Veigamikil rök fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2013 14:18 Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar:· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.Þrjár leiðir færarStarfshópurinn bendir á nokkrar leiðir til að málunum verði komið í farveg:· Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.· Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.· Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Umræddur starfshópur var skipaður 7. október 2011 eftir mikla umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á Stöð 2 og Vísi. Hópnum var falið að fara yfir rannsókn tveggja sakamála í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum og að greina í skýrslu sinni frá því hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa varðandi framhald málanna. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar:· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Erlu Bolladóttur, Sævars Marinós Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar í Guðmunar- og Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburðir Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaftasonar í Guðmundarmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið óáreiðanlegir.· Það er hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns Skarphéðinssonar í Geirfinnsmáli bæði hjá lögreglu og fyrir dómi hafi verið falskur.Þrjár leiðir færarStarfshópurinn bendir á nokkrar leiðir til að málunum verði komið í farveg:· Að ríkissaksóknari meti hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds.· Að dómfelldu í málunum leiti eftir því að þau verði tekin upp á ný og að slík umleitan verði studd með opinberu fé.· Að lagt verði fram lagafrumvarp sem mæli fyrir um endurupptöku málanna. Umræddur starfshópur var skipaður 7. október 2011 eftir mikla umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið á Stöð 2 og Vísi. Hópnum var falið að fara yfir rannsókn tveggja sakamála í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Starfshópnum var jafnframt falið að taka til athugunar þau gögn sem komið hafa fram á síðustu árum og að greina í skýrslu sinni frá því hvort og þá til hvaða ráðstafana þyrfti að grípa varðandi framhald málanna. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, formaður hópsins, Haraldur Steinþórsson lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson prófessor og yfirsálfræðingur. Með starfshópnum störfuðu Gísli H. Guðjónsson prófessor og Valgerður María Sigurðardóttir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira