytingum á innflytjendalögum í gegn. Byssulöggjöfin gæti svo bæst ofan á. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa gert það ljóst að þeir muni bíða aðgerða öldungadeildarinnar í málinu. „Nefndir fulltrúadeildarinnar munu skoða þessar tillögur. Og ef öldungadeildin samþykkir þær, mun fulltrúadeildin einnig skoða þær," sagði talsmaður forseta deildarinnar, Johns Boehner. Öldungadeildarþingmenn munu koma saman á ný í næstu viku og er búist við því að þá hefjist umræður um hvernig tekið verði á tillögunum. Mögulegt er að þeim verði skipt upp og kosið verði um þær hvora í sínu lagi. NRA tilbúið í átök aldarinnar Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA, segjast tilbúin í „átök aldarinnar," gegn tillögunum. David Keene, yfirmaður NRA, sagði í gær að samtökin væru þó samþykk því að bakgrunnur byssukaupenda væri kannaður betur. Þau væru hins vegar mótfallin öðrum takmörkunum og teldu of mikla áherslu lagða á að banna ákveðnar tegundir vopna. „Raunverulega spurningin sem þarf að svara er ekki hvað á að gera í sambandi við byssurnar, heldur hvernig á að gera skólana okkar öruggari." Þá sagði hann að embættismenn ættu frekar að beina sjónum sínum að brotalömum í geðheilbrigðiskerfinu ef ætlun þeirra væri að útrýma byssuárásum. „Rétturinn til að bera vopn er réttur, þrátt fyrir óbeit forsetans á öðrum viðauka stjórnarskrárinnar," sagði Tim Huelskamp, þingmaður repúblikana við fjölmiðla í gær, en margir telja tillögurnar brjóta í bága við viðaukann, þar sem kveðið er á um rétt manna til að eiga og bera vopn. Obama hefur þverneitað að tillögurnar gangi gegn stjórnarskránni og Leon Panetta, fráfarandi varnarmálaráðherra, hefur tekið í sama streng. „Ég veit ekki af hverju í fjandanum fólk þarf að eiga sjálfvirk vopn," sagði hann við hóp bandarískra hermanna sem hann heimsótti á Ítalíu í gær. „Hver í fjandanum þarf byssukúlur sem ná í gegnum skotheldan klæðnað nema þið sem eruð í bardögum?" spurði hann þá einnig.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira